Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 41

Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 41
Flugfélögin þurfa að auka mjög kaup á koltvíildiskvótum á næstu árum til að komast undir viðmiðun ESB á tímabilinu 2020-2030. Árið 2015 jókst fjöldi erlendra ferðamanna til Islands um 30% frá árinu á undan, og ekkert lát virðist enná aukningunni, svo að innan skamms stefnir /' að flug með farþega til og frá Islandi mengi meira en öll stóriðjan. umhverfisvernd, svo að ekki sé minnst á afkomu flugfélaganna og kostnað viðskipta- vina. Losun flugfélaganna er þáttur í ETS- viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, og núverandi endurgjaldslausar losunar- heimildir ETS hljóta að verða skertar umtals- vert á næsta áratugi, svo að flugfélögin munu þurfa að auka mjög kaup á koltvíildiskvótum á næstu árum til að komast undir viðmiðun ESB á tímabilinu 2020-2030. Varðandi eldsneytisnýtni flugfélaga er miðað við, hversu langt flugvélarnar komast með farþega sína á 11 (lítra) eldsneytis. Þarna skiptir sætanýtni flugfélaganna og elds- neytisnýtni hreyflanna, auk flugskipulagsins, höfuðmáli. Meðaleldsneytisnýtni flug- félaga á leiðum yfir Atlantshafið er 32 fþkm (farþegakílómetrar) á 11, sem má umreikna í 0,025 kg/fþkm. Við sleppum farþegum, sem aðeins milli- lenda hér (30% af heild), og reiknum einungis með komu- og brottfararfarþegum á íslandi, en þeir munu vafalítið fara yfir 3,0 milljónir árið 2016, og áætlum varlega, að þeir fljúgi 2500 km hvora leið. Þá mun eldsneytisnotk- un í lofti vegna þeirra líklega nema 188 kt og losun koltvíildisjafngilda að sama skapi nema um 1700 kt. Til samanburðar nemur þetta um 80% af losun orkukræfs iðnaðar árið 2013. Séu skiptifarþegar meðtaldir, verður losun flugs til og frá íslandi meiri en stóriðjunnar. Árið 2015 jókst fjöldi erlendra ferðamanna til íslands um 30% frá árinu á undan, og ekkert lát virðist enn á aukningunni, svo að innan skamms stefnir í, að flug með farþega til og frá íslandi mengi meira en öll stóriðjan. Tækniþróun er mikil hjá flugvélafram- leiðendum, og sem dæmi má taka, að flug- vélar, sem lcelandair á í pöntun til afhendingar 2018, eru 30% sparneytnari á eldsneyti en flugfloti félagsins er að meðaltali nú. Ef við hugsum okkur, að árið 2030 muni flugfélögin þurfa að kaupa kvóta eða jafna út losun sína með bindingu helmings af áætlaðri losun 2016, eru það 850 kt af C02. Að mati blekbónda gætu þau gert það með samningi við íslenska skógarbændur um ræktun á 1700 km2 gegn greiðslu um 4000 kr/t C02, eða 3,4 mia kr/ár árið 2030, þegar nægilegur skógur hefur verið ræktaður til að binda 850 kt/ár. Samgöngur á landi leika einnig stórt hlut- verk í þessu sambandi, en eru þó ekki einu sinni hálfdrættingur á við flugið sem áhrifa- valdur hérlendis á hlýnun jarðar samkvæmt framantöldu. Hönnun bílanna hefur þróast hratt undangenginn aldarfjórðung, sem liðinn erfrá viðmiðunarári Kyoto og Parísar. Taka framfarirnará sviði eldsneytissparnaðar til loftmótstöðu og þunga bílanna ásamt eldsneytisnýtni bílvélanna. Ál í bílum léttir þá og dregur úr eldsneytis- notkun. Bílaiðnaðurinn notar um þessar mundir a.m.k. 15 Mt/ár Al til framleiðslunnar. Ef öll álframleiðsla íslands, tæplega 0,9 Mt/ ár, færi til bílaiðnaðarins, þá mundi hún hlífa lofthjúpi jarðar við útblæstri 1,2 Mt/ár C02, sem er yfir 80% af losun íslensku álveranna. Þegar þess er gætt, að álið úr bílum er endur- unnið, verður Ijóst, að bílaframleiðendur og bílstjórar jafna út losun íslensku álveranna á notkunartíma álsins. Þetta er þó ekki hægt að VORHEFTI2016 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.