Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 81

Þjóðmál - 01.03.2016, Qupperneq 81
íslenskra seðla og myntar. Myntrit 3. Myntsafn Seðla- banka og Þjóðminjasafns, Reykjavík 2002. Óli Björn Kárason:„Þjóðsagan um einokun ríkisins á útgáfu peninga". Frelsið, 1.-2. hefti, 1989. Samuelsson, Paul A.: Eœnomics. 11. útg. 1988. Schou, H.H.: Beskrivelse afdanske og norske Monter, Kaupmannahöfn 1926. Sigurður Nordal:„Aldamót". Listog lifsskoðun III. Áfan- gar. Reykjavík 1987. Tiðindi um stjórnarmálefni Islands III. Lovsamling for Island XXI. „Utan úr heimi". Skirnir, 90. árg. 1916. Zweig, Stefan: Die Welt von Gestern. Erinnerungen eines Europaers. Berlín 2013, bls. 18. Fyrsta útg. Stokkhólmi 1944. Zweig, Stefan: Veröldsem var. Sjálfsævisaga. Halldór J. Jónsson og Ingólfur Pálmason þýddu. Reykjavík 1958. Þorsteinn Gíslason:„Árið 1914". Skirnir, 80. árg. 1915. Dómar Dómur bæjarþings Reykjavíkur 26. maí 1921 í máli nr. 17/1920. Lyrd. 1882, bls. 81-83. Mál nr. 27/1881, kveðinn upp 9. janúar 1882. Landsyfirréttardómar og hæstaréttar- dómar I islenskum málum, 2. árg. 1886. Andúð á verslunarfrelsi Annan veturinn í röð hefur alþingi til með- ferðarfrumvarp til laga sem leyfa myndu einkaaðilum að selja áfengi í smásölu. Gegn þessu frumvarpi er barist af mikilli hörku á þinginu og allt gert til að koma í veg fyrir að atkvæði verði greidd um það. Það er athyglisvert að andstæðingar frumvarpsins tala mikið um að frumvarpið sé um að áfengi verði selt í matvöruverslun- um. Frumvarpið er ekkert sérstaklega um það, þótt það myndi opna fyrir slíkt, heldur um afnám einkaréttar ríkisins til smásölu á áfengi. En greinilegt er að andstæðingar frumvarpsins telja að með því að tala fyrst og fremst um matvöruverslanir geti þeir fært umræðuna um þær og frá almennum sjónarmiðum um verslunarfrelsi. Þeir hamra þess vegna á„freistnivandan- um" sem það fólk verði fyrir, sem reynir að forðast áfengi en þarf að kaupa í matinn. Dagleg barátta þessa við vínlöngunina verði miklu erfiðari ef það getur ekki keypt í mat- inn nema sjá vínflöskur boðnar til sölu. Þessi rök eru ekki einskis virði. Það á ekki að gera lítið úr þeirri baráttu sem margir eiga í við sjálfa sig, á hverjum einasta degi, til að forðast áfengið. Fyrir marga er þar allt í húfi. Það er fullkomlega virðingarvert að tala máli þessa fólks og vera þess vegna hikandi við það að hleypa áfenginu inn í matvöru- verslanirnar. En ætli þetta ráði í raun för hjá öllum þeim sem berjast gegn frumvarpinu? Ætli andúðin á viðskiptafrelsi og einkarekstri skipti kannski meira máli hjá mörgum þeirra? Mjög margiraf andstæðingum frum- varpsins á þingi láta oft eins og þeir vilji sættir, samræðu og málamiðlanir. En hafa þeir reynt eitthvað slíkt í þessu máli? Flafa þeir lagt eitt- hvað til, sem gæti orðið málamiðlun? Auðvitað er hægt að ímynda sér ýmsar útfærslur. í núverandi frumvarpi er til dæmis gert ráð fyrir takmökunum á því á hvaða tímum dagsins verði heimilt að selja áfengi í smásölu. Slíkt mætti útfæra nánar. Það er hægt að setja takmarkanir við því í hversu mörgum verslunum í sama sveitarfélagi matvörukeðjur mega bjóða upp á áfengi. Það er hægt að setja takmarkanir við því í hversu stórum verslunum selja má áfengi. Það er meira að segja hægt að banna að selja áfengi á sama stað og hefðbundin matvæli, en leyfa einkaaðilum smásölu annars staðar. Vefþjóðviljinn er ekki með þessu að tala fyrir slíkum breytingum. En þær eru dæmi um tillögur sem þeir, sem eru í raun hlynntir verslunarfrelsi en vilja takmarka það til að gæta hagsmuna þeirra sem berjast við eigin áfengislöngun, gætu lagt til, ef þeir vilja í raun miðla málum. En hugsanlega er það í raun verslunar- frelsið sem þeir eru á móti. Veðþjóðviljinn 22. febrúar 2016 VORHEFTI2016 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.