Þjóðmál - 01.03.2016, Page 57
bankastjóra yrðu hækkuð um 400 þúsund
krónur. í samtali við Morgunblaðið 3. maí
2010 rökstuddi Lára tillöguna:
„Þegar seðlabankastjóri var ráðinn var
hann að koma úr starfi að utan þar sem
hann naut margfaldra launakjara á við þau
launakjör sem giltu um seðlabankastjóra
hér á þeim tíma, en það voru þau kjör sem
honum voru boðin. í Ijósi þess að frum-
varpið um breytingar á lögum um kjararáð
var komið fram var farið yfir það hvort gera
mætti ráð fyrir að þau kjör kæmu til með að
skerðast, en honum var þá lofað að hann
gæti treyst því að þessi kjör giltu áfram."
í viðtalinu hélt formaður bankaráðsins
því fram að tillagan um hækkun launa
væri til þess gerð að tryggja að starfskjör
seðlabankastjóra yrðu sambærileg við það
sem þau voru fyrir úrskurð kjararáðs. Það
væri í samræmi við þau loforð sem seðla-
bankastjóra voru gefin við ráðninguna!
Jóhanna Sigurðardóttir sagðist hafa gefið
skýr svör í launamálum seðlabankastjóra
og engin loforð. í fyrirspurn á Alþingi 6. maí
2010 sagði hún:
„Það hafa engin loforð eða fyrirheit verið
gefin enda ekki á mínu færi að gefa slík
loforð. Laun seðlabankastjóra fara eftir
lögum og ákvæðum um Seðlabankann og
ekki síst niðurstöðu kjararáðs. Ég sé ekki
eftir niðurstöðu kjararáðs að það sé eitt-
hvert svigrúm til þess að beita ákvæðum
sem eru í seðlabankalögunum í þessu efni
til að hækka launin."
Ragnar Árnason, prófessor og fulltrúi í
bankaráði Seðlabankans, sagði að formaður
bankaráðs hefði haldið því fram að tillaga um
hækkun launa seðlabankastjóra umfram það
sem kjararáð hefði ákveðið, væri lögð fram
að höfðu samráði við forsætisráðuneytið. Það
sem meira væri; tillagan ætti rætur að rekja
til viðræðna við Má Guðmundsson seðla-
bankastjóra áður eða um það leyti sem hann
var ráðinn til starfa af forsætisráðherra. Þetta
kom fram í Morgunblaðinu 7. maí 2010 en
daginn áður hafði Jóhanna Sigurðardóttir
lýst því yfir á Alþingi að hún hefði aldrei gefið
neitt loforð um launakjör seðlabankastjóra.
Jóhanna Sigurðardóttir skipaði Má Guðmundsson í
embætti seðlabankastjóra íjúni2009 og tók hann formtega
við starftnu iágúst. Már fékk siðar að kynnast stjórnsýslu
vinstri stjórnarinnar sem hafði valið hann til að stýra
peningamálum þjóðarinnar.
Sama dag og RagnarÁrnason upplýsti að
formaður bankaráðsins hefði lagt fram tillögu
um launahækkun í samráði við forsætis-
ráðuneytið, var Lára V. Júlíusdóttir í heilsíðu-
viðtali við Fréttablaðið. Lára var spurð af
hverju hún vilji ekki upplýsa hver hefði gefið
Má Guðmundssyni fyrirheit um að laun hans
yrðu þau sömu og forvera hans. Lára svaraði:
„Ég kýs að tjá mig ekki um ástæður þess."
Lára var þá spurt hvort þjóðin ætti ekki
heimtingu á að vita hver hefði gefið fyrir-
heitið. Lára svaraði:
„Ekki frá mér."
Þá var formaður bankaráðs Seðlabankans
beðinn um að svara hver hefði komið með
þau skilaboð að borga ætti Má Guðmunds-
syni sömu laun og forveri hans hafði:
„Þegar gengið var frá því að hann kæmi
til starfa þá gerði hann áskilnað um þetta
atriði og því var vitað af því þegar hann hóf
störf. Það var gengið frá þessu í júní eða
VORHEFTI2016 55