Þjóðmál - 01.03.2016, Page 31

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 31
ísland gæti þurft að bíða lengi eftir því að Bandaríkin, Bretland eða Evrópusambandið leggi til aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfest- ingabankastarfsemi. Hagsmunir stórra banka standa gegn því að skiptingin verði færð í lög og þessir bankar hafa ótal erindreka á sínum snærum sem tala um fyrir stjórnvöldum í þessum ríkjum. Líklega þarf stærra fjármála- hrun áður en stjórnvöld í þessum ríkjum taka af skarið. Að mínu mati vega rökin fyrir því að banna viðskiptabönkum að stunda fjárfestinga- bankastarfsemi mun þyngra en mótrökin. Með fullum aðskilnaði er komið í veg fyrir að ríkissjóður sé í ábyrgð fyrir áhættusömum flárfestingabankaverkefnum. Auk þess myndi draga úr hagsmunaárekstrum, samkeppni yrði jafnari og bankar sem nú eru of stórir myndu minnka. Frosti Sigurjónsson er þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Annaðhvort eða... Eitt af einkennum þjóðmálaumræðunnar er að fólki hættir til að hugsa í annaðhvort eða... Nú er Boris Johnson, þingmaðurog borgarstjóri Lundúna með meiru, kominn í fylkingarbrjóst þeirra sem vilja að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Gott og vel, en það þýðir samt ekki að honum sé í nöp við Evrópusambandið. Eitt sinn tók hann sérstaklega fram í viðtali að hann væri Evrópu- sinni:„Ég vil sannarlega evrópskt samfélag þar sem maður getur hámað í sig croissant, drukkið dýrindis- kaffi, lært erlend tungumál og almennt notið ásta með erlendum konum." Þegar uppgangur bankanna var hvað mestur í aðdraganda hrunsins birtist viðtal við einn frammámanna bank- anna sem sagði áliðnað og sjávarútveg óspennandi, þar sem arðsemin væri lítil. En fyrirtæki í áliðnaði og sjávar- útvegi stóðu bankakreppuna BorisJohnson af sér og skiluðu miklum gjaldeyristekjum í þjóðar- búið þegar mest lá við. í Egilssögu ertraustri afkomu Skallagríms lýst þannig:„Stóð þá mörgum fótum fjárafli Skallagríms." Nú er uppgangur í ferða- þjónustu og er það vel. Þar varðar miklu að innviðir hafa byggst upp á liðnum áratugum í kringum grunn- atvinnuvegi á borð við sjávarútveg og orkuiðnað. En gróskan í ferðaþjónustu dregur ekki úr vægi annarra greina. Þvert á móti styrkir það og breikkar grundvöll efnahagslífsins að hafa margar stoðir undir gjald- eyrisöflun þjóðarinnar. í skýrslu Hagfræðistofn- unar frá árinu 2009 segir: „Áratuga reynsla íslendinga af einhæfum útflutningi sjávarafurða með tilheyrandi sveiflum, bæði vegna afla- brests heima og verðsveiflna á erlendum mörkuðum, undirstrikar mikilvægi þess að búa við stöðugt gengi. Almennt gildir sú regla að því fjölbreyttari sem útflutningur er því minni verða ófyrirséðar sveiflur á verðmæti hans." Hvort tveggja og rúmlega það. Pistill eftir Pétur Blöndal sem birtist í Viðskiptablaðinu 25. febrúar2016. VORHEFTI2016 29

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.