Þjóðmál - 01.03.2016, Page 7

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 7
AF VETTVANGI STJÓRNMÁLANNA Björn Bjarnason Stjórnarskrárbreytingar - uppnám meðal pírata og Samfylking í sárum Nokkrum tíðindum sætir að náðst hefur samkomulag í stjórnarskrárnefnd allra flokka undirformennsku Páls Þórhallssonar, skrifstofustjóra löggjafarmálefna í forsætis- ráðuneytinu. Samkomulagið er um þrjú efnisatriði: umhverfismál, náttúruauðlindir og þjóðaratkvæðagreiðslur. Um nokkurra ára skeið hefur verið rætt um nauðsyn þess að skapa umhverfismálum og auðlindamálum sess í stjórnarskránni auk þess sem krafan um rétt kjósenda til að óska eftir þjóðaratkvæða- greiðslu um einstök löggjafarmálefni hefur einnig sett vaxandi svip á umræður undan- farinna ára. Tilkynning um hina sameiginlegu niðurstöðu í stjórnarskrárnefndinni var birt föstudaginn 19. febrúar 2016. Þegar þetta er ritað eru umræður um tillögur nefndar- innar enn á umsagnarstigi. Að því loknu fara stjórnmálaleiðtogar yfir tillögurnar og ákveða hvort og í hvaða mynd þær verða lagðar fyrir alþingi. VORHEFTI2016 5

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.