Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 53

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 53
Til atlögu við embættismennina FRÉTTABLADID í verkefnaskrá sem ríkisstjórn vinstri flokk- ana gaf út um leið og hún tók við völdum í febrúar 2009 var gerð skilmerkileg grein fyrir því að ráðist yrði í skipulagsbreytingar á stjórnkerfinu. Sérstaklega var tekið fram að skipt yrði um yfirstjórn Seðlabanka íslands og lögum um bankann breytt þannig að ráðinn yrði einn bankastjóri yfir bankann. Þá yrðu gerðar breytingar á yfirstjórn einstakra ráðuneyta. Enginn fór í grafgötur með að raunveru- leg ástæða þess að ríkisstjórnin taldi það forgangsmál að skipta um yfirstjórn Seðla- bankans var persónuleg óvild forystumanna stjórnarinnar í garð Davíðs Oddssonar. Aðeins fjórum dögum eftir að Jóhanna tók við lyklavöldunum íforsætisráðuneytinu lagði hún fram frumvarp til breytinga á lögum um Seðlabankann. Frumvarpið var samþykkt sem lög frá Alþingi 26. febrúar 2009. Með lögunum voru stöður sitjandi seðlabankastjóra, Davíðs Oddssonar, Eiríks Guðnasonar og Ingimundar Friðrikssonar, lagðar niður. Áður en Jóhanna lagði fram áðurnefnt frumvarp skrifaði hún bankastjórum Seðla- bankans bréf þar sem hún óskaði eftir því að þeir segðu af sér. í bréfinu (dagsett 2. febrúar) var bent á fyrirhugaðar breytingar á lögum en með þeim verði embætti þeirra lögð niður. Jóhanna sagðist vilja kanna „hvort vilji sé til þess af yðar hálfu að biðjast lausnar frá embætti nú þegar og leggjast þannig á sveif með stjórnvöldum í viðleitni þeirra til að endurvekja trúverðugleika og traust á Seðlabanka íslands enda megi ætla að mannabreytingar einar og sér geti verið til þess fallnar". Bankastjórnunum var boðið til viðræðna við stjórnvöld um„starfsloka- greiðslur er taki mið af þeim réttindum sem þér eigið samkvæmt 34. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins". Ingimundur Friðriksson féllst á þeiðni forsætisráðherra en Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason höfnuðu henni. í svarbréfi til Jóhönnu Sigurðardóttur sagðist Davíð Ný ríkisstjórn tekur við völdum Segir forgangsverk að víkja bankastjórn Nýr forsætisráðherra mun fara strax í að kanna hvernig hægt verði að koma bankastjórn Seðlabankans frá. Nýr sjávarútvegsráðherra vill láta rannsaka hvort ákvörðun forvera hans um að leyfa hvalveiðar standist stjórnsýslulög. aldrei hafa hlaupist frá neinu verki sem hann hafi tekið að sér og hann muni ekki gera það nú. Davíð gagnrýndi málsmeðferð forsætisráðherra og fór hörðum orðum um frumvarpið sem hann taldi illa undirbúið. Seðlabankastjóri sagði bréf forsætisráðherra lítt dulbúna hótun til embættismanna sem sé einsdæmi, ekki eingöngu hér á landi, heldur einnig um allan hinn vestræna heim: „Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðla- banka og forða pólitískri aðför að seðla- bankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil." í bréfinu benti Davíð á að æ fleiri mönnum sé að verða Ijóst að bankastjórn Seðlabankans hafi á undanförnum árum ítrekað„varað við því að í óefni stefndi i bankamálum þjóðar- innar og þrýst á þá sem ábyrgð báru um að bregðast við í tíma": „Það er hlálegt að ráðherra úr hóþi þeirra sem hlustuðu ekki og sjálf lyfti ekki litla fingri til að stemma stigu við því sem var að gerast skuli nú ganga fram með þeim hætti sem hún gerir." Davíð hélt því fram að forsætisráðherra hafi tekist að flæma Ingimund Friðriksson úr Seðlabankanum. Mann sem sé„táknmynd VORHEFTI2016 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.