Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 78

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 78
Komið var á skilaskyldu gjaldeyris og ekki var þess langt að bíða að sett yrðu á víðtæk innflutningshöft. Haftamúr var reistur um íslenskt efnahagslíf, með gegndarlausri sóun verðmæta og spillingu. Höftin voru að miklu leyti afnumin um 1960, en ekki að fullu fyrr en árið 1995. var þó aðeins hugsað til bráðabirgða. Flestir voru þeirrar skoðunar að gengið ætti að vera stöðugt, en helsti talsmaður þeirrar stefnu var Jón Þorláksson, formaður íhaldsflokksins, sem settist í stól Ijármálaráðherra 1924. Það ár varð mikið gengissig og skipaði Alþingi nefnd sem leggja skyldi fram tillögur um hvernig stuðla mætti að hærra gengi. Mikill ágreiningur var um málið og náðist ekki um það niðurstaða. Ekkert varð því úr upptöku gullfótar, en í október 1925 var gengi krónunnar fest við gengi sterlings- punds og hélst það gengi óbreytt allt fram til ársins 1939. Víkur þá sögunni að sívaxandi vandræðum hlutafélagabankans. Klukkan tíu að kvöldi sunnudagsins 2. febrúar 1930 var haldinn lokaður fundur í sameinuðu Alþingi. Aðeins eitt mál var á dagskrá: Ríkisábyrgð fyrir íslandsbanka. Fengist ábyrgðin ekki færi bankinn í þrot. Ríkisstjórnin treysti sér ekki til að styðja málið og því sendi bankinn beiðni um ríkisábyrgð beint til þingsins. Að loknum næturlöngum fundi var gengið til atkvæða klukkan sex að morgni. Beiðni um aðstoð var hafnað og þar með voru örlög íslandsbanka ráðin. Bankakerfið varð ríkisrekið hér með. Stjórnvöld höfðu aukið mjög á erfiðleika bankans með því að hækka gengið aftur 1925, en næstu árin á eftir ríkti mikil verðhjöðnun hérlendis, sem nam að meðal- tali um 6% á ári. Vextir á almennum víxlum voru litlu hærri. Raunvextir stóðu því í tveggja stafa tölu sem íþyngdi skuldunautum íslandsbanka verulega.45 Kreppan sem fylgdi í kjölfar gjaldþrots íslandsbanka leiddi til gjal- deyrishafta sem vörðu í 62 ár. Stöðnun ríkti í bankaþjónustu hérlendis, ísland varð þó þróað land en með„vanþróaða fjármálastarf- semi" eins og Ásgeir Jónsson, lektor í hag- fræði, hefur orðað það.46 Árið 1931 var gulltrygging sterlings- punds afnumin og í kjölfar þess ákváðu íslensk stjórnvöld að grípa til ýmissa efna- hagsráðstafana sem höfðu langvinn áhrif.47 Komið var á skilaskyldu gjaldeyris og ekki var þess langt að bíða að sett yrðu á víðtæk innflutningshöft. Haftamúr var reistur um íslenskt efnahagslíf, með gegndarlausri sóun verðmæta og spillingu. Höftin voru að miklu leyti afnumin um 1960, en ekki að fullu fyrr en árið 1995. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor í viðskipta- fræði og ráðherra, dró upp svofellda mynd af hagsögu íslands á tuttugustu öld: Fyrstu þrjátíu ár þessarar aldar, þeir áratugir, þegar lagður var grundvöllur að nútímaatvinnulífi á íslandi, einkenndust af frjálsum utanríkisviðskiptum, að árum fyrri heimsstyrjaldarinnar að sjálfsögðu frátöld- um. Næstu þrír áratugir einkenndust af höftum á viðskiptum og gjaldeyrisverslun. Um og eftir 1960 var hins vegar gerbreytt um stefnu í efnahagsmálum og tekin upp raunhæf gengisskráning, studd af mark- vissri stefnu ífjármálum ríkisins og peninga- málum, samhliða stórauknu frjálsræði í utanríkisviðskiptum og gjaldeyrisverslun.48 Raunhæf gengisskráning er grundvallar- atriði í farsælli stjórnun efnahagsmála, en óstöðugleiki hefur verið einkennismerki íslensku krónunnar. Frá því að hafist var handa við að létta höftunum 1960 og fram til 1988 hækkaði verðlag hérlendis um 560 falt eða um 56.000% svo dæmi sé tekið. Vara sem kostaði eina krónu árið 1960 kostaði um 560 gamlar krónur árið 1988. Á sama tíma fjór- til sexfaldaðist verðlag í Bandaríkjunum, Vestur-Þýskalandi og Japan, svo nokkur ríki innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar séu nefnd.49 Við setningu sambandslaganna var íslensk króna jafngild þeirri dönsku en nú þarf tæpar 2000 íslenskar krónurtil að kaupa 76 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.