Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 38

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 38
Ekki er nóg með, að hér sé í fyrsta sinn kominn fram á sjónarsviðið samkeppnishæfur valkostur við jarðefnaeldsneyti til raforkuvinnslu, heldur verður líka unnt að klæðskera- sauma stærð raforkuversins við þarfir á hverjum stað, sem dregur úr þörfinni fyrir mikla raforkuflutninga á milli landshluta, svo að ekki sé nú minnst á rándýra flutninga á milli landa um sæstrengi. Þetta dregur enn úr álagi á umhverfið og dregur úr kostnaði við raforku frá þóríum-verunum. samanburðar er uppsett afl virkjana á íslandi um 2,5 GW og hagkvæmt virkjanlegt afl er stundum talið nema rúmlega 6 GW. Þetta nýja afl er líka rétt að setja í samhengi við öflugasta gróðurhúsavaldinn, kolakynt raforkuver. Árið 2000 nam uppsett afl þeirra 1132 GW í heiminum, en árið 2014 hafði afkastageta þeirra aukist meira en nokkru sinni áður á jafnlöngu tímabili, eða upp í 1980 GW, sem er aukning um 848 GW á 14 árum eða meira en 5% á ári. Þessi þróun mála sýnir í hnotskurn árangursleysi þeirrar aðferðarfræði, sem beitt hefur verið, og hvað það þýðir að bjóða þjóðum heims ekki upp á neina raunhæfa valkosti við kolefnisspúandi raforkuver. Kolakynt orkuver sjá heiminum um þessar mundirfyrir41% af raforku sinni og 30% af heildarorkuþörfinni. Á næsta áratugi verður unnt að stöðva fjölgun þeirra með þessari nýju tækni, og á áratuginum 2031-2040 verður unnt að afnema öll kolakynt orkuver að uppsettu afli um 2000 GW og að auki að að loka olíukyntum raforkuverum upp á 600 GW og auka við framleiðslugetu heimsins um 1000 GW með þessari nýju tækni. Árið 2040 verður þannig hægt að helminga losun gróðurhúsalofttegunda úr um 40 Gt/ár C02 árið 2015 í um 20 Gt/ár C02, sem er svipuð losun og var árið 1970. Með þessu móti gæti tekist að halda hlýnun jarðar innan 2°C, en ekki innan 1,5°C, nema meira komi til. Hvað mun þessi nýja raforka frá þóríum- kjarnorkuverum kosta ? „Menn reikna með, að hún verði ódýrari en úr kolaorkuverum og verðið verði vel undir 30 USD/MWh í upphafi. Þegarfjöldafram- leiðsla verður komin í gagnið, er áætlað, að verðið verði undir 10 USD/MWh. Það gæti vel gerstfyrir2030."4 Til samanburðar er meðalorkuverð frá íslenskum orkuverum um þessar mundir á rúmlega 30 USD/MWh. Ekki er nóg með, að hér sé í fyrsta sinn kominn fram á sjónarsviðið samkeppnis- hæfur valkostur við jarðefnaeldsneyti til raforkuvinnslu, heldur verður líka unnt að klæðskerasauma stærð raforkuversins við þarfir á hverjum stað, sem dregur úr þörfinni fyrir mikla raforkuflutninga á milli landshluta, svo að ekki sé nú minnst á rándýra flutninga á milli landa um sæstrengi. Þetta dregur enn úr álagi á umhverfið og dregur úr kostnaði við raforku frá þóríum-verunum. Framagreint orkuverð er vinnslukostnaður við virkjun fyrir stórnotanda með stöðugt álag. Sé tekið mið af aðstæðum á íslandi, má reikna með, að verðið til almennings muni þá nema um 9 kr/kWh frá fjöldaframleiddum Þóríum-raforkuverum, og er það aðeins 55 % af núverandi raforkuverði til almennings á íslandi (16,5 kr/kWh). í Frakklandi borgar almenningur 23 kr/kWh og í Þýkalandi 42 kr/ kWh (0,30 EUR/kWh). Almenningur í Þýkalandi geldurfyrirorkustefnu ríkisstjórnarinnar, sem snýst um háar greiðslur frá hinu opinbera til eigenda vindorkugarða og sólarhlaða og stöðvun kjarnorkuvera, en síðasta þýska kjarnorkuverinu á að loka árið 2022. Þrátt fyrir gríðarlega uppbyggingu og fjárhags- stuðning standa vindorkuver Þýskalands þó aðeins undir 15% orkuvinnslunnar þar, en sé hlut vatnsorkuvera, sólarhlaða og lífmassa bætt við, hækkar þetta hlutfall í 35%. Á venju- legum vetrardegi er þýska álagið 77 GW, og koma þá um 50 GW frá jarðefnaeldsneyti. Á árabilinu 2025-2030 gætu Þjóðverjarfræði- 36 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.