Þjóðmál - 01.03.2016, Page 16

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 16
MENNING Ólafur Egilsson „Bæn víkingsins fyrir friði" Islenskur fundarhamar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Það eru ekki allir sem vita að fundum alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna er stjórnað með fundarhamri sem íslendingar gáfu samtökunum árið 1952, þegar þau fluttu í nýreistar höfuðstöðvar sínar á bökkum Austurár í New York. Á þeim tímamótum kepptust aðildarríki SÞ við að gefa margskonar gripi, nýtilega og til fegrunar á húsakynn- um, þ.á.m. vönduð húsgögn, veggteppi o.s.frv.Tengdust margar gjafanna menningu gefenda. Fundarhamar allsherjarþingsins er úr dökkum viði gerður af Ásmundi Sveins- syni myndhöggvara (1893-1982) sem valdi honum þemað„Bæn víkingsins fyrir friði" - hamarshöfuðið stílfærður víkingur með spenntar greipar fyrir brjósti sér; einnig var á íslensku og latínu áletrunin: Með lögum skal lönd byggja/Legibus gentes sunt moderandae. Verður þetta efni að teljast einkar viðeigandi, rætur þess djúpt í íslenskri og norrænni menn- ingu um leið og hamarinn er þannig vígður höfuðhlutverki Sameinuðu þjóðanna - vernd heimsfriðar. ThorThors sendiherra og fyrsti fastafull- trúi íslands hjá SÞ afhenti hamar Ásmundar nýkjörnum forseta allsherjarþingsins, kanadíska ráðherranum Lester B. Pearson, hinn 14. október 1952 að viðstöddum aðalritara/framkvæmdastjóra samtakanna, NorðmanninumTrygve Lie. Setti þvínæst Pearson, sem var einn af þekktustu mönnum á alþjóðasviði þessa tíma, fyrsta fund allsherjar- þingsins þetta haust - og mælti: „Ég hefsett þennan fund með hamri sem verið var að gefa Sameinuðu þjóðunum af ríkisstjórn íslands, lands þar sem frjáls og lýðræðisleg stjórn hefur ríkt öldum saman". Annan fundarhamar gáfu íslendingar einnig samtökunum. Var sá mótaður og skorinn út af Ríkarði Jónssyni myndhöggvara og myndskurðarmeistara (1888-1977) í Ijósan 14 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.