Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 62

Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 62
Hvorki þingmenn stjórnarflokkanna né ráðherrar sættu sig við ráðningu Páls Magnússonar sem yfirmanns Bankasýslunnar en hann var flokksbundinn framsóknarmaður. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því að þingmenn stjórnarflokkanna vilji koma í veg fyrir að Páll tæki við starfinu líkt og stjórn Bankasýslunnar var einhuga um. Fullyrt var að ráðning Páls hafi verið rædd í þingflokkum Samfylkingar og Vinstri grænna. lausu vegna þrýstings frá Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, sem hafði legið undir miklu ámæli fyrir að skipa hann. í Kastljósi sagði Runólfurað umboðsmaður skuldara gæti ekki sinnt starfi sínu án þess að hafa dyggan stuðning ráðherrans. Runólfur sagði Árna Pál hafa kveinkað sér undan pólitískri umræðu vegna ráðningarinnar og að sér þætti ekki mikill„mannsbragur" af því. Bankasýslufarsi Bankasýsla ríkisins tóktil starfa í ársbyrjun 2010 en stofnunin fer með eignarhluti ríkisins í fjármálastofnunum. Elín Jónsdóttir var ráðin forstjóri í upphafi en ákvað að láta af störfum árið 2011. Staðan var auglýst lögum samkvæmt og í septembertilkynnti stjórn Bankasýslunnar að ákveðið hefði verið að ráða Pál Magnússon, bæjarritara í Kópavogi, sem forstjóra. Hvorki þingmenn stjórnarflokkanna né ráðherrar sættu sig við ráðningu Páls sem yfirmanns Bankasýslunnar en hann var flokksbundinn framsóknarmaður. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá því 16. október að þingmenn stjórnarflokkanna vilji„koma í veg fyrir að Páll Magnússon verði gerður að forstjóra Bankasýslu ríkisins." Fréttastofan fullyrti að ráðning Páls hafi verið rædd í þingflokkum Samfylkingar og Vinstri grænna, þar sem engir„studdu eða voru ánægðir með ráðningu Páls". Þá sagði í fréttinni: „Rökin fyrir því að Páll taki ekki starfið eru meðal annars þau að trúverðugleiki Bankasýslunnar muni skaddast við það að hann setjist í stólinn, ekki síst í Ijósi fortíðar hans sem aðstoðarmaður þeirra Valgerðar Sverrisdóttur og Finns Ingólfssonar þegar þau gengdu (svo) ráðherraembættum á sínum tíma." Ríkisútvarpið staðhæfði að þrýstingurinn væri svo mikill að„stjórn Bankasýslunnar virðist iila stætt á því að standa við ráðninguna": „Einstaka þingmenn hafa meira að segja velt því upp í samtölum við fréttastofu að þreyta beri lögum þannig að Páli verði ekki sætt, bakki stjórn bankasýslunnarekki út úr þessari umdeildu ákvörðun." Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði í engu frá bréfi Þorsteins Þorsteinssonar, stjórnarfor- manns Bankasýslunnar til Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, en stofnunin heyrir undir fjármálaráðuneytið. Bréfið er dagsett 13. október og þar er bent á að þrjú próf hafi verið lögð fyrir umsækjendur um starf forstjóra, þ.e. persónuleikapróf, mæling á hugrænni hæfni og hversu vel þeir leystu raunhæf verkefni. Þá var einnig lagt eitt próf til viðbótar fyrir þá fjóra sem þest stóðu sig í prófunum þremur. Niðurstaðan var sú að Páll Magnússon var metinn hæfasturog sam- kvæmt því ráðinn forstjóri. Að auki var litið til menntunar, starfsreynslu og afar góðra meðmæla. Af þessu má vera Ijóst að stjórn Bankasýsl- unnar beitti huglægu mati við ráðningu Páls. Allt í fullkomnu samræmi við yfirlýsingar forystumanna ríkisstjórnarinnar um að koma skyldi í veg fyrir pólitískar ráðningar en láta „faglegt" mat ráða. Þorsteinn Þorsteinsson benti á í áðurnefndu bréfi að ráðningarferlið hafi verið„afar vandað og faglegt" og stuðst hafi verið við „viðurkenndar matsaðferðir og mælingar": 60 ÞJÓÐMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.