Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 1
Morgunathöfn þjóðhátíðardagsins á Austurvelli var hátíðleg
að venju. Þar flutti forsætisráðherra ávarp og fjallkonan sér-
samið ljóð. Skrúðganga fór frá Austurvelli í kirkjugarðinn við
Suðurgötu þar sem blómsveigur var lagður að leiði Jóns Sig-
urðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Lúðrasveitir voru á
vappi um miðbæ Reykjavíkur í gær en Lúðrasveit Reykjavík-
ur, Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur héldu
upp á þjóðhátíðardaginn með því að arka fram og til baka um
miðborg Reykjavíkur og blása í lúðra sína. »6
Morgunblaðið/Jón Helgi
Lúðrasveitir örkuðu fram og aftur
F Ö S T U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 141. tölublað . 109. árgangur .
ALLIR ERU JAFNIR
FYRIR LISTA-
GYÐJUNNI MÆLA HJARTSLÁTTINN
NÁGRANNAÞJÓÐ-
IRNAR Í 16 LIÐA
ÚRSLITIN
SVARTÞRESTIR 9 EM Í KNATTSPYRNU 27TEGUNDAGREINING STEINGRÍMS 28
_ Flestir formenn stjórnarand-
stöðuflokkanna segja verð bréfanna
í hlutafjárútboði Íslandsbanka hafa
verið allt of lágt. Mikla þátttöku al-
mennings í útboðinu megi því rekja
til verðlagningar bréfanna auk
óhagstæðra vaxta á innlánsreikn-
ingum.
Flestir formenn stjórnarandstöð-
unnar fagna aðkomu erlendra fjár-
festa og breiðri dreifingu eignar-
halds bankans.
„Auðvitað er ánægjulegt að við
séum að fá erlenda fjárfesta þarna
inn, hugsanlega mun það einhverju
breyta. En það breyttist ekkert hjá
Arion banka við það og við erum enn
að glíma við þessa fákeppni á banka-
markaði. Því miður,“ segir Inga Sæ-
land formaður Flokks fólksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
formaður Viðreisnar telur jákvætt
að almenningur sé aftur orðinn þátt-
takandi í hlutafjármarkaðnum. »2
Telja bréfin hafa
farið á undirverði
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar, segist
vona að sóttkví við komuna til lands-
ins verði afnumin fljótlega.
Opnað var fyrir komu bólusettra
ferðamanna frá löndum utan EES/
EFTA-svæðisins hinn 6. apríl.
Ferðamenn sem eru bólusettir eða
með vottorð um fyrri sýkingu fara
nú í eina sýnatöku á landamærum
fram að 1. júlí.
Óbólusettir ferðamenn frá EES/
EFTA-löndum, aðrir en þeir sem
koma frá Grænlandi, þurfa að sýna
neikvætt PCR-
próf, fara í tvær
sýnatökur og
sæta sóttkví í
fimm daga.
„Þegar það var
opnað 6. apríl fyr-
ir bólusetta ferða-
menn utan
Schengen byrj-
uðu Ameríkanar
að tínast til lands-
ins. Það eru aðallega þeir sem hafa
verið á ferðinni í einhverjum mæli
síðustu vikurnar. Síðan er núna farið
að bera töluvert meira á Evrópu-
búum,“ segir Bjarnheiður.
„Það sem einkennir þessa ferða-
menn er fyrst og fremst að þeir eru
nánast allir bólusettir. Það sem mun
skrúfa almennilega frá krananum er
þegar við getum breytt reglum á
landamærunum þannig að sóttkvíin
verði afnumin. Það verði, eins og var
búið að tala um að yrði jafnvel 1. júlí,
bara einföld skimun fyrir alla. Því
var frestað allavega til 15. júlí.
Það er í rauninni það sem ferða-
þjónustan er að bíða eftir, því að þá
getum við sagt að það sé búið að af-
létta öllum takmörkunum og þá get-
ur ferðaþjónustan farið í fullan gang.
Þetta er náttúrlega takmarkandi
þáttur því það eru ekki allar þjóðir
komnar eins langt og við í bólusetn-
ingunum,“ segir hún.
Mikið bókað í haust
Bjarnheiður segir að bókanir séu
að tínast inn en þær séu ekkert mið-
að við árin fyrir faraldurinn. Þó sé
mikið bókað í ágúst og september og
fram eftir haustinu.
„Þetta eru mjög spennandi tímar
og ferðaþjónustan til í tuskið og
hlakkar til að komast í gang aftur al-
mennilega,“ segir Bjarnheiður.
„Staðan er allt önnur en í fyrra.“
Hún á von á að ferðamenn verði til
helminga Íslendingar og erlendir
ferðamenn framan af sumri.
Vilja afnema sóttkvína
- Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna komast í fullan
gang þegar sóttkví á landamærunum verður afnumin - Von á aukningu í haust
Bjarnheiður
Hallsdóttir