Þjóðmál - 01.03.2016, Page 89
Morgunblaðid/(>olli
Varkárt mat Svavar segir nefndina reikna með að eignir Landsbanks dugi fyrir 75 prósent af höfuðstóli lánsins.
Morgunblaðið birti viðtal við Svavar Getsson, mánudaginn 8.júní2009 en á föstu-
deginum hafði verið skrifað undir samninga við Breta og Hollendinga.
bankans, nokkuð meiri en áætlað var árið 2009.
Nánar um áætlunina
forgangskröfuhafa, sem og hlutdeildTrygg-
ingarsjóðsins (TIF) í greiðslunum, hefðu
samningarnir verið samþykktir.
I frumvarpi að lögum nr. 96/2009 eru ítar-
legar upplýsingar um samningana og íslensk
þýðing þeirra er í fylgiskjali með frumvarpinu.
Allar upplýsingar um samningana sem hér er
vísað til eru fengnar úr frumvarpinu.
Einn stærsti áhrifaþáttur á hugsanlegar
greiðslur ríkissjóðs vegna samninganna eru
greiðslurforgangskrafna úrslitabúi Lands-
bankans, bæði fjárhæð þeirra og tímasetning.
Því hærri sem greiðslurnar eru í heildina,
þeim mun minni hefði skuldTryggingar-
sjóðsins í lok tímabilsins verið og greiðsla
ríkissjóðs því lægri. Því fyrr sem greiðslurnar
berast því hraðar hefði höfuðstóll skuldar
Tryggingarsjóðsins lækkað og því vextir af
skuldinni orðið lægri. Þá skipti gengi krónunn-
ar gagnvart pundi og evru við útgreiðslu úr
búi Landsbankans einnig miklu máli; krafa í
bú Landsbankans er í krónum og því hærra
sem gengi krónunnar er við útgreiðslu, þeim
mun fleiri pund og evrur fást greidd upp í
kröfurnar.
í grunnáætluninni í frumvarpinu var byggt
á að eignir slitabús Landsbankans myndu
duga til greiðslu á 75% af forgangskröfum.
Þessi áætlun reyndist mjög varfærin því
forgangskröfur í slitabú Landsbankans voru
greiddar að fullu í upphafi þessa árs. í töflu 2
er yfirlit yfir greiðslur slitabús Landsbankans til
Tafla 2
Dags. Brúttó Nettó HluturTIF
2. des. 2011 409,9 404,6 200,8
15. maí. 2012 172,3 170,1 84,4
9. okt. 2012 80,0 79,0 39,2
12. sept. 2013 67,2 66,3 32,9
23. des. 2014 402,7 397,5 197,2
1 l.jan. 2016 210,6 210,6 104,5
Alls 1.342,7 1.328,0 659,0
Tafla 2. Greiðslur slitabús Landsbankans til forgangs-
kröfuhafa og hlutur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda
og fjárfesta (TIF) íhverri greiðslu hefðu Svavars-samn-
ingarnir verið samþykktir. Allar fjárhæðir í milljörðum
króna. Heildargreiðslur (brúttó) Landsbankans til
forgangskröfuhafa námu 1.342,7 milljörðum en af
fyrstu fjórum greiðslunum voru 14,6 milljarðargreiddir
inn á geymslureikninga vegna ágreiningskrafna og
síðar endurgreiddir Landsbankanum. Nettógreiðslur til
forgangskröfuhafa námu því 1.328 milljörðum króna og
þar af hefði Tryggingarsjóðurinn fengið 659 milljarða.
Nákvæm dagsetning greiðslunnar í maí 2012 liggur ekki
fyrir og er hún hér áætluð um miðjan mánuð.
Heimild: LBI (2015) og LBI (2016).
Svavars-samningarnir voru tveir, við breska
ríkið annars vegar og hollenska ríkið hins
vegar. Hefðu þeir verið samþykktir hefði
skuldTryggingarsjóðsins við breska ríkið
numið 2,35 milljörðum punda og við
hollenska ríkið 1,329 milljörðum evra. Vextir
af láninu voru 5,55% og áttu að leggjast
við höfuðstól þess árlega, 5. júní ár hvert.
VORHEFTI2016 87