Þjóðmál - 01.03.2016, Page 70
Friedrich von Hayek varaði við einokun ríkisins á útgáfu
peningaseðla:„Við munum ekki fá trúverðuga peninga fyrr
en aðrir en ríkisvaldið fá frelsi til þess að bjóða okkur betri
peninga en ríkisvaldið."
hvort einokun sé á útgáfunni. Hagfræðing-
urinn kunni, Friedrich von Hayek, sagði
peningaprentun annars eðlis en myntsláttu.
Einokun á útgáfu myntar skipti ekki svo miklu
máli. Hins vegar væri mikil hætta á að ríkisein-
okun á útgáfu peningaseðla yrði til þess að
valdhafarnir freistuðust til að gefa út of mikið
af peningum til að auka hagvöxt tímabundið,
en afleiðingin yrði dýrtíð. Eða svo vísað sé
orðrétt til Hayeks:
Við munum ekki fá trúverðuga peninga fyrr
en aðrir en ríkisvaldið fá frelsi til þess að
bjóða okkur betri peninga en ríkisvaldið.12
Hér koma glögglega fram þau klassísku
viðhorf sem voru við lýði í hagfræði á ofan-
verðri nítjándu öld, en Hayek vildi hefja til
vegs og virðingar heilli öld síðar.
Islandsbanki stofnaður
Frumvarp um stofnun hlutafélagabanka
var borið fram á Alþingi árið 1899 og var
þar kveðið á um að nýjum banka yrði veitt
einkaleyfi til seðlaútgáfu hér á landi til níutíu
ára. Frumvarpið dagaði aftur uppi hið fyrra
sinn sem þingið kom saman árið 1901, en var
borið fram aftur og breytingar gerðar í sam-
ræmi við ábendingar bankastjórnar danska
þjóðbankans. Einkarétturinn til seðlaútgáfu
skyldi nú vera til 30 ára, Landsbankinn lagður
niður, seðlaútgáfa mætti vera að hámarki 2,5
milljónir og gullforðatrygging á móti seðlum
yrði 50%. Frumvarpið náði fram að ganga og
varð að lögum nr. 11/1902, en þó með þeirri
breytingu að Landsbankinn fengi að lifa og
seðlar landssjóðs að haldast áfram í umferð,
750 þúsund krónur alls.13
Athyglisvert er að rýna í umræður um
frumvarpið á Alþingi, en ýmsir þingmenn
viðast hafa haft talsverða þekkingu á
bankamálum á þessum tíma og um leið verið
vel upplýstir um þróun þeirra mála í nágranna-
löndunum.
Þórður J. Thoroddsen var framsögumaður
meirihlutans í neðri deild og í umræðum um
seðlaútgáfuna sagði hann að einkaleyfi seðla-
banka hefði fremur tíðkast áður fyrr þegar
hlutverk þeirra hafi umfram allt verið að þjóna
ríkinu. Nú væru aðrir tímar og peningaverslun
orðin miklu meiri en áður var.14
íslandsbanki tók til starfa árið 1904 og hóf
þá útgáfu gulltryggðra seðla. Seðlarnir voru
að verðgildi 5,10, 50 og 100 kr. og á þeim
gat að lesa textann:„íslands banki greiðir
handhafa gegn seðli þessum ... [áprentað
verð] í gulli." Við stofnun bankans var kveðið
á um að gullforðinn yrði 50% og mætti
gullforðinn „alls ekki minni vera". Stjórnendur
íslandsbanka undu þessu illa og fengu því
framgengt að Alþingi samþykkti árið 1905 að
tryggingin yrði færð niður í 37,5% eða 3/8 af
seðlum í umferð. Með lögum nr. 65/1905 var
bankanum aukinheldur leyft að hafa gull-
forðann dreifðan á útibúum bankans, sem
torveldaði mjög allt eftirlit.
Á þessum tíma var algengast að gullforði
68 ÞJÓÐMÁL