Morgunblaðið - 01.05.2021, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 01.05.2021, Qupperneq 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 ✝ Ingibjörg Jó- hannesdóttir fæddist 9. janúar 1939 í Nólsey í Færeyjum. Hún lést á líknardeild Landspítalans 28. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Bærent Johannesen og Jenný Karolína María Johannesen. Systkini Ingibjargar eru Odd- mar, Guðrún, Bærent og Ma- rita. Fyrri eiginmaður Ingibjarg- ar var Gunnar Andrésson, f. 26. maí 1935. Hann lést 29. úar 1978, maki Atli Sævarsson, f. 20. febrúar 1981. Barna- börnin eru ellefu og barna- barnabörn sex talsins. Ingibjörg ólst upp í Kolla- firði í Færeyjum en flutti til Ís- lands árið 1955, þá 16 ára gömul. Hún fór þá að vinna á Landakotsspítala. Eftir andlát Gunnars, fyrri eiginmanns síns, fór Ingibjörg í Gagn- fræðaskóla Garðahrepps til að taka gagnfræðapróf og í fram- haldinu hóf hún nám í Hjúkr- unarskóla Íslands. Hún útskrif- aðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1973. Ingibjörg hafði alla tíð mikinn áhuga og ánægju af starfi sínu. Hún starfaði meðal annars á slysadeild Borgarspít- ala, Vífilsstöðum og St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði. Útför Ingibjargar fór fram í Fossvogskirkju 7. apríl að við- stöddum nánustu aðstand- endum. maí 1969. Börn þeirra eru: 1) Jenný, f. 1. mars 1957, maki Þor- valdur Sigurðsson, f. 21. júní 1956. 2) Gunnar Brynj- ólfur, f. 26. sept- ember 1960, maki Sólveig Sigurð- ardóttir, f. 25. mars 1985. 3) Bjarney Margrét, f. 28. mars 1962, maki Guð- mundur Gíslason, f. 2. júní 1962. Seinni eiginmaður Ingi- bjargar er Sveinn Ingólfsson, f. 14. desember 1940. Dóttir þeirra er Bryndís, f. 16. febr- Nú þegar við kveðjum Ingi- björgu Jóhannesdóttur kemur fyrst upp í huga manns kraftur, dugnaður og gleði. Ingibjörg fæddist og ólst upp í Færeyjum, en kom sem ung stúlka til Íslands til að vinna. Hún festi rætur hér þegar hún kynntist ungum manni, Gunnari Andréssyni, og giftu þau sig og stofnuðu heimili. En mótlætið var ekki langt undan því Gunn- ar veiktist og lést aðeins 34 ára að aldri og var hún því orðin ekkja þrítug. Í stað þess að bogna þegar hún var orðin ein með þrjú lítil börn setti hún í kraftgírinn og ákvað að besta leiðin til að klára það verkefni sem hún stóð nú frammi fyrir væri að mennta sig samhliða barnauppeldinu til að eiga auð- veldara með að koma börnun- um til manns sem henni tókst með sóma. Ég held að hún hafi aldrei tekið úr gírnum, því sjaldan féll henni verk úr hendi. Seinna kynntist Ingibjörg eft- irlifandi eiginmanni sínum, Sveini Ingólfssyni, og eignuðust þau eina dóttur saman. Það var aldrei nein lognmolla i kringum Ingibjörgu og var hún óhrædd við að prófa eitt- hvað nýtt. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu gafst meiri tími til tómstundaiðkunar og nýttu þau hjón sér ýmislegt sem í boði var. Þau lærðu á skíði og fóru í skíðaferðir til út- landa og þó svo að í upphafi hafi hún fengið einstaka sinnum skrokkskjóðu og jafnvel bein- brot, þá sá hún enga ástæðu til að hætta, því þetta var svo gaman. Það var líka farið á golfnámskeið og í golfferðir og þar var hvorki „hook né slice“. Þegar hún var að lýsa hversu skemmtilegt þetta var og hvatti okkur til að prófa var gjarnan viðkvæðið hjá henni „það er aldrei of seint að byrja“. Hún var alla tíð tilbúin að prófa eitt- hvað nýtt. Ingibjörg fylgdist vel með hvað afkomendurnir tóku sér fyrir hendur, hvort sem var í námi eða starfi og gladdist inni- lega yfir velgengni þeirra. Sama átti við um vinina og þeirra afkomendur, alltaf spurði hún hvað hinn eða þessi var að gera. Við höfum orðið þess aðnjót- andi að eiga margar skemmti- legar stundir með Ingibjörgu og Sveini í alls konar veislum og hittingi, auk þess að spila með þeim golf. Þessar samveru- stundir voru fullar af jákvæðni og gleði sem var svo ríkur eig- inleiki í fari Ingibjargar. Við þökkum Ingibjörgu sam- ferðina og kveðjum hana með söknuði. Elsku Sveinn, Jenný, Binni, Baddý, Bryndís og fjölskyldur, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Martha og Snorri. „Lífið er of stutt til að vera ósátt.“ Þessi setning sem þú sagðir einhvern tímann ákveðin við okkur pabba í eldhúsinu í Aratúninu lýsir þér svo vel, og hún er svo sönn og góð, og ég man hana alltaf þótt ég hafi bara verið unglingur og muni ekkert lengur um hvað við pabbi vorum að þrátta. En þetta var einn af ótal góðum hlutum sem þú kenndir mér og hinu fólkinu í kringum þig. Þú náðir á einstakan hátt til fólks með hlýju þinni og ró og sama hvað dundi á þá leistu alltaf á björtu hliðarnar. Stund- um er sagt að fólk horfi á lífið annaðhvort með glasið hálftómt eða hálffullt. Hjá þér var glasið einfaldlega yfirfullt. Alltaf varstu jákvæð, dugleg og drífandi en líka ákveðin og umhyggjusöm við okkur öll. Þú elskaðir að taka til hendinni og þegar þú komst í heimsókn til okkar vildir þú helst ekki sitja bara og drekka kaffi heldur spurðir alltaf hvað þú gætir gert, þú vildir fá þvott til að brjóta saman, taka til í eldhús- inu eða fá að fara yfir gólfin. Þú elskaðir að prófa eitthvað nýtt og hræddist aldrei neitt. Hverjum öðrum en þér dytti til dæmis í hug að byrja að fara á svigskíði í fyrsta skipti á ævinni komin yfir sextugt? Þú naust þess í botn að fara í skíðaferðir og svo síðar í golfferðir til út- landa með pabba. Þannig varst þú nefnilega, þér fannst allt spennandi og gaman. Þú hreyfðir þig mikið og varst mikill talsmaður hollra lífshátta, bæði fyrir þig og fólk- ið í kringum þig. Best fannst þér að fara út og ganga rösk- lega í roki og rigningu, það var svo hressandi. Þú stundaðir alla tíð leikfimi og göngur og undir það síðasta fórstu daglega í göngur og útitækin við sjóinn í Garðabænum í hvaða veðri sem var þrátt fyrir veikindin. Þegar þú lást á spítalanum fárveik undir það síðasta hvattir þú mig eindregið til að gera slíkt hið sama. Þegar barnabörnin og vinir þeirra komu hjólandi í heim- sókn til ykkar pabba í Aratúnið varstu í essinu þínu. Þau fengu að sjálfsögðu hollustuveitingar hjá ömmu, nýbakað súrdeigs- brauð, svokallað ömmubrauð, skyr og fleira góðgæti. Þetta voru ómetanlegar stundir fyrir þau. Fallega brosið þitt er það sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín einfaldlega af því þú varst alltaf brosandi. Þú sóttir mig brosandi í leikskól- ann þegar ég var barn og veif- aðir sömuleiðis alltaf brosandi í dyragættinni þegar við fjöl- skyldan vorum búin að vera í heimsókn hjá ykkur pabba í Aratúni. Elsku besta fallega mamma. Sársaukinn sem fylgir því að þurfa að kveðja þig nístir lík- ama og sál en um leið er ég svo þakklát fyrir að eiga þig sem mömmu. Það verður öðruvísi að takast á við lífið núna og geta ekki hitt þig og spjallað við þig en ég veit að þú ert hjá okkur þótt við sjáum þig ekki lengur. Bryndís Sveinsdóttir. Ingibjörg Jóhannesdóttir Yndislegri mann- eskju en hana ömmu mína er vart hægt að hugsa sér. Hún var hlý, hugulsöm og hugs- aði einstaklega vel um okkur fjölskylduna sína. Ein mesta gæfa sem mér hefur hlotnast í lífinu var að fá að vera mikið hjá ömmu minni sem barn. Frá minni fyrstu tíð gátum við hleg- ið mikið saman að öllu mögulegu og sér í lagi þegar hún las fyrir mig á kvöldin. Það er aðdáunarvert hvað amma mín lifði lífi sínu vel og farsællega. Hún kynntist afa mínum, Oddi Benediktssyni, þegar hún var 19 ára gömul. Afi var þá 16 ára. Hann sá hana úti á miðjum akri þar sem hún var kaupakona á Ármúla í Ísafjarð- ardjúpi, og var það ást við fyrstu sýn. Upp frá því byrjaði þeirra fallega ástarsaga og voru þau gift í yfir 56 ár, eignuðust 4 börn og 16 barnabörn. Þau voru bæði hörkudugleg, ósérhlífin og áorkuðu miklu í lífinu. Amma hafði metnað og var mjög Bryndís Alma Brynjólfsdóttir ✝ Bryndís Alma Brynjólfsdóttir fæddist 4. nóv- ember 1932. Hún lést 13. apríl 2021. Jarðarför Bryndís- ar Ölmu fór fram 20. apríl 2021. greind. Hún tók námskeið til að fá sjúkraliðamenntun til að fá meiri ábyrgð þar sem hún vann á Sjálfs- björg, sem hún gerði. Hún sagði okkur frá því að þegar kom að loka- prófinu hefði hún ekki viljað líta út fyrir að vera of góð, svo hún svaraði einni spurning- unni vitlaust viljandi til að fá ekki fullkomna einkunn. Svona var hún amma mín hógvær. Árið 1975 fluttu afi og amma í húsið sitt sem þau byggðu í Seljahverfinu. Amma eldaði allt- af hádegismat og kvöldmat handa afa og þeim sem stopp- uðu þar af börnunum og barna- börnunum. Hún hélt alltaf hús- inu hreinu svo það var til fyrirmyndar. Á mínum unglingsárum var mjög gaman að koma í heim- sókn til ömmu og sitja í eldhús- inu og spjalla um hitt og þetta. Alltaf bauð hún mér upp á alls konar góðgæti sem hún hafði eldað eða bakað, og stundum sagði hún upp úr þurru: „Ég ætla að hræra upp í pönnsur!“ Hálftíma seinna var hún búin að baka stafla af pönnukökum áður en afi kom heim í kaffi. Þau voru svo sæt saman og það var svo augljóst hvað þau nutu þess að hugsa vel um hvort annað. Þau höfðu bæði gaman af garð- yrkju og áttu stóran og fallegan garð í kringum húsið sem þau hugsuðu einstaklega vel um. Þau höfðu bæði gaman af öllu sem viðkom jólunum, hvort sem það voru gjafakaup eða jólamat- urinn. Við áttum flest jólin okk- ar með þeim í húsinu þeirra og ólst ég upp við að sjá afa og ömmu skreyta saman fyrir jólin og leggja síðustu hönd á jóla- matreiðsluna þegar við mættum kl. 18 á aðfangadag. Þá voru þau búin að vera að elda saman í marga klukkutíma, afi forréttinn og amma aðalréttinn yfirleitt. Um miðjan níunda áratuginn opnaði amma sólbaðstofu á neðri hæð hússins. Hún rak fyrirtækið samhliða því að hugsa um heim- ilið og fjölskylduna, og gerði bæði með sóma. Amma mín hafði ákaflega gaman af því að ferðast og fór í verslunarferðir, og einnig til framandi landa með móður minni. Ferðuðust þær meðal annars til Brasilíu og Suður-Afr- íku. Ég fór í nokkrar verslunar- ferðir með henni á unglingsár- unum og var hún mjög skemmtilegur ferðafélagi. Hún var líka sérlega smekkleg kona og hafði gott auga fyrir sniðum, efnum og gæðum. Afi minn lést í júlí 2013 og við huggum okkur við að þau eru saman á ný. Guð geymi þig amma mín. Hulda Jenný Kjartansdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG HULDA ÓLAFSDÓTTIR, Ása, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi föstudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 4. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/aslaughulda. Þökkum starfsfólki Hlévangs fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Hermann Helgason Valdís Þórarinsdóttir Elín H. Hermannsdóttir Skúli S. Ásgeirsson Margrét Hermannsdóttir Kristinn Ómar Herbertsson Ólafur P. Hermannsson Líney Bergsteinsdóttir Már Hermannsson Sigurbjörg Jóhannesdóttir Hermann Hermannsson Guðbjörg Inga Guðmundsd. Úlfar Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ERLA M. OLSEN, Faxabraut 13, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu Hlévangi föstudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 5. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/erlaolsen. Laufey Dagmar Jónsdóttir Fanney Bjarnadóttir Gunnólfur Árnason Ólafur Birgir Bjarnason Ragnheiður Ragnarsdóttir Aðalheiður Bjarnadóttir Leifur Kristjánsson Olga Sædís Bjarnadóttir Guðni Sigurðsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær sonur, bróðir og frændi, ÞJÓÐBJÖRN JÓHANNSSON, Háengi 6, Selfossi, lést á heimili sínu sunnudaginn 25. apríl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 6. maí klukkan 13. Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu ættingjar og vinir viðstaddir útförina, en henni verður einnig streymt á heimasíðu Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is. Guðríður Hannesdóttir Jóhann Þóroddsson Valgerður Jóhannsdóttir Saikou Badjie Rannveig Jóhannsdóttir Sigurbrandur Jakobsson og fjölskylda Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR INGVARSDÓTTIR, Matta á Bjargi, Lóulandi 9, Garði, lést á heimili sínu mánudaginn 26. apríl. Útförin fer fram frá Útskálakirkju fimmtudaginn 6. maí klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/matthilduringvarsdottir. Magnús Þór Magnússon Einar Jón Pálsson Hildur Hauksdóttir Elmar Þór Magnússon Helga Andersen Harpa Lind Magnúsdóttir Sigmar Viðar Magnússon Ingibjörg María Ólafsdóttir Sveinn H. Zophoníasson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, L. EMIL ÓLAFSSON, sem lést sunnudaginn 18. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. maí klukkan 15. Anna J. Hallgrímsdóttir Jóhannes B. Helgason Ólafur Emilsson Sigrún Ragna Jónsdóttir Hrefna Björk, Harpa Dís, Anna Sara Hallgrímur, Ásdís Elva, Ísabella Ýrr, Kormákur Logi Líney, Hafþór, Anna Karólína Hildur, Díana Lilja, Mikael Darri, Jökull Ólafur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.