Þjóðmál - 01.03.2016, Side 22
Aðförin að séreignastefnunni hefur skilað töluverðum árangri. Frá árinu 2007
hefur heimilum í leiguhúsnæði fjölgað umtalsvert. Líkurnar á því að vera á
leigumarkaði eru því meiri sem ráðstöfunartekjur eru lægri.
miklum bótagreiðslum sem brengla allar
ákvarðanir.
Láglaunafólk á leigumarkaðinn
Aðförin að séreignastefnunni hefur skilað
töluverðum árangri. Æ fleiri leita inn á
leigumarkaðinn, ekki síst á almennan leigu-
markað.
Frá árinu 2007 hefur heimilum í leiguhús-
næði fjölgað umtalsvert. Það ár voru 15,4%
heimila í leiguhúsnæði en 24,7% árið 2014.
Auk þess býr lítill hluti í endurgjaldslausu
leiguhúsnæði.
Líkurnar á því að vera á leigumarkaði eru
því meiri sem ráðstöfunartekjur eru lægri. í
félagsvísum Hagstofunnar (nóvemþer 2015)
kemur fram að árið 2014 þjó 37,4% fólks á
lægsta tekjubili í leiguhúsnæði. Árið 2007
var þetta hlutfall 21,7%. Það hefur því orðið
gríðarleg fjölgun leigjenda meðal þeirra sem
lægstu tekjurnar hafa. Langflestir hafa þurft
að leita inn á almennan leigumarkað eða
22,3% en 2007 var hlutfallið aðeins 8,4%.
Liðlega 15% þeirra sem lægstu launin hafa
eru í félagslegum leiguíbúðum.
Opinber húsnæðisstefna, þar sem gríðar-
legum fjármunum hefur verið varið í vaxta-
bætur, húsaleigubætur og til að bjarga
íbúðalánasjóði, hefur því orðið til þess að
láglaunafólk hefur þurft að leita á náðir
leigumarkaðsins. Og ungt fólk er orðið að
leiguliðum. Rétt liðlega 18% fólks á aldrinum
25 til 34 ára var á leigumarkaði (almennum
og félagslegum) árið 2007. Árið 2014 var
þetta hlutfall komið upp í 35,5%.
Auðvitað spila efnahagslegar þrengingar
inn í, en mestu ræður markviss stefna þar
sem dregið hefur verið úr raunverulegum
valkostum einstaklinga og fjölskyldna.
Úr vörn í sókn
Stjórnmálamenn sem telja eignastefnu
stórhættulega vinna aldrei að lausnum á
fjárhagslegum vandræðum heimilanna vegna
íbúðakaupa. Slíkir stjórnmálamenn tryggja
ekki nægjanlegt framboð á íbúðalóðum á
hagstæðu verði. Þeir smíða ekki bygginga-
reglugerðir eða aðrar reglur þannig að hægt
sé að byggja ódýrar íbúðir fyrir unga sem
eldri. Þeir eru sannfærðir um nauðsyn þess að
flármunum ríkissjóðs sé fremur varið í að efla
leiguliðastefnu en séreignastefnu.
Eitt stærsta verkefni borgaralegra stjórn-
málamanna er að snúa vörn í sókn og gefa
einstaklingum raunverulega valkosti í hús-
næðismálum í stað þess að þvinga þá til að
gerast leiguliðar. Séreignastefnan er hluti af
frelsisstefnu sem gefur almennu launafólki
tækifæri til eignamyndunar.
Það er djúpstæð sannfæring mín að gera
eigi sem flestum kleift að verða eignamenn
og tryggja þannig fjárhagslegt sjálfstæði
þeirra. Fáar skyldur stjórnmálamanna eru
mikilvægari en að stuðla að fjárhagslegu
öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Þess
vegna er ekki hægt að samþykkja frumvarp
húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbætur.
20 ÞJÓÐMÁL