Þjóðmál - 01.03.2016, Side 24

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 24
fyrsta sinn. Þetta hefði verið hægt með því að leggja þeim til eigið fé. Miðað við 30 milljón króna eign hefði ríkissjóður haft bolmagn til að leggja fram 20% eigið fé (sex milljónir króna) til yfir 40 þúsund íbúðakaupenda. (í þessu sambandi má benda á að árið 2015 fengu tæplega 38 þúsund greiddar vaxtabætur vegna tekjuársins 2014, samkvæmt upplýsingum sem komu fram íTíund tímariti Ríkisskattstjóra). Með öðrum orðum: Ríkið hefði getað afhent 41 þúsund fjölskyldum sem keyptu sína fyrstu íbúð ígildi 20% eiginfjár. Eignamyndun þessara fjölskyldna hefði orðið hröð og fjárhagsleg staða þeirra allt önnur og sterkari. Með þessu hefði almenningurorðið að eignafólki en ekki bótaþegum sem bíða eftir vaxtabótum á hverju ári en neyðast síðan til að gerast leiguliðar í nafni„félagslegs réttlætis". Gjörbreytir stöðu heimilanna Bein eiginfjárframlög gjörbreyta fjárhagslegri stöðu þeirra sem ráðast í að eignast eigið húsnæði. Sex milljónum króna lægri skuldir auka ráðstöfunartekjur íbúðakaupenda um liðlega 600 þúsund krónur á ári að meðaltali sé miðað við 35 ára húsnæðislán á 4,5% vöxtum og 3,5% verðbólgu. Ef verðbólgan verður meiri skiptir eigin fjárframlagið enn meira máli. Dæmi: f stað sex milljóna eiginfjárframlags verður fjölskylda að taka sex milljónir króna í viðbótarlán til aðfjármagna kaupin. Fjölskyldan þarf að greiða í hverjum mánuði að meðal- tali 53 þúsund í afborganir, vextir og verðbætur miðað við 35 ára lán, fyrrnefnda vexti og verðbólgu. Þegar upp er staðið verður fjölskyldan búin að greiða alls 22,3 milljónir króna, þ.e. höfuðstólinn, vexti og verðbætur: krónur Vextir......................... 5.462.232,- Verðbætur..................... 10.784.781,- Samtals....................... 16.247.013,- Höfuðstóll .................... 6.000.000,- Heildargreiðsla............... 22.247.013,- Þannig hlýtur stefna stjórnvalda í húsnæðismálum fyrst og síðast að miða að því að tryggja að einstaklingar leggi í stærstu fjárfestingu lífsins - íbúðakaupa - með sem mest eigið fé. í framtíðinni þurfa þeir ekki að treysta á niðurgreiðslu vaxta í formi vaxtabóta. 22 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.