Morgunblaðið - 01.05.2021, Page 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Fæst í apótekum, heilsuhúsum og heilsuhillum stórverslanna.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú átt þína stuðningsmenn og veist
að þú mátt ekki bregðast þeim í neinu, hvað
sem á dynur. Hikaðu ekki við að sýna tilfinn-
ingar þínar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Vita skaltu að það dugir ekki að sitja
með hendur í skauti og halda að lífið leiti
þig uppi. Þú verður að taka frumkvæðið og
keyra allt í gang.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Fátt er eins ömurlegt og að sitja
fastur í úreltum skoðunum. Lærðu af
reynslunni og mundu að ekki hafa allir
sömu kímnigáfu og þú.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Glíman við hið óþekkta ber alltaf ár-
angur ef menn ekki gefast upp of snemma.
Dagurinn í dag er einn af þessum dögum
þegar þú getur ekki stillt þig um að taka
upp veskið.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Vertu ekki niðurdregin/n þótt ekki
gangi allir hlutir upp hjá þér. Leyfðu lífinu að
leiða þig áfram í átt að því sem á að verða.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Vinur reynist þér vel, reyndu að gera
eitthvað fyrir hann á móti. Lausn á ráðgátu
er innan seilingar.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Leggðu þig fram um að hitta annað
fólk í dag, sérstaklega systkini þín. Haltu ró
þinni hvað sem á dynur. Gefðu þér tíma til
þess að sinna áhugamálunum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Vertu ekki stygg/ur þótt eitt-
hvað tefji verkefni þitt því þú hefur í svo
margt annað að grípa á meðan. Sýndu
skynsemi í peningamálum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Alvaran hefur ráðið ríkjum hjá
þér og nú er orðið tímabært að þú veitir
svolítilli gleði inn í líf þitt. Fólk sem þú lítur
upp til tekur skyndilega eftir þér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þótt sigurinn sé sætur skaltu
varast að velta þér upp úr honum því í ann-
an tíma getur þú verið sá sem tapar.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Hugsaðu um hvernig þú getur
unnið þig í betra álit hjá yfirmönnum og þar
með hugsanlega öðlast meiri starfsframa.
Láttu ekki undan freistingum.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Hamingjan svífur yfir vötnunum
núna og þú ert meðal þeirra sem finna fyrir
henni. Daður er í gangi og þér leiðist það
ekki.
miklar breytingar á félaginu á starfs-
tíma mínum. Þegar ég hóf störf var ég
einn á skrifstofunni, félagsmenn voru
tæplega 2.000 og það heyrði til und-
antekninga ef hringt var á skrifstof-
una. En þegar ég hætti 2002 voru 30
þúsund á félagaskrá og 97% félags-
manna voru í persónulegu sambandi
við skrifstofuna og starfsmenn þá 33.“
Magnús var í stjórn Lífeyrissjóðs
verzlunarmanna í 9 ár, formaður í 6 ár;
í stjórn Eirar, hjúkrunarheimilis, í 11
ár. Auk þessa átti hann sæti í ýmsum
stokkið hæð sína eins og Gunnar forð-
um“.
Magnús stundaði verkamannavinnu
á Selfossi samhliða námi 1948 – 1950.
Þegar hann útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum hóf hann skrifstofustörf hjá
Kaupfélagi Árnesinga og var þar til
1958 þegar hann hóf störf hjá Olíufé-
laginu Skeljungi og flutti þá fjöl-
skyldan til Reykjavíkur.
„Ég var ráðinn framkvæmdastjóri
VR 1960 og starfaði þar til 2002. Var
formaður félagsins í 22 ár. Það urðu
M
agnús L. Sveinsson
fæddist 1. maí 1931
að Uxahrygg á
Rangárvöllum og
ólst þar upp til 17 ára
aldurs en þá fluttu foreldrar hans á
Selfoss. „Þægindi og hjálpartæki nú-
tímans voru ekki til staðar framan af
búskaparárum foreldra minna, frekar
en víðast hvar annar staðar á þessum
tíma. Húsakostur á Uxahrygg var lé-
legur, byggt 1912 með moldargólfi að
hluta. Innréttingar í eldhúsi voru nán-
ast engar; einn lítill skápur, ekki vask-
ur eða frárennsli, óhreint vatn var bor-
ið út. Vatn var sótt út í læk um 200
metra frá bænum. Ekki rafmagn, ekki
útvarp, ekki sími, tugir kílómetra í
verslun, flestar ár óbrúaðar og vega-
slóðar fyrir hestvagna. Við þessar að-
stæður varð fólk að ganga til verka alla
daga ársins. Bakað, prjónað og saum-
að til heimilisnota og á haustin var
unnið að matargerð til ársforða“.
Móðir Magnúsar kenndi Magnúsi
og bræðrum hans að lesa og þegar
hann var tíu ára hóf hann skólagöngu í
heimavistarskólanum á Strönd á
Rangárvöllum, þar sem hann var í
fjóra vetur og fermdist í Oddakirkju
vorið 1945. „Þegar barnaskólanámi
lauk var ekki um mikið bóklegt fram-
haldsnám að ræða, sem aðstæður
leyfðu að ég sækti. Nýr prestur var
kominn að Odda, séra Arngrímur
Jónsson og faðir minn samdi við hann
og var ég við nám hjá honum veturinn
1947-1948.“ Haustið 1948 hóf Magnús
nám í Gagnfræðaskólanum á Selfossi,
en fjölskyldan hafði flutt að Selfossi þá
um vorið. Þaðan lá leið hans í Sam-
vinnuskólann haustið 1950 og hann út-
skrifaðist eftir eins árs nám á tuttugu
ára afmælisdegi sínum 1. maí 1951.
Síðan stundaði Magnús framhaldsnám
í London 1973.
Magnús tók þátt í ýmsu félagsstarfi
og íþróttum þegar hann var á Selfossi.
Hann lék m.a. skrattann í Gullna hlið-
inu sem sýnt var við mikla aðsókn í
Selfossbíói. Einnig lék hann Gunnar á
Hlíðarenda, í Samtalsþættinum
„Gunnar og Kolskeggur“ sem sýndur
var 17. júní 1955 í Selfossbíói. Þar hitti
hann konu sína í fyrsta sinn og sagði
síðar „að hún hefði fallið fyrir Gunnari
á Hlíðarenda, enda þótt hann hafi ekki
nefndum og ráðum á vegum verka-
lýðshreyfingarinnar.
„Ég var borgarfulltrúi fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í 20 ár, 1974-1994, í
borgarráði í 14 ár, forseti borgar-
stjórnar í 9 ár. Þessu fylgdi mikil
vinna. Sem forseti borgarstjórnar ann-
aðist ég t.d. um 200 móttökur fyrir inn-
lenda og erlenda gesti. Ég flutti hátíð-
arræðu á Arnarhóli á 200 ára afmæli
Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1986 þar
sem ekki færri en 50 þúsund manns
voru saman komin.
Ég sat á Alþingi sem varaþing-
maður Sjálfstæðisflokksins í febrúar
1999. Flutti þar tillögu sem miðar að
því að afnema rétt Tryggingastofn-
unar til að skerða lífeyrisrétt fólks sem
sett hefur hluta af launum sínum í líf-
eyrissjóð. Stutt vera mín á Alþingi gaf
mér því miður ekki möguleika á að
fylgja tillögunni eftir og aðrir þing-
menn hafa ekki séð ástæðu til þess.“
Magnús hefur verið virkur í rit-
störfum og auk þess að vera ritstjóri
VR-blaðsins í 20 ár (1960-80), skrifaði
hann bækurnar: Áfangar í kjarabar-
áttu Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur 1955-2003 sem kom út 2004; Það
urrar í þér. Lífsfléttur okkar hjónanna
(2010) og Af moldargólfi í ólgusjó
verkalýðsmála (2020). Auk þessa hefur
hann skrifað fjölda greina í blöð og
tímarit um kjara- og félagsmál, borg-
armál og stjórnmál. „Þann 14. júní
2002 sæmdi stjórn VR mig gullmerki
félagsins og tilnefndi mig heiðurs-
félaga þess. Áður hafði ég verið gerður
heiðursfélagi Samtaka sykursjúkra, en
ég hafði beitt mér fyrir því að opnuð
var deild fyrir sykursjúka á Landspít-
alanum á sínum tíma.“
Fjölskylda
Eiginkona Magnúsar var Hanna
Hofsdal Karlsdóttir tannsmiður, f.
10.4. 1931, d. 11.7. 2019. Foreldrar
Hönnu voru Sólveig Þorsteinsdóttir,
f. 31.7. 1915 í Hafnarfirði, d. 15.5.
1998, og Karl Guðmundsson, sjó-
maður Ólafsvík, f. 7.10. 1909, d. 8.10.
1986.
Börn Hönnu og Magnúsar eru: 1)
Sveinn, f. 4. 9. 1957, verkefnastjóri
öryggisíbúða Eirar, hjúkrunarheim-
ilis. Börn hans með Sólveigu A.
Skúladóttur eru Magnús Leifur
Magnús L. Sveinsson verkalýðsforingi – 90 ára
Æskuslóðirnar „Hluti fjölskyldu minnar á gamla bæjarstæðinu á Uxahrygg
í maí 2020 með Þríhyrning og Eyjafjallajökul í baksýn.“
Í ólgusjó verkalýðsmálanna
Hjónin Magnús og Hanna á skíðum í
Austurríki í febrúar 2004. Magnús
er mikill útivistarmaður.
1943 Magnús tólf ára við Þverá
norðan við Uxahrygg með bílinn
sinn góða, sem hann smíðaði.
Til hamingju með daginn
50 ÁRA Hafdís fæddist í Eyjum en flutti tveggja mánaða til Írans og bjó
þar í rúmlega 7 ár, en faðir hennar var að vinna þar fyrir danskt verktakafyr-
irtæki. Eftir hálft ár í Danmörku fluttist fjölskyldan til Hafnarfjarðar, en
Hafdís hefur búið þar nánast allar götur síðan. Hafdís er viðskiptafræðingur
frá HÍ og hefur unnið sem fjármálastjóri hjá Saltkaup frá 2012, en vann áður
hjá KPMG, Apal og Kemi. „Ég vann í 9 sumur við að malbika og fannst erfitt
að vinna á skrifstofu fyrstu sumrin eftir að ég hætti því mér líður hvergi bet-
ur en úti. Hafdís æfði skíði þegar hún var yngri, en valdi síðan körfubolta.
„Ég stundaði körfubolta í mörg ár, lengst með Haukum en líka Grindavík og
ÍS, og á nokkra landsleiki. Hafdís æfði líka með skokkhópi Hauka fyrir
nokkrum árum, en nokkrar úr þeim hóp eru núna að ganga saman. „Ég nýt
ég þess að ganga í náttúrunni og á fjöll. Hef eitthvað verið að prófa mig
áfram í golfi og finnst líka gaman að taka hring á gönguskíðum. Svo hefur öll
fjölskyldan gaman af ferðalögum.
FJÖLSKYLDA
Eiginmaður Hafdísar er Marel Örn Guðlaugsson og þau eiga synina,
Magna, f. 1998, Aron Frey, f. 2000 og Ævar Örn, f. 2006. „Við eigum líka tvo
engla, hana Evu Vigdísi, f. 2004 og Ósk, f. 2008.“
Hafdís Hafberg