Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 63

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 63
„Eftir að mat hafði verið lagt á hæfnis- kröfur samkvæmt auglýsingu og þær viðbótarkröfur sem stjórn Bankasýslunnar gerði til umsækjenda var sú ákvörðun tekin að bjóða Páli Magnússyni starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Byggði ákvörðun á hlutlægum og málefnalegum sjónarmiðum og að teknu tilliti til eiginleika Páls að gegna starfinu.Telur stjórn Bankasýslu ríkisins engum vafa undirorpið að Páll Magnússon hafi uppfyllt laga- sem og aðrar hæfnis- kröfur sem gerðar voru og verið hæfastur umsækjenda um starfið." Helgi Hjörvar, formaður viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis, gekk sérstaklega hart fram í gagnrýninni á Pál Magnússon og ráðningu hans. Þingmaðurinn fullyrti að ráðningin væri hneyksli og að Bankasýslan væri rúin trausti. Helgi taldi nauðsynlegt að fjármálaráðherra gripi til ráðstafana vegna þessa. Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, kallaði ráðninguna rugl í pistli á bloggsíðu sinni. Hin pólitíska atlaga að Bankasýslunni, stjórn hennar og nýjum forstjóra heppnaðist. Stjórn Bankasýslunnar sagði af sér og í tilkynn- ingu 24. október 2011 sem undirrituð var af stjórn sagði að vegið hafi verið að„trúverðug- leika Bankasýslunnar og friður rofinn um starfsemi hennar": „Viðbrögð alþingismanna benda til þess að erfitt verði fyrir stofnunina að starfa með eðlilegum hætti að þeim mikilvægu og vandasömu verkefnum sem henni er ætlað að sinna og framundan eru." Stjórnarmenn töldu að„afskipti utanað- komandi afla geri henni ókleift að starfa áfram á þeim faglega grundvelli sem stjórnin telur nauðsynlegan". Athyglisvert er að fara yfir fréttaflutning af ráðningu Páls Magnússonar og viðbrögðum stjórnarþingmanna. Óhætt er að fullyrða að ef þingmaður Framsóknarflokksins hefði staðið upp á þingi og gagnrýnt harðlega ráðningu forstöðumanns í ríkisstofnun, hefðu fjölmiðlar tekið við sér og fjallað um málið með öðrum hætti. Ef Framsóknarflokkurinn hefði verið í ríkisstjórn, hefðu fjölmiðlar Hin pólitíska atlaga að Bankasýslunni, stjórn hennar og nýjum forstjóra heppnaðist. Stjórn Bankasýslunnar sagði af sér: „Viðbrögð alþingismanna benda til þess að erfitt verði fyrir stofnunina að starfa með eðlilegum hætti að þeim mikilvægu og vanda- sömu verkefnum sem henni er ætlað að sinna og framundan eru." farið á fullt og viðkomandi þingmaður verið sakaður um að reyna að beita pólitískum áhrifum til að hafa áhrif á ráðningu. Nú væri komin fram enn ein sönnun þess að fram- sóknarmenn beiti öllum ráðum til að tryggja að aðeins þeir sem eru„þóknanlegir" í augum flokksins fái„feita" bita. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður, gerði fréttaflutning Ríkisútvarpsins 16. októberað umtalsefni í pistli á Pressunni daginn eftir. Fjölmiðlar segist alltaf vera að berjast fyrir bættu siðferði í stjórnmálum: „Einhvern tímann þóttu pólitískar hreins- anir af þessu tagi bera vott um ofstæki og siðferði sem ekki væri til eftirbreytni. Eins og svo oft áður standa fjölmiðlar sig ekki í stykkinu. Það sem var fréttnæmt í málinu er að stjórnmálamenn skeyta hvorki um skömm né heiður og djöflast áfram í krafti valdsins. Yfir því ætti Ijölmiðlamenn og almenningur að hneykslast. Fréttamenn ættu að velta fyrir sér af hverju það gerist í lýðræðisríki í stað þess að endurvarpa gagnrýnislaust öllu þessu lýðskrumi sem einkennir stjórnmálin á íslandi." Afskipti af ráðningu forstjóra Bandasýsl- unnar eru langt í frá eina dæmið um hvernig forráðamenn ríkisstjórnarinnar beittu afli og áhrifum á störf stofnunar eða fulltrúa hennar. Nokkrum mánuðum áður hafði verið komið í veg fyrir að fulltrúi Bankasýslunnar í stjórn Arion banka yrði skipaður að nýju í stjórn bankans. VORHEFTI2016 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.