Þjóðmál - 01.03.2016, Side 83

Þjóðmál - 01.03.2016, Side 83
Bareigandinn hefur áttað sig á því að þessir tíu fræknu vinir eru bestu viðskiptavinir hans og því nauðsynlegt að gera vel við þá. Með því vill hann tryggja viðskiptin enn betur og eiga það síður á hættu að þeir færi sig yfir til keppinautar á næsta götuhorni. Dag einn tilkynnir bareigandinn að hann hafi ákveðið að veita félögunum 20% fastan afslátt. í stað þess að þeir greiði 10 þúsund krónur verði reikningurinn hér eftir átta þúsund krónur. Vinirnir fagna og ákveða að halda sig við regluna um að hlutur hvers og eins sé áfram tekjutengdur. Eftir sem áður greiða fjórir tekjulægstu vinirnir ekkert. En hvernig er þá best að skipta tvö þúsund króna afslættinum? Félagarnir eru sammála um að skipta afslættinum á milli þeirra sex sem greiða fyrir drykkjuna. En þeir átta sig strax á því að ef tvö þúsund krónum er skipt í sex hluti koma 333,33 krónur í hlut hvers og eins. Það gengur auðvitað ekki enda yrði niðurstaðan sú að sá fimmti og sá sjötti fengju í raun greitt fyrir að drekka bjórinn. Sá fimmti fengi 233,3 krónur og sá sjötti um 33,3 krónur. Einföld lausn Bareigandinn er með lausnina. Best sé að skipta afslættinum þannig að þeirtekju- lægstu fái hlutfallslega mesta afsláttinn. Á þetta sættast félagarnir og reikningurinn skiptist því þannig: • Fyrstu fjórir félagarnir greiða ekkert frekar en áður. • Fimmti félaginn greiðir ekkert (100% afsláttur) • Sjötti greiðir 200 krónur í stað 300 króna (33% afsláttur) • Sjöundi greiðir 500 krónur í stað 700 króna (28% afsláttur) • Áttundi greiðir 900 krónur en ekki 1.200 krónur (25% afsláttur) • Níundi félaginn greiðir 1.400 en ekki 1.800 (22% afsláttur) • Tíundi félaginn, sá ríkasti, greiðir 4.900 krónur í stað 5.900 króna (16% afsláttur). Hlutur hans í heildarreikningi er nú liðlega 61% en var áður 59%. Þannig eru allir betur settir en áður og sá fimmti fær nú að drekka sinn bjór án þess að greiða nokkuð. Þrátt fyrir að auðmaðurinn í hópnum hafi fengið helming þess afsláttar sem bareigandinn ákvað að veita hefur hlut- deild hans í heildarreikningi hækkað úr 59% í 61%. Afslátturinn hefur með öðrum orðum aukið hlutfallslega byrði hans enda drekka nú fimm vinir hans frítt. Þegar félagarnir eru að kveðja hver annan renna hins vegar tvær grímur á menn. „Ég fékk aðeins 100 krónur í minn hlut af tvö þúsund króna afslætti," hrópar sjötti félaginn.„Hann fékk hins vegar eitt þúsund krónur - tíu sinum meira en ég," bætir hann við og bendir á þann tíunda og ríkasta. „Þetta er rétt," hrópar sá fimmti, sem nú fékk að drekka frítt.„Ég sparaði einnig aðeins hundrað kall. Þetta er ósanngjarnt." „Nákvæmlega," bætti sjöundi maðurinn. „Þeir ríku fá alltaf meira í sinn hlut." „Bíðið nú aðeins," hrópaði einn þeirra sem alltaf hafa drukkið frítt.„Við fengum ekkert í okkar hlut. Þetta er enn eitt dæmið um órétt- læti. Líkt og í skattkerfinu eru þeirtekjulægstu alltaf arðrændir." Þannig æsist leikurinn og endar með því að tíundi félaginn er umkringdur af hinum. Félagarnir níu ganga síðan í skrokk á hinum ríka, sem fékk eitt þúsund króna afslátt. í nidurníðslu Viku síðar er mætt á barinn en auðmaðurinn lætur ekki sjá sig. Níumenningarnir drekka og spjalla. En svo kemur að uppgjöri. Þá rennur upp fyrir þeim að þeir hafa ekki lengur efni á því greiða fyrir drykkjuna. Þeir eiga ekki einu sinni fyrir helmingi upphæðarinnar. Þannig virkar tekjutengt skattkerfi. Tíundi félaginn situr nú á öðrum bar og drekkur sinn bjór í næði. Hann greiðir aðeins fyrir það sem hann drekkur og tekur ekki þátt í að greiða fyrir drykkju annarra og sparar verulega peninga. Fyrrverandi félagar hans hafa hins vegar ekki lengur efni á að hittast. Gamli barinn er nú í niðurníðslu enda hefur stórkostlega dregið úr viðskiptunum. VORHEFTI2016 81

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.