Morgunblaðið - 01.05.2021, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt karlmann í árs fangelsi fyrir
að aka bíl ítrekað undir áhrifum
áfengis og fíkniefna.
Fram kemur í dómnum, að mað-
urinn hefur níu sinnum áður hlotið
dóma fyrir sams konar brot.
Maðurinn var handtekinn í júní
árið 2019 eftir að hann var stöðvaður
við akstur bíls, en hann var bæði ölv-
aður og hafði neytt kannabisefna.
Hann var einnig með marijúana og
vasahníf í fórum sínum. Þá var mað-
urinn aftur handtekinn í mars á síð-
asta ári fyrir sams konar brot en þá
mældist vínandamagn í blóði hans
2,42 prómill. Aftur fannst marijúana
í fórum hans.
Loks var maðurinn handtekinn í
maí á síðasta ári eftir að hafa ekið
undir áhrifum áfengis og kannabis-
efna.
Játaði sök
Maðurinn játaði sök í öllum tilfell-
um fyrir dómi. Fram kemur í dómn-
um, að maðurinn hefur frá árinu
2012 ítrekað hlotið dóma, bæði fé-
sektir og fangelsisdóma fyrir akstur
undir áhrifum áfengis og ávana- og
fíkniefna og fyrir að aka án ökurétt-
inda en hann var árið 2014 sviptur
ökuréttindum ævilangt. Maðurinn
lauk afplánun allra fangelsisdóm-
anna með samfélagsþjónustu í maí
2018.
Maðurinn var eins og áður sagði
dæmdur í 12 mánaða fangelsi og seg-
ir dómarinn að ekki séu efni til að
skilorðsbinda á refsingu. Þá var
áréttuð ævilöng svipting ökuréttar
hans. Loks var maðurinn dæmdur til
að greiða sakarkostnað, rúmar 318
þúsund krónur og vasahnífurinn og
tæp 6 grömm af marijúana voru gerð
upptæk.
Árs fangelsi fyrir
ölvunarakstur
- Hefur ítrekað ekið
undir áhrifum áfengis
og fíkniefna
Morgunblaðið/Ómar
Dómhús Hús Héraðsdóms Reykja-
ness við Linnetsstíg í Hafnarfirði.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verð á laxi hefur náð sér á strik
undanfarnar vikur og hefur haldist
nokkuð stöðugt þrátt fyrir að áhrifa
kórónuveirufaraldursins gæti enn.
Verðið er talsvert hærra en var á
sama tíma á síðasta ári, en þá hafði
orðið verðfall vegna veirunnar, og
er vel yfir meðalverði síðasta ára-
tugar. Þótt búast
megi við lækkun í
sumar, eins og
oftast gerist
vegna aukins
framboðs og
minni eftir-
spurnar, eru eld-
ismenn bjartsýn-
ir um þróun
verðsins.
Ástæðan fyrir
bjartsýni um þró-
unina er að minni lífmassi virðist
vera í sjókvíum í Noregi og Chile en
áætlað hefur verið. Þá hefur aukin
spurn eftir laxi á undanförnum ár-
um ekki haft við enn meiri aukningu
í eftirspurn. Jafnframt er búist við
að betra árferði verði í við-
skiptalöndum en verið hefur, svo
sem í Bretlandi, Bandaríkjunum,
Kína og Evrópulöndum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
línuriti var meðalverð á laxi um 43-
45 norskar krónur á fyrstu vikum
ársins en fór upp í tæpar 70 krónur
í 13. viku og er nú í rúmum 60 krón-
um. 60 norskar krónur samsvara
um 900 krónum íslenskum. Þá má
sjá að verðið var mjög hátt í byrjun
árs 2020 en lækkaði snarlega þegar
kórónuveirufaraldurinn reið yfir.
Þróunin í ár hefur verið þveröfug og
í mars komst verðið yfir það sem
var á sama tíma á síðasta ári. Verðið
hefur í raun hækkað meira í evrum
reiknað vegna þess að norska krón-
an hefur verið að hækka.
Ef litið er á framvirka verðið sem
getur gefið vísbendingar um þró-
unina næsta árið má sjá að þróunin
gæti orðið svipuð og oft hefur verið í
venjulegu ári. Verðið lækkar í sum-
ar og hækkar aftur fyrir jólin og
nær svipaðri stöðu og nú á fyrstu
tveimur fjórðungum næsta árs.
Viðbrögðin mögnuð
Guðmundur Gíslason, stjórnar-
formaður Fiskeldis Austfjarða, seg-
ir alltaf erfitt að spá fyrir um eftir-
spurn og verðþróun. Hann segir þó
að aðlögun markaðarins við því þeg-
ar veitingastöðum var lokað í
kórónuveirufaraldrinum og nærri
helmingur markaðarins hvarf lofi
góðu. Viðbrögðin hafi verið mögnuð.
Aukin áhersla hafi verið á að fram-
leiða vörur í neytendapakkningum
fyrir stórmarkaði og þar hafi nýir
neytendur að laxi komist á bragðið.
Telur Guðmundur að þegar kór-
ónuveirufaraldurinn verður liðinn
hjá megi búast við mikilli spurn eft-
ir laxi.
Nýir neytendur komist á bragðið
- Heimsmarkaðsverð á laxi hefur náð sér nokkuð á strik þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn - Sala
á stórmörkuðum hefur aukist og kemur í stað veitingastaða - Eldismenn bjartsýnir á framhaldið
Þróun heimsmarkaðsverðs á laxi
Heimsmarkaðsverð 2020 og 2021 í viku 1-32
Framvirkt verð 2021-2022
Meðalverð 2013-2020 í viku 47
75
65
55
45
35
25
75
65
55
45
35
25
85
75
65
55
45
35
2020 2021
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 2021 2022
2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1.-2. ársfj. 3.-4. ársfj.
'13 '14 '15 '16 '17 '18 '19 '20
Heimild: Fish Pool, NASDAQ Salmon Index
46,49
78,76
79,77
43,58
69,67
64,58
60,25
49,74
Meðalverð í norskum krónum á kg
NOK/kg
NOK/kg
73,01
39,63
63,25
53,30
57,70
63,20
55,00
64,85
45,01
60,33
44,89
59,69
45,09
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Afurðir Þótt framleiðslan aukist stöðugt hefur laxaiðnaðurinn ekki undan.
Búist er við að markaðurinn taki vel við sér að loknum heimsfaraldri.
Guðmundur
Gíslason
Fiskeldi Austfjarða heldur sínu
striki og setur geldan lax í
sjókvíar í Berufirði í vor, þrátt
fyrir að bakslag hafi komið í eldi
á þrílitna laxi í Noregi.
Norway Royal Salmon (NRS)
tilkynnti í gær að fyrirtækið
hefði ákveðið að hætta eldi á
þrílitna geldum laxi vegna vel-
ferðar laxa. Fyrirtækið fékk níu
svokölluð græn eldisleyfi sem
veitt eru með skilyrðum sem
ætlað er að þróa fiskeldis-
iðnaðinn í áttina að sjálfbærni
og breytti níu almennum leyfum
til viðbótar í græn. Við eldið
hefur verið staðfest að þrílitna
laxinn virðist varnarlausari fyrir
bakteríu- og veirusjúkdómum
en ógeltur lax. Norska mat-
vælastofnunin hefur ákveðið að
banna nýtt eldi á þrílitna laxi frá
næsta vori og að framleiðslu
skuli hætt fyrir lok árs 2023.
Guðmundur Gíslason, stjórn-
arformaður Fiskeldis Aust-
fjarða, segir eldi á þrílitna laxi
aldrei hafa verið prófað á Ís-
landi. Miðað við þær forsendur
sem fyrir liggi, m.a. um kaldari
sjó og minni hitasveiflur á Aust-
fjörðum en í Norður-Noregi og
minna umhverfisáreiti, ætti það
að ganga vel.
Haldið áfram
í Berufirði
HÆTTA MEÐ GELDLAX
Morgunblaðið/Eggert
Berufjörður Geldlax verður settur
út í sjókvíar í vor eða sumar.