Þjóðmál - 01.03.2016, Side 47
stjórnarskrár um skiptingu valds milli hand-
hafa framkvæmdavalds, löggjafarvalds og
dómvalds. Á þetta lagði Scalia áherslu á en
hann taldi einnig skiptingu valds milli ríkja í
Bandaríkjunum og alríkisstjórnarinnar skipta
miklu. Hann sagði einfaldlega að sérhver
handhafi opinbers valds fari með það vald
sem stjórnarskráin ætli honum, hvorki meira
né minna. Scalia var á því að þessi valdskipt-
ing væri jafnvel þýðingarmeiri fyrir vernd
einstaklingsbundinna réttinda helduren
ákvæðin í þeim kafla stjórnarskrárinnar sem
verndar mannréttindi (Bill of Rights).
Segja má að hugmundir Scalia um
túlkun laganna og verkaskiptinu stofnana
þjóðfélagsins hafi einkennst mjög af megin-
reglunni um lýðræði. Hann benti á að ekki
sé þörf á ritaðri stjórnarskrá, með sérstakri
vernd fyrir tiltekin réttindi, til að tryggja fram-
gang ríkjandi gilda í þjóðfélaginu. Almennar
kosningar sjái um það. Stjórnarskránni sé
þvert á móti ætlað það hlutverk að vernda
sérstök gildi fyrir tilfallandi viðhorfum meiri-
hluta manna á hverjum tíma. Starfsemi dóm-
stóla, sem ekki þurfi að standa almenningi
reikningsskil gjörða sinna eins og löggjafinn
þurfi að gera, að auka nýjum réttindum við í
stjórnarskrána, feli það í sér að lýðræðislegur
meirihluti hvers tíma geti ekki lengur ráðið
skipan mála á viðkomandi sviði. Vilji menn
afla réttindum slíkrar verndar verði þeirað
fara þá leið sem stjórnskipunin gerir ráð fyrir
og breyta stjórnarskránni.
Framangreind viðhorf Scalia eru rauður
þráður í gegnum atkvæði sem hann skrifaði
og átti aðild að í Hæstarétti Bandaríkjanna.
Jón Steinar sagði í umfjöllun sinni að nefna
megi fjölmörg dæmi en valdi þrjú sem hvert
með sínum hætti sýnir hvernig grunnhug-
myndir Scalia birtust í starfi hans sem dómari.
Tjáningarfrelsi
í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkj-
anna er kveðið á um vernd tjáningarfrelsis.
Ákvæðið hvíldi á sínum tíma á þeirri hugsun
að veita yrði borgurum viðtækan rétt til
að tjá sig um hvers kyns skoðanir skoðanir
sínar. Að öðrum kosti gætu ekki átt sér stað
Scalia flutti fyrirlestur hérá landi árið 2008 og tók
Fréttablaðið meðal annars viðtal við hann.
rnfTTABLAÐID _
iriskl h*5larétt*r-
Antonin Scalta
scgir dómara fara út fyrir
valdsvié sitt me4 þvt *®
túlka *tjórnar*krárákv*»l
uK ðnnur Iðg með ððrum
harttl cn þcim var
- — skilningur
anðl'ákváéði eða lagabók-
þær rökræður sem gerðu mönnum kleift
að velja þann kost sem þeirálitu bestan.Til
þessa réttar heyrði óhjákvæmilega rétturtil
að gagnrýna ríkjandi valdhafa hverju sinni
og tjá andstöðu sína við þá. Meðal aðferða
sem sumir tóku upp til að tjá andstöðu var að
brenna þjóðfána Bandaríkjanna. Þjóðþingið
brást við þessu með lagasetningu árið 1989
(The Flag Protection Act). Ásamtfjórum
öðrum dómurum við Hæstarétt komst Scalia
að þeirri niðurstöðu að þessi lagasetning
bryti gegn reglunni um tjáningarfrelsi í fyrsta
viðauka stjórnarskrárinnar.
Samkynhneigd
Hæstiréttur hafði í dómi árið 1986 komist að
þeirri niðurstöðu að réttur fólks afsama kyni
til kynmaka hvað við annað væri ekki varinn
af stjórnarskránni, einfaldlega vegna þess að
hún nefndi ekki slíkan rétt. Þar að auki stydd-
ist slíkur réttur ekki við hefðbundin viðhorf
í Bandaríkjunum. Raunar hefði háttsemi af
þessu tagi beinlínis verið refsiverð í öllum
ríkjum Bandaríkjanna fram til ársins 1961.
Sautján árum seinna (2003) reyndi aftur
á þetta í málinu Lawrence gegnTexas. Nú
VORHEFTI2016 45