Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 59
viðbótar gæti komið lækkun ráðstöfunar-
tekna vegna almennra aðgerða stjórnvalda
í skattamálum og því um líku. Ég er hins
vegartilbúinn til að sætta mig við það."
í þréfinu vísaði Már til fyrri samtala við
Jóhönnu Sigurðardóttur:
„Þá vil ég nefna það sem mér láðist að
geta í samtalinu. Ráðningarferli seðla-
bankastjóra hefur sem betur fer farið fram
fyrir opnum tjöldum. Það hefur hins vegar
þær afleiðingar að hinn alþjóðlegi seðla-
bankaheimur er vel upplýstur um það. í
aðdraganda umsóknar minnar komu ýmsir
þeirra að máli við mig og sumir lögðu bein-
línis hart að mér að sækja um."
Már taldi að það yrði erfitt fyrir sig að
útskýra ef til þess kæmi að hann drægi
umsókn sína til baka. En það„yrði hins vegar
óhjákvæmilegt vegna orðspors míns í seðla-
bankaheiminum" sagði Már og bætti við:
„Ég vona að til þess komi ekki, enda ekki
víst að þeir eigi auðvelt með að skilja
hvernig hægt er að breyta kjörum seðla-
bankastjóra stórlega í miðju umsóknarferli.
Ég býst við að heyra frá þér á morgun eða
þriðjudag og bind vonir við að þú finnir
einhverja viðunandi lausn á þessu erfiða
máli."
Lára V. Júlíusdóttir og Ragnhildur Arnljóts-
dóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneyt-
inu, fengu afrit af bréfi Más. Augljóst má
vera að Lára var, sem formaður bankaráðs
Seðlabankans, aðeins að að fylgja eftir vilja
forsætisráðherra um hækkun launa Más Guð-
mundssonar, þótt ráðherrann hafi síðar ekki
viljað við það kannast. En 24. júní 2009 sendi
Lára tölvubréf til ráðuneytisstjóra forsætis-
ráðuneytisins og með fylgdu drög að tillögu
um starfskjör hins nýja bankastjóra:
„Sæl Ragnhildur.
Eftir að hafa ráðfært mig við starfsmanna-
stjóra bankans [...] sendi ég ykkur hjálagða
tillögu. Hér er allt tekið til og reynt að hafa
hlutina einfalda.
Auðvelt er að rökstyðja að formaður peninga-
stefnunefndarskuli fá greitt sérstaklega
fyrir þá vinnu alla, þannig að svona er þetta
mun heppilegra heldur en að fara að greiða
aftur fyrir setu í bankaráðinu."
Tveimur dögum síðar var Má send tilkynn-
ing frá forsætisráðuneytinu þar sem honum
var tilkynnt að hann hefði verið skipaður
seðlabankastjóri frá og með 25. ágúst til
fimm ára samkvæmt lögum.
Tillagan um 400 þúsund króna launahækk-
un seðlabankastjóra náði ekki fram að ganga
enda dregin til baka. Már taldi hins vegar
að hann hefði fengið fyrirheit um ákveðin
laun sem ekki hefði verið staðið við. Því
stefni hann Seðlabankanum. Mun það vera
einsdæmi að sitjandi seðlabankastjóri ákveði
að höfða mál gagnvart vinnuveitandanum.
Íoktóber2012sýknaði Héraðsdómur
Reykjavíkur Seðlabankann af kröfum Más
Guðmundssonar.
Hreinsun þegar í fyrstu viku
Bankastjórnar Seðlabankans voru ekki einu
embættismennirnir sem minnihlutastjórn
Samfylkingar og Vinstri grænna, taldi óæski-
lega. Hendur stjórnarinnar voru bundnar
samkvæmt lögum um seðlabankann og
ekki mögulegt að koma bankastjórunum
frá nema með þeirra samþykkti eða laga-
breytingum. Mun þægilegra og auðveldara
varað koma öðrum embættismönnum frá,
þótt ekki væri nema tímabundið.
I fyrstu vikunni var lagt til atlögu við
tvo ráðuneytisstjóra. Öðrum var komið í
„sérverkefni" og hinum var skipað í frí.
Það liðu ekki margir klukkutímar frá því
að Jóhanna Sigurðardóttirtókvöldin í
stjórnarráðinu þangað til hún var búinn að
knýja Bolla Þór Bollason, ráðuneytisstjóra til
að stíga til hliðar. Ragnhildur Arnljótsdóttir
var sett ráðuneytisstjóri í stað Bolla og hún
skipuð í embættið í júní 2009.
Bolli Þór hafði átt farsældan sem
embættismaður. Hann var hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun frá 1975 en skip-
aður skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins árið 1987. Árið 2004
skipaði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra
Bolla Þór sem ráðuneytisstjóra forsætis-
VORHEFTI2016 57