Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 17

Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021 Kartell Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is BOURGIE Borðlampi Frá 39.900,- ÚTSKRIFTAGJAFIR JELLIES glas – 3.290,- stk. PLANET Borðlampi 28cm 54.900,- MASTERS Stóll – 33.900,- COMPONIBILI hirsla 3ja hæða – frá 18.900,- MOON skál Ø: 45 cm – 13.900,- AIR DU TEMPS Klukka – 17.900,- BATTERY Hleðslulampi Lítill frá 21.900,- Stór 43.900,- 17.950kr. Elisa Ljósastaur, hæð: 85 cm Litir: Grár, hvítur og svartur Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 Vísindunum fleygir fram. T.d. hafa verið birtar niðurstöður merkrar rannsóknar á kúgun kúa. Greinin, sem birtist í tímariti Kven- og kynfræða- deildar háskólans í Nýju Jórvík (NY), heitir: „Undirbúningur fyrir píslarbekk nauðg- unarinnar: Kven- frelsun og rányrkja á æxlunarfærum dýra“ (Readying the Rape Rack: Feminism and the Exploitation of Non-Human Reproductive Systems). Fyrir höfundi, Mackenzie April, vakir að afhjúpa „kvenfrelsunar- tilbrigði við landbúnað með dýr“. Höfundur er aðgerðasinni og beitir sér fyrir rétti dýra og neyslu græn- metis. Hún fræðir lesandann um, að því miður sé skortur á slíkum rann- sóknum, sem engu að síður séu þýðingarmiklar, því að á sama hátt og „heilsa kvenna hafi verið í húfi árum saman, hafi æxlunarlíffærum mjólkurkúa verið misþyrmt (poded and prodded)“. Mackenzie vekur athygli á því, hvernig slík misþyrming stingi í stúf við þá mynd kýrinnar, sem frá blautu barnsbeini hefur borið fyrir hugskotssjónir okkar, þ.e. „mjólk- urkýr á beit á fögru engi, þar sem þær „leika við hvurn sinn fingur“ (sow and play) og leggjast til svefns í rúmgóðu bóli. Við sjónum okkar blasir hamingjuríkt líf [kúnna], en þegar kemur að drápi hinna sömu, blasir [hins vegar] við ógeðfelldur veruleiki.“ Rannsókn Mackenzie leiddi m.a. í ljós, að bændur nauðgi kúm sínum með sæðingum og misnoti þær kyn- ferðislega, þegar þær eru mjólkaðar. Þannig býður mjólkuriðnaðurinn heim umsvifamikilli kynferðislegri misnotkun; „vettvangur kynferð- islegar árásar og hlutgervingar á grundvelli sköpunarverksins“. Fólk er hvatt til and- ófs gegn bændum sem slíka ósvinnu stunda, svo að „til fullnustu megi vinna bug á kyn- ferðislegri kúgun [þ.e. kúgun kvenna].“ [Kúg- unin] er verulega út- breidd, en fram hjá henni litið, þar sem við kjósum að virða að vett- ugi dýrin sem við deil- um jörðinni með.“ … „Samfélaginu ber einnig skylda til að láta sig hlutskipti mjólkurkúa skipta.“ Þær séu fórnarlömb (subjects) „kynferð- islegs misréttis og ofbeldis“, enda þótt þær hvorki „hafi hátt um það né séu skiljanlegar“. Mackenzie elur þá von í brjósti, að rannsókn hennar ljúki augum al- mennings upp fyrir því, hvernig mjólkuriðnaðurinn „styðji og sé [um leið] dæmi um niðurlægjandi með- ferð kvenlíkama og æxlunar“. Hún gælir einnig við þá tilhugsun, að rannsókn hennar verði kvenfrels- urum og öðrum réttlætissinnum hvatning til „að taka tillit til dýralík- ama í kvenfrelsunarviðhorfum sín- um. … og virða líf dýra eins og væri eigið líf“. Hún leggur einnig að les- endum, að leggja að jöfnu baráttuna fyrir rétti kúa „með svipuðum rök- semdum og aðgerðum og í barátt- unni fyrir rétti kvenna, [baráttu] sem fólki er hlíft við sökum forrétt- inda tengdra kynþætti, kynferði, stétt og svo framvegis“. „Vaki það fyrir okkur að færa rök fyrir rétti allra lífvera í veröld, þar sem ríkir kynferðisleg og kynbundin kúgun [þ.e. kúgun af karla hálfu], ætti að taka tillit til mjólkurkúa, þegar æxlunarheilsa kvenna er rædd. Það eiga mjólkurkýr skilið,“ segir Mackenzie. Greinarhöfundur ber saman ófrjó- ar kusur og óbyrjur, sem svo eru, að eigin ósk. „Konur, sem óska þess að fæða ekki börn, eru skammaðar. Sé kýr [hins vegar] ófrjósöm liggur leið hennar í sláturhúsið. Þar eð æxl- unarfæri þeirra eru gagnslaus eru þær ónytjungar [taldar] sem líf- verur.“ Þetta kallar höfundur „tvö- falt siðferði“, þar sem siðvætt sam- félag mundi kveinka sér við að myrða konur um leið og þær yrðu ófrjósamar. „Hin úr sér gengna ímynd kon- unnar sem móðir og uppalandi lifir góðu lífi í mjólkuriðnaðinum, sér- staklega með hliðsjón af því, hvernig rányrkjunni á skepnunum er hagað,“ t.d. við þá „nauðgun“, sem í sæðingu felst; við mjöltina, sem er „kynferð- islegri misnotkun“ líkust; við „tilfinn- ingalegt áfall kelfdrar kýr“, sem einnig hefur mátt þola „kynvaka- meðferð án samþykkis“. Lokaorð höfundar eru þessi: „Á meðan við berjumst gegn kynferðis- legu ofbeldi gegn konum lokum við augunum fyrir sams konar ofbeldi sem aðrar lífverur verða fyrir, þrátt fyrir að leiðir séu færar til að haga lífi sínu á sjálfbærari hátt og sem leiða ekki til misþyrminga á millj- ónum kvenlíkama.“ Höfundur spyr að lokum, hvers vegna fólk haldi í heiðri auðvaldið, kynfólskuna og feðraveldið, þegar því er í lófa lagið að losna við þann ófögnuð allan á einu bretti og stuðla um leið að æxl- unarréttlæti dýra. Eru kýr beittar kynferðislegu ofbeldi? Eftir Arnar Sverrisson Arnar Sverrisson »Ný þekkingarfræði hefur skotið rótum í vísindunum. Lögð er áhersla á samhygð við rannsóknarviðfangið, t.d. við landbúnaðar- rannsóknir. Höfundur er ellilífeyrisþegi. arnarsverrisson@gmail.com Það gengur mikið á í heiminum og ekki síst í Kínahafinu þar sem menn ota sínum tota í mót sínum „and- skotum“ gráir fyrir járnum. Það vakti hins vegar furðu mína er Kínverjar settu einn ágætan lögfræðing út af sakramentinu ekki alls fyrir löngu og frystu engar eignir hans í Kína. Kínverjar eru um margt merkileg þjóð. Þeir eru kommúnistar að nafni til en eru engu að síður einhverjir mestu kapítalistar í gjörvöllum heimi. Þar í landi hafa menn fyrir löngu afskaffað lýðræði, málfrelsi, ritfrelsi og trúfrelsi sem þeir telja algeran óþarfa. Þeir eru víst nokkuð fastir fyrir gagnvart nágrönn- um sínum og eru t.d. fyrir löngu búnir að „Kínverja“ Tíbeta. Þeir minna íbúa Hong Kong á að nú búi þeir í Kína, þar með skuli þeir hætta að hafa skoðanir og marsera í takt. Þá krefjast þeir að Taívanar gangi til liðs við Ping og ger- ist kínverskir kommúnistakapítalistar. Þeir vilja eignast allt Kínahaf, ef ekki hálft Kyrrahafið a.m.k., sem þykir eðli- leg krafa útgerðarjöfra í sjávar- plássum þar í landi og hafa þar for- dæmi af Íslandi. Vestur af Kína býr þjóð sem nefnist Úígúrar. Þeir eru svo óheppnir að vera flestir múslimar og ekki Kínverjar. Hér virðist okkur að þeir Ping og Pong hafi farið aðeins yfir strikið er þeir reyna að „Kínverja“ Úígúra og Mammon einn veit hvort það verði nokkru sinni hægt að „af-Kínverja“ þá. Allt er þetta býsna sorglegt ef satt er nú þegar Kínamenn eru farnir að nudda sér upp við Írana, sem eru líka múslimar og ættu frekar að koma trú- bræðrum sínum til hjálp- ar en máski eru Úígúr- arnir að mestu súnna- megin við Allah. Kínverjar eru fyrir löngu farnir að hasla sér völl sem víðast. Þeir fjár- festa undir drep um allan heim. Þeir vildu endilega hjálpa Færeyingum við þeirra innviði og gott ef ekki okkur líka. Þeir hafa reynt að ná fótfestu á Grænlandi og vilja hreiðra um sig um allt Norður- Íshaf, sennilega í öðrum tilgangi en að skoða norðurljósin. Mér skilst einnig að þeir hafi slíkt fjárhagslegt hreðja- tak á Bandaríkjamönnum að vart verði ofanundið. En bissness er bissness og frá Kína fáum við jú Eplatölvurnar okkar og fleira dót, framleitt af fólki á sæmilegum lágmarkslaunum, trúi ég. En máski ætti ríkisstjórn okkar og Al- þingi að hugsa sinn gang varðandi bissnessinn við þá austmenn. Að öðru leyti þakka ég ríkisstjórninni, sem hef- ur unnið aldeilis sæmilega síðustu misserin undir styrkri stjórn Sam- herja. En „Guð blessi Ísland“, eins og maðurinn sagði, og látum oss þakka öllum góðum vættum fyrir málfrelsi, ritfrelsi, trúfrelsi og lýðræðið. Sömu- leiðis vil ég þakka Dalai Lama fyrir upplýsingarnar og hann biður að heilsa. Af Kínverjum Eftir Hannes Örn Þór Blandon Hannes Örn Þór Blandon » Örlítil hugleiðing um Kínverja. Höfundur er prestur og áhugamaður um alþjóðapólitík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.