Þjóðmál - 01.03.2016, Side 29

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 29
gaumgæfilega hvort kref}ast skuli lagalegs aðskilnaðartiltekinna sérlegra áhættusamra starfsþátta frá þeim rekstri bankanna sem tekur við innlánum ef þeir starfsþættir eru verulegur hluti af rekstri banka." Alþingi hefur sýnt málefninu áhuga. Allt frá árinu 2003 hafa þingmenn lagt fram þingsályktunartillögur sem miða að aðskiln- aði viðskipta- og fjárfestingabanka. Nýjasta þingsályktun þessa efnis var lögð fram í september 2015 af Ögmundi Jónassyni ásamt sjö þingmönnum.1 Því miður hefur tillagan ekki komist til fyrstu umræðu en haustið 2012 komst sambærileg tillaga til efnahags- og viðskiptanefndar sem ályktaði einróma að ráðherra ætti að skipa nefnd til að kanna hvort og þá með hvaða hætti megi aðskilja viðskiptabanka og fjárfestingarbanka með það að markmiði að lágmarka áhætt- una af rekstri banka fyrir þjóðarbúið. Þrátt fyrir góða samstöðu í nefndinni dagaði málið uppi í þinginu. í umsögn Fjármálaeftirlitsins um tillöguna stendur meðal annars: „Það er ekki til þess fallið að styrkja ímynd og traust íslenskra fjármálafyrirtækja, ef þau starfa samkvæmt lögum sem fela í sér veruleg frávik frá þeirri löggjöf sem er í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu... í því samhengi má nefna að fjármálafyrirtæki með höfuðstöðvar utan íslands, sem bjóða þjónustu sína hér á landi í samræmi við starfsleyfi heimalands síns, myndu að öllum líkindum ekki þurfa að lúta sérákvæðum íslenskra laga ef í þeim felast veruleg frávik frá evrópskri fjármálalöggjöf. Þetta gæti skekkt sam- keppnisstöðu íslenskra fjármálafyrirtækja." Síðan þessi umsögn var sett fram hefur margt breyst og hugsanlega mætti nú, í Ijósi vandamála fjármálakerfis Evrópska efnahags- svæðisins, efast um að regluverk EES sé til þess fallið að styrkja ímynd (slands. Hvað varðar samkeppnisstöðuna, virðast 1 Sjá 147. mál, þát. aðskilnaður starfsemi fjárfest- ingarbanka og viðskiptabanka, 154 löggjafarþing. 2015 Ögmundur Jónasson ofl. Bankamaður i góðum gir. Frosti Sigurjónsson segirað þótt ýmsu íregluverki um starfsemi bankanna hafi verið breytt stundi íslenskir viðskiptabankar áhættusama fjárfestinga- bankastarfsemi á ábyrgð ríkisins erlendir stórbankar nú þegar hafa nokkra yfirburði í erlendum lánum til íslenskra útflutningsfyrirtækja og þótt viðskiptabönk- um verði bannað að stunda fjárfestinga- bankastarfsemi mun það vart breyta öðru en því að áhætta ríkisins myndi minnka verulega. I umsögn Seðlabanka stendur meðal annars: „Ekki má útiloka að nefndin gæti komist að þeirri niðurstöðu að einhverjartakmarkanir, á starfsemi innlánsstofnana séu æskilegar, en ekki fullur aðskilnaður hefðbundinnar starfsemi viðskipta- og fjárfestingarbanka. Almennt snýst viðfangsefnið um að koma VORHEFTI2016 27

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.