Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 66

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 66
Þus Birgittu og Helga Hrafns Maður opnar ekki fjölmiðil án þess að fá fréttir um ágrein- ing Birgittu og Helga Hrafns. Þær deilur verða ekki settar niður með því að skötuhjúin biðji hvort annað reglulega afsökunar á því að bera ágreininginn á torg. Nú hefur Birgitta áhyggjur af því að þetta innbyrðis þus leiði til fylgistaps og það megi ekki gerast því samfélag okkar sé í molum! Ég hef ekki áhyggjur af inn- byrðis karpi Pírata og erekki viss um að það eitt sér hafi mikil áhrif á fylgi þeirra. Ég er hins vegar mjög hugsi yfir þessari fullyrðingu Birgittu um að íslenskt samfélag sé í molum. Auðvitað er það þannig, hér sem annars staðar, að margt má betur gera en að halda því fram að samfélagið sé í molum er hrein fjarstæða. En það má sjálfsagt telja mörgum trú um að hér sé allt í molum ef nógu oft er hamrað á því. Og ég hef verulegar efa- semdir um að Píratar væru rétta fólkið til að koma þessu ómögulega samfélagi í lag, að minnsta kosti ekki meðan ekkert vitrænt form er á þessu stjórnmálaafli. Lágmarkað menn viti hver er kafteinn og hver ekki. Það er flóknara en svo að hægt sé að stjórna landinu bara með einhverju þusi á Netinu. Brynjar Níelsson, þingmaður á bloggsíðu sinni 28. febrúar2016 „Rannsóknir" í nafni mannréttinda Fyrir nokkrum árum ákváðu vinstrimenn í Reykjavíkað búa til sérstakt„mannréttindaráð" á vegum borgarinnar. Eru mannréttindi þó ekki sérstakt verkefni sveitarfélaga og ekki vitað til þess að í borginni viðgangist stórfelld mann- réttindabrot sem sé á valdi eða verksviði borgarinnar að stöðva. En auðvitað snýst starf „mannréttindaráðsins" ekki um raunveruleg mannréttindi. Þar er enginn að velta fyrir sér grunnrétti einstaklingsins til lífs, frelsis og eigna. Þar er enginn að hugsa um hvort atvinnufrelsi einhvers sé skert, til dæmis með því að borgarfulltrúar banni ein- hverja starfsemi sem þeim sjálfum finnst ógeðfelld. Mannréttindi mannréttinda- ráðsinssnúast um nútíma vinstri-mannréttindi. Vand- lega valda tölfræði. Ásýnd þjóðfélagsins á afmörkuðum sviðum. Nútíma mannrétt- indi vinstrimannsins snúast ekki um að fólk hafi rétt á því að hefja atvinnurekstur og stjórna honum eins og því finnst sjálfu skynsam- legast. Mannréttindi vinstri- mannsins snúast um að hið opinbera skyldi eigendur einkafyrirtækja til að velja konur í stjórn. Á dögunum yfirheyrðu starfsmenn„mannréttinda- ráðsins" dagskrárstjóra útvarpsstöðvarinnar X-ins um fjölda kvenna sem þar stýrðu þáttum. Þetta var sagt tengjast gerð bæklings sem Reykjavíkurborg myndi gefa út á næstunni. Hvernig er hægt að koma sér upp þeirri hugsun að það komi mannréttindum við hversu margar konur og hversu margir karlar stýri útvarpsþáttum á X-inu? Hvernig réttlæta borgaryfir- völd að útsvarsfé sé notað til þessara„rannsókna"? En ef„mannréttindaráðið" hefur áhyggjur af því hvernig kynjahlutföll starfsmanna eru á tiltekinni einkarekinni útvarpsstöð þá mætti velta fyrir sér hvenær ráðið fer og kannar hversu margir vinstri- menn og hversu margir hægrimenn sinna dagskrár- gerð í Ríkisútvarpinu. En það ekki víst að slík tölfræði þykja áhugaverð í ráðhúsinu. Vefþjóðviljinn 26. febrúar2016 64 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.