Þjóðmál - 01.03.2016, Page 95
í upphafi stríðs gerðu bresk stjórnvöld út af
örkinni ræðismann til að gæta hagsmuna
Bretaveldis hér á landi. Sá ágæti maður var
í raun eins manns hernámslið. Hann hikaði
ekki við að segja íslenskum ráðamönnum
fyrir verkum og réð eiginlega öllu sem
hann vildi.f...]
Stríðið mikla færði íslensku þjóðinni ekki
velmegun og velsæld, fólk hafði ekki
ástæðu til að segja„blessað stríðið" eins og
þegar næsti heimsófriður teygði anga sína
hingað."
Með þessum orðum boðar höfundurinn
lesandanum viðfangsefni sitt við ritun bókar-
innar, það er að greina og skýra afleiðingar
stríðsins fyrir íslensku þjóðina í bráð og lengd.
Innviðir íslenska stjórnkerfisins voru ekki
viðamiklir við upphaf heimsátakanna. Árið
1904 kom stjórnarráðið til sögunnar með
einum ráðherra og landritara, Klemens
Jónssyni, sem stjórnaði daglegum rekstri.
íslenska stjórnarskrifstofan í Kaupmanna-
höfn, Jón Krabbe, var tengiliður landstjórn-
arinnar við dönsk stjórnvöld. Við upphaf
árs 1914 var fólksfjöldi á íslandi 87.137 og
starfsmenn stjórnarráðsins 16 og sinntu
allir störfum sínum í stjórnarráðshúsinu við
Lækjartorg. Hannes Hafstein lét af ráðherra-
embætti 21. júlí 2014. Sigurður Eggerz tók
við af honum. Daginn sem Austurríkismenn
sögðu Serbum stríð á hendur, þriðjudaginn
28. júlí, var Sigurður á heimleið af konungs-
fundi í Kaupmannahöfn, þaðan hélt hann til
Englands og fékk far til Víkur í Mýrdal með
enskum togara frá Hull.Til Víkur kom hann
miðvikudaginn 29. júlí 2014 og hélt ríðandi
að bænum Ægissíðu við Ytri-Rangá. Þar beið
bifreið frá Reykjavík ráðherrans og þangað
kom hann skömmu eftir miðnætti aðfaranótt
föstudags 31. júlí. Á meðan ráðherrann var
á leiðinni frá Vík spurði stjórnarráðið tengilið
sinn í Kaupmannahöfn um horfur í Evrópu
og fékk þau svör„að brýnt væri að birgja
landið tafarlaust upp af matvöru og öðrum
Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur hlaut íslensku
bókmenntaverðlaunin 2016 í flokki fræðibóka og rita
almenns efnis.
nauðsynjum". Föstudaginn 31. júlí barst annað
stutt og skorinort skeyti frá Kaupmannahöfn:
„Horfurnar voðalegar". Daginn eftir sögðu
Þjóðverjar Rússum stríð á hendur. Þá hafði
alþingi samþykkt bjargráðafrumvarp eða
neyðarlög. (Bls. 112 til 115.)
í lok árs 2015 voru íbúar á íslandi um
330.000 eða tæplega fjórfalt fleiri en árið
1914. Sé litið á flölda stafsmanna í stjórnar-
ráðinu, það er aðalskrifstofum ráðuneyta,
starfa þar um 500 manns sem er þó ekki
nema 2,5% ríkisstarfsmanna, segir á vef-
síðunni rikiskassinn.is. Fjöldi starfsmanna
stjórnarráðsins hefur rúmlega 30 faldast á
100 árum. Upphaf þessa vaxtar í umsvifum
ríkisins má rekja til stríðsins mikla. Kröfurnar
um aðgerðir af hálfu hins opinbera jukust
jafnt og þétt eftir því sem á stríðið leið.
í upphafi árs 1917,4. janúar, var ákveðið
að fjölga ráðherrum úr einum í þrjá. Fyrsta
Fjöldi starfsmanna stjórnarráðsins hefur rúmlega 30 faldast á 100 árum.
Upphaf þessa vaxtar í umsvifum ríkisins má rekja til stríðsins mikla.
VORHEFTI2016 93