Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 22

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 22
Aðförin að séreignastefnunni hefur skilað töluverðum árangri. Frá árinu 2007 hefur heimilum í leiguhúsnæði fjölgað umtalsvert. Líkurnar á því að vera á leigumarkaði eru því meiri sem ráðstöfunartekjur eru lægri. miklum bótagreiðslum sem brengla allar ákvarðanir. Láglaunafólk á leigumarkaðinn Aðförin að séreignastefnunni hefur skilað töluverðum árangri. Æ fleiri leita inn á leigumarkaðinn, ekki síst á almennan leigu- markað. Frá árinu 2007 hefur heimilum í leiguhús- næði fjölgað umtalsvert. Það ár voru 15,4% heimila í leiguhúsnæði en 24,7% árið 2014. Auk þess býr lítill hluti í endurgjaldslausu leiguhúsnæði. Líkurnar á því að vera á leigumarkaði eru því meiri sem ráðstöfunartekjur eru lægri. í félagsvísum Hagstofunnar (nóvemþer 2015) kemur fram að árið 2014 þjó 37,4% fólks á lægsta tekjubili í leiguhúsnæði. Árið 2007 var þetta hlutfall 21,7%. Það hefur því orðið gríðarleg fjölgun leigjenda meðal þeirra sem lægstu tekjurnar hafa. Langflestir hafa þurft að leita inn á almennan leigumarkað eða 22,3% en 2007 var hlutfallið aðeins 8,4%. Liðlega 15% þeirra sem lægstu launin hafa eru í félagslegum leiguíbúðum. Opinber húsnæðisstefna, þar sem gríðar- legum fjármunum hefur verið varið í vaxta- bætur, húsaleigubætur og til að bjarga íbúðalánasjóði, hefur því orðið til þess að láglaunafólk hefur þurft að leita á náðir leigumarkaðsins. Og ungt fólk er orðið að leiguliðum. Rétt liðlega 18% fólks á aldrinum 25 til 34 ára var á leigumarkaði (almennum og félagslegum) árið 2007. Árið 2014 var þetta hlutfall komið upp í 35,5%. Auðvitað spila efnahagslegar þrengingar inn í, en mestu ræður markviss stefna þar sem dregið hefur verið úr raunverulegum valkostum einstaklinga og fjölskyldna. Úr vörn í sókn Stjórnmálamenn sem telja eignastefnu stórhættulega vinna aldrei að lausnum á fjárhagslegum vandræðum heimilanna vegna íbúðakaupa. Slíkir stjórnmálamenn tryggja ekki nægjanlegt framboð á íbúðalóðum á hagstæðu verði. Þeir smíða ekki bygginga- reglugerðir eða aðrar reglur þannig að hægt sé að byggja ódýrar íbúðir fyrir unga sem eldri. Þeir eru sannfærðir um nauðsyn þess að flármunum ríkissjóðs sé fremur varið í að efla leiguliðastefnu en séreignastefnu. Eitt stærsta verkefni borgaralegra stjórn- málamanna er að snúa vörn í sókn og gefa einstaklingum raunverulega valkosti í hús- næðismálum í stað þess að þvinga þá til að gerast leiguliðar. Séreignastefnan er hluti af frelsisstefnu sem gefur almennu launafólki tækifæri til eignamyndunar. Það er djúpstæð sannfæring mín að gera eigi sem flestum kleift að verða eignamenn og tryggja þannig fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Fáar skyldur stjórnmálamanna eru mikilvægari en að stuðla að fjárhagslegu öryggi einstaklinga og fjölskyldna. Þess vegna er ekki hægt að samþykkja frumvarp húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbætur. 20 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.