Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 42

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 42
færa í losunarbókhaldið, en er rétt að hafa í huga, þegar staða álvinnslu á íslandi er metin. Fyrir orkusparnað bílanna munar þó enn þá mest um þróun bílvélarinnar. Sprengi- hreyfillinn, bæði bensín og dísel, hefurtekið stakkaskiptum og snarminnkað að rúmtaki, þótt aflið hafi aukist. Þannig er nú„£co8oosf" vélargerð einsframleiðandans 1,01 að rúmtaki, þriggja strokka, og gefur meira afl en 1,61, fjögra strokka vél af fyrri kynslóð. Hönnuðir véla fyrir kappakstursbíla yfirfæra nú þekk- ingu sína og reynslu á fjöldaframleidda bíla. Margt leggst á eitt við þessa þróun, t.d. efnistækni. Nikkel er nú notað í vélar í stað steypujárns til að standast hækkandi hitastig afgassins.Tölvugerð líkön sprengihreyfilsins gera kleift að besta ferlið í sprengirýminu, og svo mætti lengi telja. Þó að eldsneytisnýtni sprengihreyfla hafi batnað um a.m.k. þriðjung á aldarfjórðungi, þá hlýtur stefnan að vera sú að leysa hann af hólmi. Jafnstraumshreyfillinn er til þess albúinn, en akkilesarhæll rafbílanna eru raf- geymarnir. Orkuþéttleiki þeirra, kWh/kg, er enn of lágur, svo að drægni bílanna er yfirleitt aðeins 50-250 km á hleðslu. S.k. liþíum- geymar þykja lofa bestu um þessar mundir, en þegar gera átti gangskör að fjöldafram- leiðslu þeirra hjá rafbílaframleiðandanum Tesla í nýrri risaverksmiðju, reyndist vera hörgull á framboði þessa létta frumefnis, en það stendur vonandi til bóta. Ýmsir aðrir valkostir eru viðraðir: „Eitt það allra mest spennandi við orku- skiptin varðar farartæki. En hvernig munu bílar líta út á þriðja áratugi þessarar aldar? Þeir verða væntanlega svipaðir og nú, en vélarnar verða bæði litlar og léttar og þurfa lítið viðhald. Kjarnorkuknúnu vélarnar munu framleiða rafmagn, sem rafmótorar nota til að knýja bílana áfram, eins og í rafmagnsbílum í dag. Aðeins þarf að bæta við eldsneyti einu sinni á ári og yfirfara vélina um leið. Ef við horfum lengra fram í tímann, verða bílar væntanlega afhentir frá verksmiðjunni með orkuhleðslu, sem endist líftíma bifreiðarinnar !''8 Nokkrar millilausnir eru þegar komnar á markaðinn, og er þar um að ræða tvinnbíla. Má þart.d. nefna bíla með rafhreyfli og bensín- hreyfli, sem oftast er hægt að aka í þéttbýli alfarið á rafmagni, eða allt að 50 km á einni hleðslu. Þeir eru mjög sparneytnir á lang- akstri, rúmlega 3 1/100 km, því að báðir hreyfl- arnir ganga samtímis, og bremsuorkunni og hitaorku frá bensínvélinni er breytt í raforku og hlaðið inn á geymana. Þetta er tvímæla- laust vænlegur kostur fyrir þá, sem ekki vilja vera háðir rafhleðslunni. Árið 1990 nam C02 losun samgöngutækja á landi 527 kt og var þá 14% af heild að land- breytingum (þurrkun lands) slepptum. Árið 2013 var þessi losun 811 kt eða 18% af heild og hefur aukist síðan. Ofangreind aukning er 284 kt eða um 12 kt/ár. Farartækjum hefur fjölgað meira en fólkinu, enda mikill akstur á erlendum ferðamönnum, mest á dísilknúnum farartækjum. Til að standast markmið um, að útblástur C02 árið 2030 verði 40% minni en árið 1990 þarf hann að fara niður í 316 kt/ár hjá landumferð- inni, og þar með að minnka um a.m.k. 495 kt/ ár eða 61 % frá núverandi gildi. Þetta þýðir, að umhverfisvæn farartæki verða árið 2030 að vera orðin um 140.000 talsins eða fjölga um að jafnaði 9.300 á ári, sem er 62% af líklegum meðalfjölda nýrra bíla á ári. Stjórnvöld á íslandi hafa sett sér undirmarkmið um, að 10% bílaflotans verði án nettó losunar árið 2020. Þetta þýðir fjölgun um 22.000 slíka bíla eða 4.400 bíla á ári. Jafnvel þetta markmið er óraunhæft m.v., að fjöldi slíkra bíla nú er undir 1.000 á landinu. Það er málefninu ekki til framdráttar, að fyrirhyggjuleysi og óraunsæi séu í stafni. Frekar ættu stjórnvöld að vinda bráðan bug að eflingu rafkerfis landsins, svo að unnt verði að tengja hraðhleðslustöðvar við rafdreifikerfið vítt og breitt um landið, og flýta fyrir því, að dreifiveiturnar bæti nætur- taxta við í almennum gjaldskrám sínum, svo að hinu nýja álagi á raforkukerfið verði beint á lágálagstíma, öllum til hagsbóta. Að mati blekbónda eru engin teikn á lofti um, að árið 2030 verði umhverfisvæn 40 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.