Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 75

Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 75
krónur. Bankinn hefði því ekki getað leyst til sín meira en nam þeirri upphæð, enda ekkert enginn gullforði annars staðartiltækur.30 Björn Kristjánsson benti á mikilvægi þess að þau lönd sem veittu bönkum rétt til útgáfu innleysanlegra seðla yrðu að búa vandlega um hnúta. Bankinn sem hefði seðlaútgáfurétt- inn yrði að geta innleyst seðlana með gulli ef eitthvað bæri út af. Hér skipti staðsetning bankans miklu, því væri banki rekinn fjarri öðrum löndum, þannig að vikur eða jafnvel mánuði tæki að verða sér úti um gullmynt, þá mætti ekki gefa út meira af innleysanlegum seðlum nema gnægð gulls væri fyrir hendi í landinu sjálfu, hjá viðkomandi banka, hjá landssjóði eða í öðrum bönkum landsins. Ef aftur á móti vantaði mikið upp á gull í afskekktu landi þá yrði að líta á seðlana sem óinn- leysanlega í reynd, hvað svo sem löggjöfin segði, því jafnskjótt og verulegan aðsúg bæri að höndum yrði að tilkynna handhöfum seðlanna að þeiryrðu ekki innleystir.31 Erfiðleikar í nýfrjálsu ríki Á árum styrjaldarinnar skildu leiðir milli íslendinga og Dana í efnahagsmálum. Dýrtíðin var mun meiri hér og þrefaldaðist verðlag styrjaldarárin, en tvöfaldaðist í Danmörku. Mikill viðskiptaafgangur var öll stríðsárin og það var því ekki fyrr en að ófriðn- um loknum sem innflutningur fór að hafa óhagstæð áhrif á gengi krónunnar. Forsendur fyrirföstu gengi íslensku krónunnar við þá dönsku voru í reynd brostnar. Útflæði gjald- eyris var mikið.Til að hefta það var komið á innflutningshöftum og slegin stór erlend lán til að létta gjaldeyrisstöðu bankanna. Þessar ráðstafanir dugðu skammt. Viðskipti með gjaldeyri fóru fram utan bankanna og á óopinberu gengi. Um 1920 var efnahagsvandinn geigvæn- legur, en stjórnvöld vildu eftir sem áður halda óbreyttu gengi, þrátt fyrir of mikla seðla- prentun árin áður, útlánaþenslu, rýrnun kaupmáttar og fleiri áföll. Snemma á árinu 1920 var gjaldeyrisskortur orðinn tilfinnanlegur og peningar streymdu úr landinu. Því var brugðið á það ráð í mars Björn Kristjánsson (1858-1939) var skósmiður að mennt, en hafðieinnig numið tónfræðií Höfn. Hann starfaðisem bókhaldari og gerðist síðar kaupmaður. Hann satá Aiþingi árin 1900-1931 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu og var á þeim tíma Ialls tiu þingflokkum. Árin 1909- I918varhann bankastjóri Landsbankans og fjármáiaráðherra um nokkurra mánaða skeið árið 1917. það ár að banna„óþarfa" innflutning. Því hefur verið haldið fram á síðari tímum að grunnurfjármálakerfisins hérlendis hafi verið skakkur er ísland varð frjálst og fullvalda ríki. íslandsbanki hafi ekki verið undir það búinn að stjórna sjálfstæðu myntsvæði, en bankinn hafði freistast til of mikillar peninga- prentunar í ágóðaskyni á árum ófriðarins, líkt og vikið verður að hér síðar.32 Innlausnarskylda afnumin endanlega Áður var frá því sagt að sumarið 1914 setti Alþingi lög erafnámu innlausnarskyldu íslandsbanka tímabundið í kjölfar þess að danskur skipherra hafði innleyst alls 40 þúsund krónur í gulli. Lögin voru sett til skamms tíma en framlengd reglulega. Löggjafanum varð þó á að„gleyma" að framlengja lögin árið 1919 og þar með vaknaði innlausnarskylda bankans, án þess þó að menn gæfu því gaum. VORHEFTI2016 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.