Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 49

Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Kórinn: HK – KA.................................... L17 Samsungv.: Stjarnan – Leiknir R .... L19.15 Würth-völlur: Fylkir – FH ............... L19.15 Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR .... S19.15 Víkingsv.: Víkingur R. – Keflavík..... S19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: KA-heimilið: KA/Þór – Valur ........... L13.30 TM-höllin: Stjarnan – ÍBV ............... L13.30 Kaplakriki: FH – Fram..................... L13.30 Kórinn: HK – Haukar ....................... L13.30 Undankeppni EM karla Ásvellir: Ísland – Ísrael .......................... S16 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: DHL-höllin: KR – Breiðablik ................ L16 Blue-höllin: Keflavík – Fjölnir .............. L16 Ásvellir: Haukar – Valur........................ L17 Borgarnes: Skallagrímur – Snæfell ...... S16 Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Njarðtaksgryfja: Njarðvík – Þór Ak S18.15 DHL-höllin: KR – Grindavík ............ S19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík S20.15 UM HELGINA! Olísdeild karla ÍBV – Selfoss ........................................ 26:27 FH – Stjarnan....................................... 30:30 Þór – Haukar ........................................ 17:36 ÍR – Grótta............................................ 26:32 Staðan: Haukar 17 14 1 2 494:402 29 FH 17 10 4 3 505:465 24 Selfoss 17 9 2 6 441:424 20 ÍBV 17 9 1 7 491:469 19 Stjarnan 17 8 3 6 478:465 19 Valur 17 9 1 7 485:459 19 Afturelding 16 9 1 6 425:424 19 KA 16 6 5 5 423:416 17 Fram 17 7 2 8 440:439 16 Grótta 17 4 4 9 434:447 12 Þór Ak. 17 4 0 13 385:470 8 ÍR 17 0 0 17 398:519 0 Undankeppni EM karla 3. riðill: Færeyjar – Tékkland........................... 27:26 _ Rússland 8, Tékkland 5, Úkraína 5, Fær- eyjar 2. 8. riðill: Svartfjallaland – Svíþjóð ..................... 22:34 _ Svíþjóð 10, Svartfjallaland 4, Kósóvó 3, Rúmenía 3. E(;R&:=/D _ Sveindís Jane Jónsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu, fór meidd af velli í fyrri hálfleik þegar lið hennar Kristianstad sigraði Växjö á útivelli, 1:0, í sænsku úrvalsdeildinni. Hún var borin af velli en ekki var komið á hreint í gærkvöld hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða. Sveindís hafði farið mjög vel af stað og skorað í tveimur fyrstu leikjum Kristianstad á tímabilinu. _ Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrir Le Havre gegn Evrópu- meisturum Lyon í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu. Hún minnkaði muninn í 2:1 um miðjan fyrri hálfleik en það dugði skammt því Lyon vann leikinn 5:1. Le Havre er í erfiðri stöðu á botni deildarinnar þegar þrír leikir eru eftir og fall blasir við. Berglind er marka- hæst og hefur skorað fimm af þrettán mörkum liðsins í deildinni á tíma- bilinu. _ Knattspyrnudeild Gróttu staðfesti í gær að markvörðurinn Hákon Ingi Valdimarsson gengi til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Elfsborg í sumar. Hákon er 19 ára en hefur verið aðal- markvörður Gróttu í þrjú ár og lék alla leiki liðsins í úrvalsdeildinni í fyrra. Hann gæti leikið með Gróttu í 1. deild- inni til 1. júlí. Eitt ogannað HANDBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Einar Örn Sindrason reyndist hetja FH þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn í 17. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeild- arinnar, í Kaplakrika í gær. Leiknum lauk með 30:30-jafntefli en Einar Örn skoraði jöfnunarmark FH-inga á lokasekúndum leiksins. Jafnræði var með liðunum allan leikinn en Stjarnan leiddi 27:26 þeg- ar fimm sekúndur voru til leiksloka og þá tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé. Garðbæingar hófu sókn að nýju en á einhvern óskiljanlegan hátt tókst þeim að kasta boltanum frá sér, FH- ingar brunuðu í sókn og jöfnuðu. Pétur Árni Hauksson og Björgvin Hólmgeirsson skoruðu átta mörk hvor fyrir Stjörnuna en Ásbjörn Friðriksson var markahæstur FH- inga með sjö mörk. Bæði lið þurftu nauðsynlega á tveimur stigum að halda en FH er í harðri baráttu við Hauka um deild- armeistaratitilinn á meðan Stjarnan er í harðri baráttu um sæti í úrslita- keppninni. FH er með 24 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum minna en Haukar, en Stjarnan er í fimmta sætinu með 19 stig líkt og ÍBV, Val- ur og Afturelding. _ Hergeir Grímsson átti stórleik fyrir Selfoss þegar liðið styrkti stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni með 27:26-sigri gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. Hergeir gerði sér lítið fyrir og skoraði níu mörk, þar af sjö úr víta- köstum, en Hákon Daði Styrmisson var markahæstur Eyjamanna með tólf mörk, þar af sjö úr vítaköstum. Jafnræði var með liðunum allt þangað til fimm mínútur voru til leiksloka þegar Selfyssingar náðu fjögurra marka forskoti, 26:22, og ÍBV tókst ekki að snúa leiknum sér í vil eftir það. Selfyssingar fara með sigrinum upp í þriðja sæti og eru nú með 20 stig, einu stigi meira en ÍBV. Það munar aðeins fjórum stigum á Selfossi og KA, sem er í áttunda sæti sem gefur jafnframt sæti í úrslita- keppninni, en Akureyringar eiga leik til góða á liðin fyrir ofan. _ Þá virðist fátt geta komið í veg fyrir að Haukar verði deildarmeist- arar en liðið gjörsigraði Þór frá Ak- ureyri þegar liðin mættust í Höllinni á Akureyri. Leiknum lauk með 19 marka sigri Hauka, 36:17, en Haukar leiddu með níu mörkum í hálfleik, 18:9. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur Hauka með sjö mörk en Karolis Stropus var atkvæða- mestur Hauka með fimm mörk. Haukar eru með 29 stig og fimm stiga forskot á nágranna sína í FH þegar fimm umferðir eru eftir af tímabilinu. Þórsarar eru áfram í ellefta og næstneðsta sæti með 8 stig. _ Grótta fjarlægðist botnsvæðið með sex marka sigri gegn ÍR í Aust- urbergi í Breiðholti. Leiknum lauk með 32:26-sigri Gróttu en eftir jafnan fyrri hálfleik náðu Seltirningar yfirhöndinni í síð- ari hálfleik og sigldu sigrinum heim af öryggi. Stefán Huldar Stefánsson átti stórleik á milli stanganna hjá Gróttu og varði 17 skot en Daníel Örn Griffin var markahæstur Gróttu- manna með sjö mörk. Grótta fer með sigrinum í 12 stig í tíunda sæti og er nú fjórum stigum frá fallsæti. ÍR-ingar eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar án stiga og fallnir úr deildinni. Köstuðu frá sér sigrinum - Selfyssingar gerðu góða ferð til Eyja - Seltirningar fjarlægðust botnsvæðið Morgunblaðið/Eggert Glíma Hafnfirðingurinn Leonharð Þorgeir Harðarson í harðri baráttu við Garðbæingana Hrannar Braga Eyjólfsson og Dag Gautason í Kaplakrika. Breiðablik tryggði sér sæti í úrvals- deild karla í körfuknattleik með því að sigra Sindra, 99:79, í toppslag á Hornafirði í gærkvöld. Blikar eru með 24 stig og eiga einn leik eftir og keppinautar þeirra geta ekki náð þeim lengur. Sindri var eina liðið sem átti mögu- leika á að standa í vegi fyrir Kópa- vogsliðinu fyrir leikina í gærkvöld. Hin átta liðin í deildinni fara síð- an í umspil um eitt sæti í úrvals- deildinni. Árni Elmar Hrafnsson skoraði 26 stig fyrir Breiðablik í gærkvöld og Samuel Prescott 16. Breiðablik í úrvalsdeildina Morgunblaðið/Hari Þjálfarinn Pétur Ingvarsson er kominn með Blikana upp. Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik lýkur undankeppni Evr- ópumótsins á Ásvöllum í Hafnar- firði á morgun þegar það mætir Ísrael í lokaleiknum klukkan 16. Fyrir síðustu umferðina eru Portú- gal með 8 stig og Ísland með 6 stig komin á EM. Litháen er með 4 stig og Ísrael 2 stig. Litháar sækja Portúgala heim en þeir eiga enn möguleika á EM-sæti með sigri þar. Vinni Litháar í Portúgal tryggir Ís- land sér sigur í riðlinum með því að vinna Ísrael og um leið sæti í betri styrkleikaflokki. Nær Ísland efsta sætinu aftur? Ljósmynd/HSÍ Víti Ómar Ingi Magnússon skorar í fyrri leik liðanna í Tel Aviv. KÖRFUBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Keflavík er deildarmeistari karla í körfuknattleik 2021 eftir 95:87 sigur gegn KR í 19. umferð úrvalsdeild- arinnar, Dominos-deildarinnar, í Blue-höllinni í Keflavík í gær. KR-ingar voru með frumkvæðið framan af en þegar rúmlega fjórar mínútur voru til leiksloka kom Dom- inykas Milka Keflvíkingum yfir í fyrsta sinn í langan tíma, 79:77. KR-ingum tókst að minnka mun- inn í þrjú stig þegar mínúta var til leiksloka, 87:90. Calvin Burks jr. setti þá niður tvö vítaskot í röð og Deane Williams gerði út um vonir KR-inga með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. Keflavík er því deildarmeistari í fyrsta sinn í þrettán ár en liðið varð síðast deildarmeistari árið 2018. Lið- ið hefur aðeins tapað tveimur leikj- um á tímabilinu, báðum á útivelli, en liðið er með 34 stig í efsta sæti deild- arinnar. KR-ingar eru hins vegar í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, líkt og Valur, en Tindastóll og Grindavík koma þar á eftir með 18 stig og því ljóst að það stefnir í harða baráttu um heimavallarréttinn í úr- slitakeppninni. Þá átti Styrmir Snær Þrastarson stórleik fyrir Þór frá Þorlákshöfn þegar liðið stöðvaði sigurgöngu Vals í Icelandic Glacial-höllinni í Þorláks- höfn. Leiknum lauk með 98:96-sigri Þórsara en Styrmir Snær var með tvöfalda tvennu, skoraði 24 stig og tók tíu fráköst. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann en aðeins munaði einu stigi á liðunum þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka. Þórsarar endurheimtu annað sæti deildarinnar með sigrinum og eru með 26 stig, líkt og Stjarnan. Valsmenn höfðu unnið sex leiki í röð fyrir leik gærdagsins en liðið er með 20 stig í fjórða sæti deild- arinnar, sex stigum minna en Stjarnan og Þór. Morgunblaðið/Skúli B. Sig Meistarar Hörður Axel Vilhjálmsson og Ágúst Orrason hefja deildarbik- arinn á loft eftir sigur gegn Íslandsmeisturum KR í Keflavík í gær. Biðin loks á enda í Keflavík - Þórsarar stöðvuðu sigurgöngu Vals

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.