Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 96

Þjóðmál - 01.03.2016, Síða 96
Á fundinum taldi Davíð ástandið alvarlegt og horfur slæmar, aðstæður væru þannig að þjóðstjórn kynni að eiga rétt á sér. Viðbrögð ýmissa ráðherra urðu á þann veg að engu var líkara en þeir vissu ekki að í orðum Davíðs fólst skírskotun til fyrri atburða úr stjórnmálasögunni. Á þeim tíma sem Davíð nefndi þetta var staðan á þann veg að þessi kostur hlaut að koma til skoðunar. ríkisstjórn landsins kom til sögunnar undir forsæti Jóns Magnússonar og sat hún fram á árið 1920.„Þessi fyrsta ríkisstjórn fslands var skilgetið afkvæmi heimsstyrjaldarinnar," segir Gunnar Þór og vitnar í Jón Magnússon sem sagði ákvörðun um aðfjölga ráðherrum „fyrirvaralaust" hefði einkum verið tekin „vegna Norðurálfuófriðarins og þess ástands, er af honum leiðir". Telur Gunnar Þór réttiiega að þarna hafi hin fyrsta þjóðstjórn komið til sögunnar en ekki með ríkisstjórn Fram- sóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks í apríl 1939, en hún er jafnan nefnd sem eina þjóðstjórnin í sögu íslands. Gunnar Þór segir: „Vorið 1939 var annar Evrópuófriður í aðsigi og efnahagsástand bágborið. í janúar 1917 hafði heimsstyrjöld geisað í nærfellt tvö og hálft ár og horfur voru ískyggilegar. En í báðum tilvikum leituðu stjórnmálamenn eftir samstöðu á viðsjárverðum tímum. Ríkisstjórn Jóns Magnússonar, fyrsta ríkisstjórn íslands, er réttnefnd þjóðstjórn þótt það hugtak hafi fram til þessa hafi ekki verið notað um hana. Hennar beið risvaxið verkefni." (Bls. 274.) Geir H. Haarde forsætisráðherra bauð Davíð Oddssyni seðlabankastjóra að sitja fund ríkisstjórnarinnar 30. september 2008 eftir að ríkið hafði eignast 75% hlut í Glitni-banka og áður en Landsbankinn og Kaupþing féllu. Á fundinum taldi Davíð ástandið alvarlegt og horfur slæmar, aðstæður væru þannig að þjóðstjórn kynni að eiga rétt á sér. Viðbrögð ýmissa ráðherra urðu á þann veg að engu var líkara en þeir vissu ekki að í orðum Davíðs fólst skírskotun til fyrri atburða úr stjórn- málasögunni. Á þeim tíma sem Davíð nefndi þetta var staðan á þann veg að þessi kostur hlaut að koma til skoðunar enda sagði Geir H. Haarde í setningarræðu landsfundar Sjálf- stæðisflokksins 26. mars 2009: „Þegar horft er til baka [til hinnar pólitísku stöðu við bankahrunið í október 2008] er mín niðurstaða sú að hyggilegast hefði verið að freista þess strax í haust að mynda þjóðstjórn allra flokka. Hún hefði hugsanlega getað setið út veturinn, gert nauðsynlegar ráðstafanir í efnahags- og atvinnumálum og undirbúið kosningar. Vandinn var sá að vinstri grænir, sem vildu komast í þjóðstjórn, vildu láta kjósa strax í nóvember og voru algjörlega á móti sam- starfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Sam- fylkingin var hins vegar á móti þjóðstjórn af ýmsum ástæðum og ég gaf þennan kost frá mér að vandlega athuguðu máli. Þegar áramótin nálguðust áttum við formenn stjórnarflokkanna ítarlegar viðræður um möguleika á margs konar breytingum, m.a. á ríkisstjórninni. Var mín hugmynd sú að formaður Samfylkingarinnar yrði fjármálaráðherra samhliða annarri upp- stokkun í stjórninni. Ein af hugmyndunum sem voru ræddar af minni hálfu á þessum tíma var hugsanleg sameining eða aukið samstarf Seðlabanka og Fjármálaeftirlits." Af þessum orðum má ráða að sundurlyndi hafi verið meira milli stjórnmálamanna haustið 2008 þegar ijármálakerfið hrundi en árin 1917 og 1939. Fjármálahruni verður aldrei jafnað við heimsstyrjöld en áhrif hrunsins hér og það sem við blasti í byrjun október var geigvænlegt. Sagan sýnir að réttar ákvarðanir voru teknar með setningu neyðarlaganna í byrjun október 2008. Um þær náðist víðtæk samstaða á alþingi. Gunnar Þór segir að viðgangsefni ríkisstjórnar Jón Magnússonar hafi verið 94 ÞJÓÐMÁL
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.