Þjóðmál - 01.03.2016, Side 43

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 43
Rafvæðingu bílafíotans verður lokið árið 2045. Þá verður búið að planta} skógi i 1.000 km2 lands fyrir kolefnis- gjald afumferðinni, sem bindúr árlega 500 kt/áa ^ farartæki á vegunum orðin fleiri en 70.000 talsins eða helmingur af því, sem markmiðið útheimtir. Þetta jafngildir aðjafnaði 4.700 slíkum bifreiðum á ári eða tæpum þriðjungi endurnýjunar. Það þýðir, að tæplega 250 kt/ áraf C02 þarf að kaupa sem losunarkvóta eða, sem er miklu vænlegra, að binda með landgræðslu og skógrækt. Þetta jafngildirt.d. skógrækt á 50 kha lands eða 500 km2. Árið 2014 þakti ræktaður skógur um 400 km2 lands og hafði þá aukist um tæplega 14 km2 á ári undanfarinn aldarljórðung. Ef strax er hafist handa, útheimtir þetta skógræktar- átak plöntun í rúmlega 33 km2 lands á ári, svo að ríflega tvöföldun afkastanna er nauðsynleg. Með fjármögnun frá kolefnis- gjaldi á umferðina er slíkt raunhæft. Til að standa undir stofnkostnaðinum þarf 1,0 mia kr/ár eða tæplega 5.000 kr/bíl á ári. Þetta eru aðeins um 3% af þeim gjöldum og sköttum af bensíni, sem ríkissjóður innheimtir líklega árið 2016, svo að engin hækkun á eldsneytis- verði til notenda er nauðsynleg vegna þessa. Þegar hér verður komið sögu árið 2030, gæti hóflegt kolefnisgjald af bifreiðum hafa staðið undir skógrækt á 500 km2 lands, sem binda 250 kt/ár. Á næstu 15 árum þar á eftir til 2045 má reikna með tvöfalt hraðari rafvæðingu bílaflotans, því að þá verða innviðirnir væntanlega löngu tilbúnir, drægni á hleðslu komin yfir 500 km og rafmagns- bílar orðnir tiltölulega ódýrari en nú vegna þróunar og fjöldaframleiðslu. Þetta þýðir, að rafvæðingu bílaflotans verður lokið árið 2045. Þá verður búið að planta skógi í 1.000 km2 lands fyrir kolefnisgjald af umferðinni, sem bindur árlega 500 kt/ár. Árið 2013 losaði iðnaðurinn 2112 kt af koltvíildisjafngildum, og nam sú losun þá 47% af losun íslands. Ef losunarkvóti hans verður árið 2030 minnkaður í 60% af losun hans árið 1990,1337 kt, verður iðnaðurinn að draga úr losun eða kolefnisjafna 1310 kt árið 2030. Ef engin tæknibylting verður þá orðin hjá honum, sem dregur mjög úr losun C02 á hvert framleitt tonn, verður hann að kaupa sér losunarheimildir á markaðinum. Árið 2045 getur hann keypt a.m.k. 500 kt/ár af skóginum, sem plantað var fyrir kolefnis- gjaldið, á 4.000 kr/t C02 eða alls tveir millj- arðar króna á ári að núvirði, og hægt verður að halda áfram landgræðslu og skógrækt á sömu afköstum eða meiri fyrir andvirði kolefnisbindingarfrá stóriðju svo lengi sem menn kjósa. Samantekt ísland er í einstakri stöðu til að leiða baráttuna við meinta hlýnun jarðar, sem talin er stafa af vaxandi styrk koltvíildis í andrúmslofti. Aðstæður á íslandi eru með þeim hætti, að orkubyltingin þarf aðeins að taka 35 ár eða mannsaldur (kynslóðaskipti verða með þessu bili), og getur hún verið um garð gengin árið 2050. Þvert á það, sem margir óttast, þarf orkubyltingin ekki að draga úr hagvexti VORHEFTi 2016 41

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.