Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 12

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 12
Samfylkingin logar stafna á milli. Deilt er um menn og málefni vegna þess hve flokkurinn mælist með lítið fylgi í skoðanakönnunum (um og undir 10%). Samfylkingin var stofnuð árið 2000 til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Átökin eru svo mikil að framkvæmdastjórn flokksins sá þann kost vænstan að efnt skyldi til aukalandsfundar Samfylkingarinnar og í aðdraganda hans yrði gengið til kosninga um nýjan formann meðal allra flokksmanna. Sömu daga og forystumenn pírata tókust á fyrir opnum tjöldum um stjórnarhætti Birgittu fór fram atkvæðagreiðsla meðal þeirra á netinu um tillögu þess efnis að píratar skyldu ekki eiga aðild að ríkisstjórn þar sem ráðherrar sætu jafnframt sem þingmenn. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var birt miðvikudaginn 24. febrúar. Alls greiddu 122 atkvæði, 115 samþykktu tillöguna en 7 voru henni andvígir. Miðað við yfirlýsingar pírata um nauðsyn hollustu stjórnmálamanna við grasrótina verður að draga þá ályktun að þessi samþykkt bindi hendur þingmanna pírata að lokn- um næstu kosningum og allir sem vildu starfa með þeim í ríkisstjórn yrðu að velja utanþingsmenn í stjórnina. Tillögur um að ráðherrar sitji ekki sem alþingismenn eru ekki nýjar á nálinni. Þær hafa verið fluttar á alþingi án þess að hljóta víðtækan stuðning. Sé samþykktin í net- atkvæðagreiðslunni bindandi fyrir þingmenn pírata á næsta kjörtímabili virðast þeir dæmdir til setu utan ríkisstjórnar. IV. Samfylkingin logar stafna á milli. Deilt er um menn og málefni vegna þess hve flokkurinn mælist með lítið fylgi í skoðanakönnunum (um og undir 10%). Samfylkingin var stofnuð árið 2000 til höfuðs Sjálfstæðisflokknum. Fyrir þingkosn- ingar árið 2003 varð til bandalag Samfylkingar og Baugsmanna, eigenda Fréttablaðsins, til að bola Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokkn- um frá völdum. Aðförin mistókst en eftir kosningar 2007 mynduðu sjálfstæðismenn stjórn með Samfylkingunni. Stjórn sem sat til 1. febrúar 2009 þegar framsóknarmenn aðstoðuðu Ólaf Ragnar Grímsson við að leiða Samfylkingu (SF) og Vinstri græna (VG) til valda í minnihlutastjórn. Flokkarnir tveir SF og VG mynduðu síðan meirihlutastjórn 10. maí 2013. Nú eru átökin innan Samfylkingarinnar orðin svo mikil að 10. febrúar 2016 sá fram- kvæmdastjórn flokksins þann kost vænstan að efnt skyldi til aukalandsfundar Samfylk- ingarinnar4. júní 2016 og í aðdraganda hans yrði gengið til kosninga um nýjan formann meðal allra flokksmanna. Á aukalandsfundinum verður einnig kosinn varaformaður. Katrín Júlíusdóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar, hefur dregið sig í hlé. Flún sagðist 18. febrúar 2016 ekki ætla að bjóða sig oftar fram til þings þar sem hún hefur setið frá 2003. Helgi Hjörvar þingflokksformaður lýsti hins vegar yfir formannsframboði í samtali við Fréttablaðið 19. febrúar 2016. Hann segist jafnvel tilbúinn til að leggja niður Sam- fylkinguna til að bjarga lífi hennar og mælir með samvinnu allra stjórnarandstöðuflokk- anna í anda hugmynda Birgittu um stjórnlaga- byltingu og stutt þing. Má skilja hann svo að umræðurfari nú fram um slíkt samstarf. í tilefni af ummælum Helga sagði Birgitta samdægurs á FB-síðu sinni: „Píratar eru ekki vinstri flokkur, við erum flokkur sem einsetur sér praktískar kerfis- breytingar sem gagnast fólki sem aðhyllist allt pólitíska litrófið, þá er vert að halda til haga að það hafa ekki átt sér stað neinar óformlegar viðræður við okkur mér að vitandi eins og haft er eftir Helga Hjörvar í viðtalinu við hann í Fréttablaðinu." 10 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.