Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 44

Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 44
á íslandi, ef rétt verður á spilunum haldið, heldur mun hún auka vinnuframboð hér á landi við landgræðslu og skógrækt og styrkja fjármálalegan stöðugleika landsins með gjaldeyrissparnaði, sem alls gæti numið 10% af núverandi innflutningsverðmætum. Meginástæður þess, að orkuskiptin munu ekki aðeins reynast íslendingum hagfelld, heldur tiltölulega auðveld, eru þrjár: • í fyrsta lagi nemur hlutdeild innlendrar og endurnýjanlegrar orku tæplega 87 %, en það er svipað hlutfall og hlutdeild kola, olíu og jarðgass að jafnaði annars staðar í heiminum. • I öðru lagi er búið að þurrka upp mýrar án þess að rækta hið þurrkaða land á um 3,5 % af flatarmáli íslands. Þessi staða veitir landeigendum val á tveimur aðferðum til að selja mikið magn koltvíildiskvóta annaðhvort með því að bleyta í landinu aftur eða að nýta það til kolefnisbindingar. • í þriðja lagi eru víðfeðmar auðnir í land- inu, sem liggja vel við ræktun. Með tilraunum hefur verið sýnt fram á, að rækta má eðla gróður á borð við tré upp úr svörtum sandi með því t.d. að sá fyrst harðgerðum, jarðvegsmyndandi jurtum. Þarna er um svo stórt landsvæði að ræða að nægja mun landsmönnum til allrar nauðsynlegrar kolefnisbindingar vegna t.d. koltvíildismyndandi iðnaðarstarfsemi hérlendis, sem nú er í rekstri og hefja mun starfsemi á næstu áratugum. Slíkum iðnaði verður að sjálfsögðu gert að kaupa sér losunarheimildir, og hagkvæmast mun honum reynast að skipta við innlenda aðila, sem þannig fjármagna áframhaldandi land- græðslu. Ræktunin getur sjálf staðið undir rekstrar- og viðhaldskostnaði með sölu af- raksturs, t.d. grisjunarviðar úr skógrækt, og þegar kolefnisbindingar verður ekki leng- ur þörf, munu skógarnir veita eigendum sínum drjúgar tekjur með skógarhöggi. Árangursleysi tilrauna til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hingað til á heimsvísu er þungur áfellisdómur yfir þeirri aðferðarfræði forræðishyggju, sem beitt hefur verið. í þessari grein hefur verið bent á, að í stað stórfelldra niðurgreiðslna á raforku frá slitróttum og dýrum orkulindum hefði yfirvöldum verið nær að hvetja iðnaðinn með styrktarframlögum til þróunar á nýjum, stöðugum orkulindum, sem hafa bæði tæknilega og fjárhagslega burði til að leysa kolakynt, olíukynt og gaskynt raforkuver af hólmi. Strax og slíkir raunverulegir og sam- keppnihæfir valkostir koma fram á sjónar- sviðið, er ekki nokkur vafi á, að markaðurinn mun velja þá. Fyrir orkuumskiptum má reyndar flýta með kolefnisskatti. Vonir standa reyndar til, að innan 10 ára verði komnir fram á sjónarsviðið slíkir raun- hæfir valkostir, sem bjargað gætu heiminum frá ofhitnun, ef rétt verður á málum haldið. Það eru þó Ijón í veginum, þar sem eru hags- munaaðilar jarðefnaeldsneytis. Tilvísanir: 1. Bogi Þór Arason:„Framtíð lífsins" sögð vera í húfi, Morgunblaðsfrétt, 1. desember 2015. 2. Lars Christensen: „Góð stýring á umhverfinu snýst um eignarrétt", Markaðurinn, 9. desember 2015. 3. „Special Report - Climate Change", The Economist, bls. 15-16, 28. nóvember 2015. 4. Kjartan Garðarsson:„Orkubyltingin mikla er að hefjast", Morgunblaðið, 11. júlí 2015. 5. Halldór Sverrisson, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þorbergur Hjalti Jónsson: Skógrækt ríkisins - vef- setur, desember 2015. 6. Pétur Halldórsson: Skógrækt ríkisins, netpóstur til höfundar, 1. desember 2015. 7. Mælikvarði á styrk gastegundar í loftblöndu er ppm (e. Parts per million), þ.e. tiltekinn fiöldi milljónustu hluta af heild í blöndunni. Arið 1960 var styrkur C02 í andrúmslofti mældur 315 ppm, og 25. júní 2015 var hann 403 ppm á Mauna Loa. Hækkunin er 88 ppm. Sé árafjöldanum á milli mælinganna, 55, deilt í 88, fæst stigull = 1,6 ppm/ár. Stigull er jákvæð hallatala (e. Gradient), og hnigull er neikvæð hallatala (lækkun, þegar tímanum vindur fram). 8. Kjartan Garðarsson:„Endalok olíualdar í sjón- máli" Morgunblaðið, 17. desember 2015. Bjarni Jónsson, rafmagnsverkfræðingur, var rafveitustjóri ISAL tímabilið l.janúar 1981 -28. febrúar 2015. 42 ÞJÓÐMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.