Þjóðmál - 01.03.2016, Side 20

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 20
Frumvarp til laga um húsnæðisbætur: Falleinkunn Umsögn skrifstofu opinberra f]ármála, sem er innan veggja Ijármálaráðuneytisins, um frumvarp til laga um húsnæðisbætur, er óvenjulega harðorð. Gagnrýnin er skýr. Enginn sem les umsögnina getur farið í grafgötur með að sérfræðingar fjármálaráðuneytisins eru fullir efasemda um ágæti frumvarpsins, svo ekki sé meira sagt: • Aukinn ríkisstuðningur við leigjendur við núverandi aðstæður á leigumarkaði mun að öllum líkindum leiða til hækkun- ar á leiguverði, sem kynni að skila meiri ábata fyrir leigusala en fyrir leigjendur, auk þess sem sveitarfélög kynnu að draga úrsínum sérstöku húsaleigubótum. • Greining á nýjum húsnæðisbótum gefur til kynna að hlutfallslega verður aukn- ing á niðurgreiðslu húsaleigu meiri eftir því sem tekjur heimila eru hærri. Ekki verður séð að sú útkoma væri í samræmi við markmið frumvarpsins um að auka stuðning við efnaminni einstaklinga og fjölskyldur. • Ekki verður séð að það sé sá munur á stuðningi við leigjendur í núverandi húsaleiguþótakerfi og eigendur íbúðarhúsnæðis í núverandi vaxtabóta- kerfi sem gengið er út frá í frumvarpinu. Þannig eru meðalhúsaleigubætur í núverandi kerfi yfirleitt hærri en vaxta- Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra. bætur hjá tekjulægri heimilum með börn og mun sá munur aukast með upptöku á nýju húsnæðisbótakerfi. Nýja kerfið mun auka talsvert styrki til barnlausra hjóna og barnlausra einstakl- inga sem leigja en í þeim tilvikum hefur stuðningurinn í vaxtabótakerfinu verið umtalsvert meiri en í húsaleigubóta- kerfinu. • Frumvarpið felur í sér þá grundvallar- breytingu að framkvæmd almennra húsaleigubóta verði færð til ríkisins. Framkvæmd á húsnæðisstyrkjum til leigjenda verður á tveimur stjórnsýslu- stigum með auknum rekstrarkostnaði og flóknara ferli fyrir hluta bótaþega. • Ekki liggur fyrir viðhlítandi samkomulag um breytingar varðandi fjárstreymi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til fjármögn- unará núverandi kerfi. Aukinn ríkisstuðningur mun að öllum líkindum leiða til hækkunar á leigu- verði, sem kynni að skila meiri ábata fyrir leigusala en fyrir leigjendur. Niðurgreiðsla húsaleigu verður því meiri sem tekjur eru hærri. Ferlið verður flóknara og dýrara á tveimur stjórnsýslustigum. 18 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.