Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 60

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 60
ráðuneytisins. Engin efnisleg rök hafa komið fram til að skýra ákvörðun Jóhönnu Sig- urðardóttir að koma Bolla Þór úr starfi. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, var heldur ekki í náðinni hjá nýjum stjórnarherrum. Hann hafði verið ráðuneytisstjóri frá því í nóvember 2000 en Steingrímur J. Sigfússon ákvað um leið og hann tók við fjármálaráðuneytinu að senda Baldur í leyfi. Baldur átti ekki endurkvæmt en hann var á árum áður virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins. í stað Baldurs var Indriði H. Þorláksson settur ráðuneytisstjóri en hann tók síðan virkan þátt í gerð fyrstu lcesave-samninganna og blandaði sér mjög í þjóðfélagsmál með skrifum í blöð og á netmiðla. Indriði varð síðar sérstakur ráð- gjafi fjármálaráðherra í ríkisfjármálum og þá sérstaklega skattamálum. Grafid undan trúverðugleika Ríkisendurskoðun, er sjálfstæð stofnun sem heyrir beint undir Alþingi, og var ekki sérlega hátt skrifuð hjá forráðamönnum vinstri stjórnarinnar. Aðhald að framkvæmdavaldinu er helsta hlutverk Ríkisendurskoðunar. Hún á að „endurskoða ríkisreikning og reikninga þeirra aðila sem hafa með höndum rekstur og fjárvörslu á vegum ríkisins". Stofnunin getur framkvæmt stjórnsýsluendurskoðun en einnig skal hún„annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga og vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins". Ríkisendurskoðun er því ein mikilvægasta stofnun landsins og forsenda þess að Alþingi og almenningur geti veitt framkvæmdavald- inu nauðsynlegt aðhald. Engu skiptir hvaða ríkisstjórn situr að völdum. í samræmi við lagalegar skyldur sínar setti Ríkisendurskoðun ítrekaðfram alvarlegar athugasemdir og gagnrýni á fjármálastjórn ríkisins ítíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Þessar ítrekuðu athugasemdir eru einu haldbæru skýringarnar á því að ákveðið Alvarlegar athugasemdir og gagnrýni Ríkisendurskoðunar • Samkvæmt ákvörðun Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra tók ríkissjóður þátt í björgun Sjóvár með 11,6 milljarða króna framlagi. Ríkisendurskoðun gerði athuga- semdir við þetta og benti á að ekki væri Ijóst hvaða lagaheimildir fjármálaráðherra hefði til þessa. • Ríkissjóður tók á sig skuldbindingar vegna yfirtöku Arion banka hf. á innstæðum í SPRON hf. og yfirtöku íslandsbanka hf. á innstæðum í Straumi-Burðarási hf. Ríkis- endurskoðun taldi það ámælisvert að ekkert væri getið um þessar skuldbindingar í ríkisreikningi árið 2009 líkt og reikningsskilareglur gera ráð fyrir. • Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig staðið var að lækkun launa samkvæmt tilmælum sem ríkisstjórnin gaf út í ágúst 2009. Gagnrýnin beindist fyrst og fremst að fjármálaráðuneytinu. • Ríkisendurskoðun gerði ítrekaðar athugasemdir og gagnrýndi svokallaðar„opnar heimildir" fjármálaráðuneytisins á fjárlögum vegna stofnfjárframlaga og útgjalda. Þannig var ekkert tillit tekið til útgjalda ríkissjóðs vegna SpKef þó vitað hafi verið að kostnaðurinn yrði a.m.k. 11,2 milljarðar króna. Þegar upp er staðið er Ijóst að skatt- greiðendur þurfa að standa undir allt að 25 milljörðum vegna sparisjóðsins, að teknu tilliti til vaxta. • Ríkisendurskoðun benti á að stórra skuldbindinga ríkissjóðs sé í engu getið í ríkis- reikningi - séu utan efnahags. Þannig gefi ríkisreikningur skakka mynd af stöðu ríkissjóðs. Þess er að vænta að Ríkisendurskoðun geri til dæmis alvarlegar athuga- semdir við hvernig„fela" á skuldbindingar ríkissjóðs vegna Vaðlaheiðaganga. 58 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.