Þjóðmál - 01.03.2016, Page 98
hefur í þjóðarsálinni allt frá því land byggðist
er að einangrast, að geta ekki leitað eftir
björgum annars staðar. Ný vídd skapaðist í
því efni í stríðinu mikla með viðskiptatengsl-
unum við Bandaríki Norður-Ameríku og með
eigin skipastóli.
Þótt óttinn við einangrun hafi verið og
sé mikill stendur hin tilfinningin ekki síður
djúpum rótum, að samskiptin við aðra verði
að vera á íslenskum forsendum en ekki með
framsali á fullveldisréttinum í hendur annarra.
Þegar verulega reyndi á vegna stríðsátaka
höfðu Danirenga burði til að skapa íslensku
þjóðinni hinn nauðsynlega tengilið við
umheiminn.Tilraunin til fullveldisframsals
með ESB-aðildarumsókninni misheppnaðist
af mörgum ástæðum en ekki síst þeirri að
beitt var blekkingum um eðli umsóknar-
innar og aðildar - látið var í veðri vaka að
unnt yrði að halda í hinar nauðsynlegu
íslensku forsendur með fyrirvörum og varan-
legum undanþágum. íslendingum vegnar
aðeins vel hafi þeir vald og frelsi til samskipta
við ríki austan hafs og vestan.
Draumur í draumi
Þiggðu blíðan koss á brá!
Brátt ég kveð og fer þér frá.
Verð ég þó að játa þá-
Þér er rétt að telja;
Að mitt var draumur einn að velja;
Ef vonin hljóðlátt hvarf úr vegi
hvort á nóttu eða degi,
í tálsýn eða engri,
er hún þá nokkuð lengri?
Að allt er við sjáum eða sýnist,
sé draumur innan draums er týnist.
Ég eiri hér við boða bönd
á brimsorfinni strönd.
Og held í minni hönd;
kornum sægulls sanda-
Svo fá! en hripa milli handa.
Renna úr fingrum og í djúpið,
í mitt salta tára hjúpið.
Drottinn get ég þéttað gripið,
greipað fingur minnkað hripið?
Guð get ég ei hamið hönd
á hrjúfri óláns eyðiströnd?
Er allt er við sjáum eða höldum,
aðeins draumur af draumsins völdum?
Byggt á Ijóðinu „A Deam within A Dream"
eftir EdgarAllan Poe. Jón Hjaltason þýddi 2014.
96 ÞJÓÐMÁL