Þjóðmál - 01.03.2016, Page 67

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 67
GJALDMIÐLAR „Heimur án peninga yrði verri, miklu verri, en heimur vor er nú."1 Björn Jón Bragason Alþjóðlegur gjaldmiðill á Islandi Löggjöf um peningamál fram til ársins 1931 Ef ég á að lýsa tímabilinu á undan heimsstyrjöldinni fyrri í sem fæstum orðum, held ég, að það verði best gert með því að kalla það gullöld öryggisins. í hinu forna austurríska keisaradæmi virtist all byggt á bjargi og sjálft var ríkisvaldið hornsteinn þessa trausta samfélags. Þau réttindi, er borgararnir nutu, voru lögfest af þinginu, hinni frjálsu kjörnu fulltrúasamkundu þjóðarinnar, og greini- lega kveðið á um allar skyldur. Gjaldmiðillinn, austurríska krónan, gekk manna á meðal í skíru gulli, svo enginn vafi lék á um gildi hennar.2 Þannig lýsir Stefan Zweig (1881-1942) hinni horfnu„öld öryggisins" í sjálfsævisögu sinni Veröld sem var. Frá því um miðja 19. öld og fram að ófriðnum mikla ríkti stöðug- leiki í peningamálum heimsins, peningar urðu alþjóðlegir og hvarvetna var komið á gulltryggingu gjaldmiðla og gullinnlausnar- skyldu. Hreyfanleiki fjármagns varð meiri en nokkru sinni fyrr og um leið aflvaki þeirra miklu framfara er urðu á tímabilinu. ísland var þar engin undantekning, þó umfangsmikil fjárfesting hæfist seint. Hér er ætlunin að fjalla í fáum orðum um tímabil alþjóðlegrar myntar á íslandi, frá því að norræn króna VORHEFTI2016 65

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.