Þjóðmál - 01.03.2016, Page 54

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 54
Enginn rifjaði upp„hver benti fyrstur manna á gegndarlausa græðgi sjálftöku- manna á ofurlaunum, hver benti á hættuna á samþjöppun valds og eignarhalds auðmanna og hringa eða hver benti einna fyrstur á falska viðskiptavild meðal eigna stórra skráðra fyrirtækja" fyrir ærlegan, traustan og gegnumvandaðan banka- og embættismann": „Verði sá gerningur sá eini sem upp úr ferli Jóhönnu Sigurðardóttur stendur sem forsætisráðherra, að flæma vammlausan embættismann úr starfi, sem hann hafði stundað af óvenjulegri samviskusemi og dugnaði, þá á hún alla mína samúð." Davíð taldi Ijóst að persónulegt hatur í sinn garð hefði valdið því að einnig væri sótt að samverkamönnum hans innan bankans, þeim Ingimundi og Eiríki: „Heift út í gamla pólitíska andstæðinga sem einhverjum finnst þeir eiga óupp- gerðar sakir við má ekki blinda fólk svo að það geti ekki séð einni mikilvægustu stofnun landsins borgið með því að hafa lagaumgjörðina um hana vandaða og unna í sæmilegri sátt, jafnt innan þings sem utan." Framgangan gagnvart bankastjórunum þremur er eitt dæmi um það hvernig Jóhanna lék á hinu pólitíska skákleiksviði. Hún gaf óhikað út yfirlýsingar, gleymdi þeim og gekk síðan fram í valdastöðu þvert á eigin orðum. í umræðum um breytingar á lögum um Seðlabanka árið 2001 hafði Jóhanna þannig áhyggjuraf sjálfstæði bankastjóra Seðlabank- ans, þar sem forsætisráðherra á hverjum tíma gæti rekið hann ef honum sýndist svo: „Þetta getur varla þýtt annað á mæltu máli en að ef bankastjórinn fer ekki í einu og öllu eftir því sem forsætisráðherra segir eigi hann á hættu að vera látinn fjúka. Eðlilegri stjórn- sýsluhættir væru að bankaráðið réði sjálft einn bankastjóra sem ábyrgð bæri gagnvart bankaráði, sem gæti þá látið hann fara ef hann væri ekki starfinu vaxinn, frekar en að hann sé háður duttlungum og geðþótta- ákvörðunum ráðherra á hverjum tíma." Atlagan að bankastjórunum olli gremju meðal starfsmanna Seðlabankans. Hallgrímur Ólafsson, formaður starfsmannafélags bankans, skrifaði grein í Morgunblaðið 4. febrúar þar sem hann hélt því fram að fréttaflutningur hafi verið á einn veg og eineltið beinst fyrst og fremst að Davíð Oddssyni. En enginn rifji upp„hver benti fyrstur manna á gegndar- lausa græðgi sjálftökumanna á ofurlaunum, hver benti á hættuna á samþjöppun valds og eignarhalds auðmanna og hringa eða hver benti einna fyrstur á falska viðskiptavild meðal eigna stórra skráðra fyrirtækja": „Það skyldi þó ekki vera að Davíð sé höfuðóvinur ákveðinna auðmanna á íslandi sem í rauninni hafa knésett efnahag landsins." Hallgrímur benti á að virtir hagfræðingar hafi haldið því fram að seðlabankastjóri eigi skilyrðislaust að vera sprenglærður hag- fræðingur.„Þetta heitir fagleg hagsmuna- gæsla," skrifaði Hallgrímur: „Ég er viss um að allflestir starfsmenn seðlabankans eru mér sammála um, að bankastjórarnir allir njóta trausts og virðingar innan bankans. Ekki hefur verið bent á nein afglöp né brot í starfi." Beðið á hótelherbergi Það tók nokkuð lengri tíma að afgreiða lagabreytingarnar en ríkisstjórnin stefndi að. Á meðan beið nýr seðlabankastjóri, á hótel- herbergi eftir að unnt væri að setja hann tímabundið í starf seðlabankastjóra, sam- kvæmt nýjum löngum. Svein Harald óygard var settur seðla- bankastjóri daginn eftirað frumvarp for- sætisráðherra var samþykkt. Morgunblaðið taldi ráðningu á nýjum seðlabankastjóra af hinu góða - val ríkisstjórnarinnar á„seðla- 52 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.