Þjóðmál - 01.03.2016, Page 82

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 82
DÆMISAGA Saga af tíu vinum Dr. David R. Kamerschen, prófessor í hagfræði við Háskólann í Georgíu, setti saman dæmisögu sem varpar með einföldum hætti Ijósi á alvarlega galla stighækkandi tekjuskatts. Hér er dæmisagan staðfærð og breytt lítillega en hún gefur okkur ágæta innsýn í íslenska skattkerfið eftir að því var kollvarpað á síðasta kjörtímabili með stighækkandi skattprósentum. Um leið skýrir sagan ágætlega hvers vegna það er erfitt pólitískt að lækka skatta undir kerfi stighækkandi skattheimtu, jafnvel þótt öll hagræn rök mæli með lækkun. Tíu félagar hittast vikulega og fá sér bjór. Reikningurinn er upp á 10 þúsund krónur. Þeir skipta reikningnum á milli sín með sama hætti og þeir greiða skatta og styðjast þá við tekjutengt skattkerfi. Því hærri tekjur, þeim mun meira er greitt. Því lægri tekjur, þeim mun lægri er greiðslan og jafnvel er ekkert greitt. Niðurstaðan: • Fyrstu fjórir félagarnir greiða ekkert. • Fimmti félaginn greiðir 100 krónur. • Sá sjötti greiðir 300. • Sá sjöundi greiðir 700. • Sá áttundi greiðir 1.200. • Sá níundi greiðir 1.800. • Tíundi félaginn (sá ríkasti) greiðir 5.900, eða 59% af heildarfjárhæðinni. 80 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.