Morgunblaðið - 18.06.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
✝
Vilhjálmur
Óskarsson
fæddist 1. október
1952 í Reykjavík.
Hann varð bráð-
kvaddur á heimili
sínu 2. júní 2021.
Foreldrar Vil-
hjálms voru Óskar
Guðfinnsson, f.
16.1. 1918, d. 19.5.
1984, og Hallveig
Ólafsdóttir, f.
27.10. 1925, d. 27.6. 2019. Systk-
ini Vilhjálms eru þau Jónína, f.
son, f. 1998, og Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, f. 2005. Dóttir
Gunnars er Mía Pálína, f. 2005.
Vilhjálmur fór ungur á sjó,
lærði vélvirkjun og stofnaði í
kjölfarið ásamt fleirum fyrir-
tækið Gjörva, sem sá um við-
gerðir og þjónustu við skip.
Hann starfaði þar til ársins
2016þegar fyrirtækið var selt.
Eftir það starfaði hann við ým-
islegt en 27. maí 2021 lauk hann
námi sem leiðsögumaður frá
Ferðamálaskóla Íslands. Vil-
hjálmur ferðaðist mikið og átti
ýmis áhugamál í gegnum tíðina,
s.s. vélsleðaferðir og útivist ým-
iss konar og seinni árin stund-
uðu þau hjónin golf.
Vilhjálmur verður jarðsung-
inn frá Lindakirkju í dag, 18.
júní 2021, klukkan 13.
1955, Ólafur, f.
1958, Guðfinnur, f.
1958, d. 1978, og
Rannveig, f. 1961.
Eiginkona Vil-
hjálms er Elínborg
Proppé, f. 9.1. 1954.
Börn þeirra eru
Þórey, f. 1972, og
Gunnar Þór, f.
1978. Unnusti Þór-
eyjar er Magnús
Orri Marínarson
Schram, f. 1972. Börn Þóreyjar
eru Vilhjálmur Kaldal Sigurðs-
Hlýja, kærleikur, hugrekki og
dugnaður kemur upp í hugann
þegar ég hugsa um elsku pabba.
En einnig þrautseigja og þol-
gæði, eiginleikar sem ég mun
þurfa að rækta sérstaklega með
mér núna til þess að komast yfir
sorgina. Áfallið við að missa
þennan dásamlega mann úr lífi
okkar – óvænt og allt of snemma.
Þrátt fyrir að pabbi hafi unnið í
frekar harðgeru umhverfi á sjón-
um og í vélsmiðjunni var stutt í
mýktina og hlýjuna. Hann sat
með mér kvíðnum unglingnum
tímunum saman og ræddi um til-
finningar og lífið. Hversu erfitt
það getur verið og hvernig
stundum þurfi bara að halda
áfram. Hann kenndi mér að þol-
gæðið og þrautseigjan skipta
máli þar sem lífið er fullt af
áskorunum.
Pabbi og mamma eru ein af
þeim lánsömu sem fundu ástina
og sálufélaga tæplega tvítug en
samband þeirra var einstakt.
Það varð enn kærleiksríkara
með árunum og þau þroskuðust
svo yndislega fallega saman.
Fjölskyldan var í forgangi hjá
pabba, barnabörnin nutu þeirrar
gæfu að eiga einstaklega ástrík-
an og kærleiksríkan afa. Það
hlutverk skipti hann miklu máli
enda sinnti hann því framúrskar-
andi vel. Villi, Ragnheiður og
Mía voru augasteinarnir hans,
hann var svo stoltur af þeim og
einn þeirra helsti stuðningsmað-
ur ásamt mömmu. Hann var
einnig dyggur stuðningsmaður
minn á minni vegferð í lífinu,
hvatti mig áfram alla tíð, hvatti
mig til að þora að fara óhefð-
bundnar leiðir og að takast á við
nýjar áskoranir. Ég fékk svo
sannarlega að upplifa það að
hann væri stoltur af mér og það
var ég einnig af honum.
Hreyfing og heilsa var svo
stór hluti af lífi pabba, hann gekk
og/eða synti á hverjum degi og
var í góðu formi. Hann synti
skriðsund en við sundfólkið vit-
um að það er smartara en að
synda bringusund enda var hann
flottur gaur. En hann byrjaði
einmitt síðasta dag lífs síns á því
að fara í sund. Það þurfti alltaf að
vera eitthvert verkefni eða við-
burður fram undan hjá pabba,
alltaf eitthvað að fást við, hann
var virkur vel yfir meðallagi. Ég
naut góðs af því enda deildi ég
þessari virkni með honum. Ég er
innilega þakklát fyrir og ylja mér
yfir stundunum sem við áttum
saman í ýmiss konar leik og úti-
vist. Á sjóskíðum, seglbrettum,
vélsleðaferðum og nú síðustu ár í
fjallgöngum. Við spiluðum
stundum golf saman sem hefði
líklega verið skemmtilegra ef
hann hefði ekki alltaf verið svona
pirraður á frammistöðu sinni, en
við nutum þess alltaf að vera
saman þrátt fyrir það.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með pabba fóta sig eftir að
hann seldi fyrirtækið sem hann
hafði rekið í rúm 30 ár. Þann 27.
maí, viku áður en hann dó, út-
skrifaðist hann úr leiðsögunámi
frá Ferðamálaskóla Íslands.
Hann naut þess að vera í náminu
og við biðum spennt eftir því að
fá að njóta leiðsagnar hans í ferð-
um okkar í sumar. Af því verður
því miður ekki en ég mun áfram
njóta leiðsagnar hans í anda með
það veganesti sem hann hefur
gefið mér. Stórt skarð er höggvið
í litlu fjölskylduna okkar, skarð
sem ekki verður fyllt. Minningin
um yndislegan föður, afa og eig-
inmann lifir áfram um ókomna
tíð.
Þórey Vilhjálmsdóttir
Proppé.
Það streyma til mín hlýjar
minningar þegar ég hugsa til lífs-
ins með pabba og samverustund-
anna sem við höfum átt í gegnum
tíðina. Minningar um góðan
mann sem lagði sig allan fram við
að vera til staðar fyrir þá sem
hann elskaði.
Ofarlega í huga eru gæða-
stundirnar sem við fjölskyldan
áttum í Skorradalnum, gæða-
stundir sem urðu bara betri eftir
því sem árin liðu og barnabörn-
unum fjölgaði, grillpartíin á blíð-
um sumardögum, gönguferðirnar
á ísilögðu vatninu, leikirnir á
körfuboltapallinum, trjágrisjun-
in, silungaveiðin og allar sjóskíða-
ferðirnar. Þar var pabbi í sínu
rétta umhverfi enda sannur
sveitastrákur inn við beinið og
mikill fjölskyldumaður.
Hann var okkur ætíð innan
handar, hvort sem það var til að
gefa einföld ráð um lífsbaráttuna,
ef smíða þurfti húsgögn, draga
bilaðan bíl frá Þorlákshöfn í bæ-
inn á miðsumarsnóttu, breyta bíl-
skúr í stúdíóíbúð eða til að hittast
og eiga huggulega stund með
okkur Míu og fjölskyldunni. Það
er sárt að missa slíkan banda-
mann, en kærleikur og þakklæti
eru sorginni yfirsterkari, þakk-
læti fyrir öll árin sem við áttum
saman, húmorinn, ástúðina, rök-
ræðurnar, umburðarlyndið, elju-
semina, ósérhlífnina og þá heil-
brigðu forvitni og fróðleiksást
sem ég dáðist alltaf að og eru fyr-
irmyndarveganesti út í lífið.
Elsku pabbi, ég kveð þig með
söknuði en ljúfri sátt í hjarta.
Gunnar Vilhjálmsson.
„Ofsalega eru þau ástfangin“ –
sagði ég við Þóreyju eftir að við
höfðum hitt tengdó um daginn.
Það var nefnilega alveg eins og
Villi og Bogga hefðu byrjað sam-
an í vor. Svo fallegt blik þegar
þau horfðust í augu, kankvísi og
bros gagnvart hversdeginum og
búið að leggja drög að alls konar
ævintýrum í sumar. Fimmtíu ár
og svo fallega ástfangin.
Tengdapabbi var af kynslóð-
inni sem bjó til Ísland. Ósérhlíf-
inn og nægjusamur svo við þau
yngri gætum látið draumana ræt-
ast. Kornungur á sjó og svo í eigin
atvinnurekstur, þar sem unnið
var myrkranna á milli til að skapa
sínu fólki tækifæri. Svo var ekk-
ert slegið af þegar um hægðist,
því þá þurfti að skutla á æfingar
og hengja upp hillur. Aldrei sagði
Villi nei. Allt fyrir sitt fólk.
Hans bestu stundir voru með
fjölskyldunni í útivist. Hvað hann
var þolinmóður við sitt fólk þegar
illa gekk að standa sjóskíðin í
Skorradalnum eða þegar þurfti
hjálp í vélsleðastússi. Svo ég tali
ekki um ferðina okkar í Þjórsár-
dal og Landmannalaugar þegar
við bjuggum til fallegar minning-
ar fyrir lífstíð. En mest töff þótti
mér þegar hann dreif sig í Leið-
sögumannaskólann í vetur, bara
til að auka á gleðina af ferðalög-
um um landið.
Stórt skarð er nú höggvið í litlu
fjölskylduna og afabörnin eiga
um sárt að binda. En ég veit að
þau munu heiðra minningu hans,
þar sem þau búa yfir greind,
manngæsku og húmor – öllum
hans helstu kostum. Ég veit líka
að þau munu sækja fram og nýta
tækifærin – fyrir afa Villa. Láta
drauma sína rætast. Það myndi
gleðja ástfangna parið.
Magnús Orri Marínarson
Schram.
Elsku afi minn, það er svo erf-
itt að halda minni lífsgöngu áfram
án þín. Ég myndi gera allt til að fá
að knúsa þig einu sinni enn. Þú
hefur alltaf verið til staðar fyrir
mig sama hvað bjátar á og einn
minn besti vinur síðan ég man eft-
ir mér. Endalausar klukkustund-
ir þar sem þú lékst þér með mér í
fótbolta, golfi eða bara hverju því
sem ég hafði áhuga á, þá hjálpaðir
þú mér alltaf að rækta mín
áhugamál sama hver þau voru.
Þú ert besta sál sem til er og
vona ég að þú hafir það gott á
þeim stað sem þú ert á núna og
finnir fyrir ró og friði, elsku eng-
illinn minn. Ég sakna þín svo mik-
ið og mun gera það alla mína ævi.
Ég veit samt að þú verður mér
ávallt við hlið og ég sömuleiðis
með þér. Ég elska þig afi og mun
ávallt gera. Þangað til við hitt-
umst næst, þinn
Vilhjálmur (Villi litli).
Hann Villi bróðir minn lést öll-
um að óvörum í blásumarbyrjun.
Þegar ég kveð elskulegan bróður,
eftir samfylgd gegnum heilt líf,
skjótast upp minningaleiftur
hvar og hvenær sem er; í búðinni,
við bensíndæluna eða á rúntinum
út á Granda. Hann var góður
bróðir sem hafði alltaf reglulega
samband og meira ef eitthvað
bjátaði á. Klettur. Hann var fjöl-
skyldumaður, vinur vina sinna,
athafnasamur og áræðinn. Fal-
legur, raungóður og ósérhlífinn.
Sorgin og söknuðurinn hellast yf-
ir. Mamma réð nafninu á frum-
burðinum og hann var skírður í
höfuðið á langafa okkar Vilhjálmi
Gíslasyni, járnsmið og ferju-
manni yfir Ölfusá. Fyrstu þrjú ár-
in sín var Villi eina barnið og naut
óskiptrar athygli og aðdáunar og
pabbi keypti allskonar flotta bíla
og leikföng handa honum í sigl-
ingunum. Á Framnesveginum
minnist ég þess þegar Villi fór að
veiða á færi niður á bryggju og
kom stoltur heim með kola sem
hann hafði veitt. Mamma steikti
fiskinn sem var borðaður með
góðri lyst. Stundum á sunnudög-
um fór Villi í þrjúbíó ásamt vinum
sínum að sjá Tarzan, Roy Rogers
og Zorró-myndir og ég með, því
fylgdu kvaðir að vera stóri bróðir.
Þegar Villi bar út Moggann á
Melunum fékk ég stundum að
hjálpa til sem var eftirsóttur heið-
ur. Á sumrin, þegar pabbi var í
landi, fórum við í Heiðmörk og
nestið var borðað í notalegri laut.
Mamma fræddi okkur um jurtir
og þau kenndu okkur að skoða
skýin og spá í veðrið. Þegar Villi
fór í sveit á sumrin var farið í
Hagkaup á Miklatorgi þar sem
keyptir voru nýir skór og nesti,
man eftir risastóru súkkulaði í
safírbláum álpappír. Fyrst var
hann í sveit á Hamri í Flóa, síðan
á Stóra-Kálfalæk á Mýrum og
síðast á Kirkjubæjarklaustri.
Part úr sumri var Villi á Eyrar-
bakka hjá Rannveigu ömmu á
Eyri. Í fyrrasumar þegar við
gengum þar frá sat hann innan
um alla ættingjana á veggjunum
og rifjaði upp þennan tíma. Húsið
er nú komið í eigu Þjóðminja-
safnsins og verður opnað sem
safn næsta sumar. Villi fór
snemma á sjóinn, var á togaran-
um Mars og sigldi til útlanda í
söluferð og færði okkur gjafir
þegar hann kom heim úr túrnum;
gaf mér hettukjól og bjútíbox. En
talandi um föt, þegar Villi fermd-
ist keypti hann bítlaskó fyrir
ferminguna. Þarna voru tímarnir
að breytast og Villi fór að láta
hárið vaxa niður fyrir eyru og
fékk sér bítlabindi. En alvara lífs-
ins var ekki langt undan. Einn
daginn voru ókunnir ungmeyjar-
skór í ganginum heima. Þar með
var Bogga komin til sögunnar;
ung, sæt, flink og heilsteypt.
Fljótlega voru þau komin með
hana Þóreyju, fyrsta barnabarn-
ið, sem var fagnað í báðum fjöl-
skyldum og síðan kom Gunni og
fullkomnaði fjölskylduna. Að auki
eignaðist hann einstaka tengda-
foreldra. Villi og Bogga hafa átt
farsæla samfylgd og fjölskyldan
hefur vaxið og dafnað.
Hugur minn er hjá ykkur,
elsku Bogga, Þórey, Gunni og
fjölskyldur. Hafðu þakkir fyrir
allt, elsku bróðir.
Fyrir sálar sjónir
sagðar myndir brugðu,
meðan hljóð ég hefi
horft í ljós og sorta.
Sá að kveldi síga
sól að höfuðbóli.
Árdags lít í anda
endurkomu tendrast.
(Bryndís Jónsdóttir Bach-
mann)
Jónína Óskarsdóttir.
Elsku Villi. Kynni okkar hófust
þegar ég var aðeins 14 ára gamall
þegar þið Bogga systir byrjuðuð
að vera saman. Síðan fluttir þú til
okkar í Skipasundið á æskuheim-
ili okkar Boggu. Ég á margar
góðar minningar frá þeim tíma og
þeim fjölmörgu árum sem við höf-
um umgengist eftir það.
Þegar mamma féll frá hittumst
við reglulega til að ganga frá bú-
slóð hennar og þjappaði það okk-
ur enn meira saman. Við hittumst
síðast á Jómfrúnni, sem var uppá-
haldsveitingastaðurinn hennar
mömmu, og borðuðum þar sam-
an. Þar ræddum við um að nú
skyldum við fara að fjölga okkar
samverustundum, fara í utan-
landsferðir, styrkja enn meira
okkar góða samband og njóta lífs-
ins á okkar efri árum.
Eftir sitjum við öll harmi sleg-
in eftir snöggt og ótímabært frá-
fall þitt en við yljum okkur við
minningu um yndislegan, ljúfan
og góðan mann sem sjaldan skipti
skapi. Takk fyrir samfylgdina síð-
astliðin fimmtíu ár og við Anna
eigum eftir að sakna þess að hitta
þig með Boggu í komandi fram-
tíð. Þú varst gull af manni.
Elsku systir, Þórey, Gunni og
fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessum erfiðu
tímum.
Ingólfur og Anna.
Í dag kveðjum við Vilhjálm
Óskarsson. Það var áfall að fá
fréttir af skyndilegu fráfalli afa
Villa að kvöldi miðvikudagsins 2.
júní. Alltof snemma er hann tek-
inn frá fjölskyldu sinni og vinum
og fráfall hans skilur eftir sig
mikið skarð, söknuð og sorg.
Hugur minn er hjá Boggu, Þór-
eyju og Gunna og barnabörnun-
um þremur, Villa, Ragnheiði og
Míu, á þessum erfiðu tímamótum.
Ég var svo heppin að eiga Villa
afa sem tengdapabba um hríð og
hann er afi stelpunnar minnar,
hennar Míu. Besti, trausti, góði
afi Villi.
Villi hafði góðleg, dökk augu
(sem Mía hefur frá honum) og
góða og hlýja nærveru. Hann var
kannski hlédrægur en ávallt með
glott í auga, sá það fallega í lífinu,
elskaði fólkið sitt og sinnti því vel.
Villi hafði áhuga á heiminum,
ferðalögum og fjarlægum löndum
um leið og hann ræktaði garðinn
sinn – hógvær ævintýramaður.
Villi var með stórar og sterk-
legar hendur og hann var ávallt
tilbúinn að leggja öðrum lið,
hjálpa, styðja og aðstoða. Hann
var einn af þeim sem geta allt og
kunna, duglegur og dagfarsprúð-
ur.
Afi Villi var stoltur af barna-
börnunum sínum. Hann sagði
með vissu um Míu þegar hún var
bara nokkurra mánaða að hún
væri ofurgreind og stóð við þá
fullyrðingu, sem við foreldrarnir
að sjálfsögðu efumst ekki um.
Ég man eftir gamlárskvöldi
sem afi Villi eyddi með Míu son-
ardóttur sinni inni í fataskáp þar
sem hún hræddist flugeldana og
öll lætin. Hann taldi það ekki eftir
sér að sitja í hnipri með litlu hnát-
unni sinni inni í skáp mestallt
kvöldið og passa upp á hana,
spjalla við hana og láta hana
gleyma öllum látunum fyrir utan.
Þannig var Villi, alltaf að passa
upp á sitt fólk. Hann elskaði að
dekra við barnabörnin og „tvíbu-
rafrænkurnar“ Mía og Ragnheið-
ur nutu ávallt góðs af góð-
mennsku hans og umhyggju.
Samband hans við nafna sinn,
dóttursoninn Villa, var einstakt
og þeir mjög nánir.
Elsku Bogga, ég sendi þér
sterka strauma og hlýju við þessi
sorglegu tímamót. Þú og Villi vor-
uð æskuástir og hafið eytt nánast
allri ævinni hlið við hlið, samstiga
og stutt hvort annað. Saman
byggðuð þið fallegt heimili og
einnig sumarbústað í Skorradal.
Þar var öllu haganlega haldið við,
allt svo vel gert og sómasamlega,
hugað að öllu og þar var vel tekið
á móti manni. Ég minnist góðra
stunda sem við áttum þar saman.
Elsku Gunni og Þórey, þið átt-
uð svo góðan pabba og munuð
búa að því alla tíð. Míu, Ragnheiði
og Villa sendi ég líka samúðar-
kveðjur, þið eigið minningar um
besta afann og ég veit að þið
geymið þær með ykkur.
Minning um góðan mann lifir.
Lóa Auðunsdóttir.
Það er sárt að sakna og sökn-
uðurinn ristir djúpt. Nú kveðjum
við yndislegan vin okkar Villa
sem lést 2. júní, á afmælisdegi
mínum. Það er einkennilegt til
þess að hugsa að Villi hafi kvatt
þetta tilverustig en hann hefur
verið hluti af lífi mínu meirihluta
ævinnar.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast vinar míns. Aldrei óraði
mig fyrir því að ég ætti eftir að
skrifa minningarorð um þig elsku
Villi minn, en svona er lífið, það
veit enginn hver er næstur.
Minningarnar eru margar dýr-
mætar: dásamlegar ferðir til
Flórída, en ein slík ferð var fyr-
irhuguð í haust, sumarbústaða-
ferðir, golfferðir að ógleymdum
kaffihúsaferðum okkar vinanna
sem Skúli sá um að væru farnar
einu sinni í mánuði. Þar voru
rædd þjóðfélagsmál og umfram
allt rifjuð upp skemmtileg atvik
frá námsárunum og alltaf glatt á
hjalla. Það eru helst þær minn-
ingar sem koma upp í hugann á
þessum tímamótum, góðar minn-
ingar um einstakan vin. Við lærð-
um saman í Hamri og síðan vann
ég hjá þér í Gjörva í 19 ár sem
segir svo margt um okkar sam-
band. Villi var mikill fagmaður og
fljótur að sjá hvað skipti máli.
Villi var áhugasamur um allt
sem hann tók sér fyrir hendur,
bæði starf sitt og áhugamál og
ekki má gleyma dugnaði þeirra
hjóna við að koma upp bæði íbúð-
arhúsnæði og sumarbústað.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga söknuður og þakklæti fyrir
áralanga vináttu, drengskap og
samskipti sem aldrei bar skugga
á. Ég votta elsku Boggu og fjöl-
skyldu innilega samúð. Betri vin-
ir eru vandfundnir. Góða ferð
kæri vinur og hvíl í friði.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varstu kallaður á örskammri
stundu.
Í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr.
En örlög þín ráðin – mig setur hljóða.
Við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Vilhjálmur
Óskarsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SÓLBERG JÓNSSON
sparisjóðsstjóri,
Bolungarvík,
lést þriðjudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá
Hólskirkju laugardaginn 19. júní klukkan 14.
Slóð vegna streymis: facebook.com/vidburdastofa.
Lucie Einarsson
Ásgeir Sólbergsson Margrét Gunnarsdóttir
Bjarni Sólbergsson
Elísabet Jóna Sólbergsdóttir Guðjón Jónsson
Sölvi Rúnar Sólbergsson Birna Guðbjartsdóttir
María Sólbergsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku Valdi okkar,
ÞORVALDUR JÓHANNES
ELBERGSSON,
Grundargötu 23, Grundarfirði,
lést föstudaginn 11. júní á Dvalarheimili
aldraðra í Stykkishólmi. Útförin fer fram
miðvikudaginn 23. júní klukkan 13 frá Grundarfjarðarkirkju.
Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hins látna
er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnar Elbergsson Matthildur S. Guðmundsdóttir