Þjóðmál - 01.03.2016, Page 8

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 8
Ljóst er af lestri hinna ítarlegu greinargerða sem fylgja hverri tillögu fyrir sig að lögð hefur verið áhersla á að færa tillögurnar í sem bestan lögfræðilegan búning og svara fræði- legum spurningum sem vakna við lestur ákvæðanna sjálfra. Nefndin sendi frá sér drög að þremur frum- vörpum. í tilkynningu hennar segir að í henni hafi verið rætt hvort flytja ætti eitt frum- varp um málið en nefndin hafi ákveðið að halda frumvörpunum aðskildum til þess að kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýju ákvæðin hefðu meira val.Tillaga nefndar- innar um málsmeðferð ber með sér að framtíð einnar greinar ræðst ekki af örlögum hinna. Komi til þjóðaratkvæðagreiðslu um þessar tillögur er unnt að styðja eina þeirra en vera á móti annarri. Hér skal engu spáð um örlög þessara tillagna. Miðvikudaginn 23. febrúar kom Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á óvart með því að lýsa sig ósammála tillögu nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu - hann hefði viljað sjá heimild fyrir ákveðinn Ijölda fólks til að óska eftir þjóðaratkvæða- greiðslu um ákveðið mál, of þröngt væri að aðeins mætti óska eftir þjóðaratkvæði um ný afgreidd lög. II. Stjórnarskrármál hafa verið á döfinni allt frá því að lýðveldisstjórnarskráin tók gildi 17. júní 1944. Harðasta og undarlegasta gagn- rýni á stjórnarskrána frá 1944 einkenndi forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. í mars 2009 flutti hún ásamt fulltrúum allra þingflokka á alþingi nema Sjálfstæðisflokks- ins tillögu um breytingar á stjórnarskránni. Efnislega snerist tillagan um þau þrjú mál sem nú hafa verið formgerð, að vísu á annan hátt en þá var. Fyrir Jóhönnu skipti tvennt mestu á þessum tíma: (1) að einangra Sjálf- stæðisflokkinn í stjórnarskrármálinu, (2) að gjörbylta stjórnarskránni á sérstöku stjórn- Tvennt skipti Jóhönnu Sigurðardóttur mestu; að einangra Sjálfstæðisflokkinn og gjörbylta stjórnarsrkánni á sérstöku stjórnlagaþingi. Mynd: Magnus Fröderberg. 6 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.