Morgunblaðið - 18.06.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2021
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Verkin á þessari sýningu eru aðeins
hluti af mínum ferli, þótt þau séu í
tveimur stórum sölum. Ef ég hefði
verið með yfirlitssýningu hefði ég
sennilega þurft
sex stóra sali. Ég
hef ágæta yfirsýn
yfir verkin mín
svo ég settist nið-
ur og teiknaði
hvaða verk ættu
að vera saman og
hvað hver flokkur
verka ætti að
heita. Þetta var
ekki erfitt val,
heldur kom af
sjálfu sér að finna hvaða verk pöss-
uðu saman og þá fann ég fljótt út
hvaða heiti ættu við. Mér finnst það
endurlífga verkin að vera sett svona
saman, ég sé þau með nýjum hætti
þegar ég er búinn að setja þau í þetta
nýja samhengi, þá verður eitthvað
nýtt til,“ segir Steingrímur Eyfjörð
myndlistarmaður um sýninguna
Tegundagreiningu, sem nú stendur
yfir í Listasafni Reykjanesbæjar.
Sýningin er sambland endurlits og
nýrra verka eftir Steingrím og er til-
raun hans til að skýra kveikjuna að
myndsköpuninni. Steingrímur hefur
auðkennt ákveðna yfirflokka sem
settir eru fram í því samhengi og
heita þeir Hið ósnertanlega, Arfur-
inn, Heimur kvenna, Gagnrýni, Guðs
eigið land, Kellingin, Decode og
Comix. Listasafn Reykjanesbæjar
gefur út veglega sýningarskrá í til-
efni af sýningu Steingríms þar sem
hann sjálfur og aðrir skrifa um verk-
in.
„Þetta eru ekki beint útskýringar,
heldur segi ég frá hvernig verkin eru
og hvernig þau urðu til, sem mér
finnst vera stór hluti af verki. Það er
svo merkilegt að ég veit aldrei fyrir-
fram hvernig verk ég mun gera eða
hvort ég geri verk eða ekki. Stundum
kemur það óvænt upp í hendurnar á
mér, eins og lífið vilji að ég geri eitt-
hvert ákveðið verk. Það gerist eitt-
hvað og þá fer eitthvað af stað, eins
og til dæmis handmálaða postulíns-
matarstellið, verk mitt á sýningunni
sem heitir Heilög Terese frá Lisieux,
það hefði aldrei orðið til ef ég hefði
ekki gengið inn á sýningu Elínrósar
Eyjólfsdóttur á Horninu árið 1996.
Þar sagði hún mér að hún fengi ekki
inngöngu í SÍM vegna þess að hún
stundaði aðallega postulínsmálun, en
SÍM þætti slík iðja ekki samboðin
myndlistarmönnum. Þetta viðhorf
finnst mér þreytandi, allir eru jafnir
fyrir listagyðjunni en það eru greini-
lega ekki allir jafnir gagnvart mönn-
unum. Yfir það heila þá er listin hluti
af því að vera manneskja svo ég
hvatti Elínrós til að halda lítil postu-
línsmálunarnámskeið fyrir mig og
nokkra myndlistarmenn sem myndu
mála á postulín og setja svo upp sýn-
ingu á verkunum ásamt henni í heið-
urssæti. Það varð úr og nokkrum
mánuðum seinna var opnuð sýningin
Sparistellið í Hafnarborg í Hafnar-
firði,“ segir Steingrímur og bætir við
að ástæðuna fyrir því hvers vegna
hann valdi Heilaga Teresu sem við-
fangsefni megi lesa í sýningar-
skránni, en þar kemur við sögu ís-
lensk kona sem gerðist nunna sem og
nunnurnar í Karmelklaustrinu í
Hafnarfirði.
Verkin verða leikföng
Steingrímur segir mörg verka
sinna þannig gerð að þau hvetji þann
sem stendur frammi fyrir þeim til að
gera eitthvað.
„Það er löng hefð fyrir því að lista-
fólk geri verk sem eru gagnvirk, þar
sem sýningargestir taka þátt með
einhverjum hætti, þótt misjafnt sé
hvernig hún birtist og er útfærð af
listamönnum. Fyrir mér er þetta svo-
lítið eins og leikur; verkin verða leik-
föng á einhvern hátt. Bænaklefinn er
dæmi þar um, verk frá 1994 sem ég
er með á sýningunni núna. Þar geta
sýningargestir gengið inn og þá
snýst heimurinn á hvolf, þá verður
speki heimska og heimska verður
speki. Í bænaklefanum er blóðsturta
Krists í formi ljóss og þegar fólk fer
inn í klefann og sturtuna hefur það
hreinsast af öllum syndum þegar það
kemur út,“ segir Steingrímur nokkuð
sposkur.
Þó nokkuð er um andlegar pæl-
ingar hjá honum í textum um verkin,
hvort sem það er trúarlegt, sálfræði-
legt eða yfirskilvitlegt, og þegar
hann er spurður hvort honum sé
þetta hugleikið svarar hann því til að
allt sé það hluti af lífinu.
„Hvort sem það er hjátrú eða eitt-
hvað annað. Allir hafa upplifað eitt-
hvað slíkt í lífinu, einhverja drauma,
séð eitthvað annars heims og svo
framvegis. Fólk er stundum feimið
við að viðurkenna það, til dæmis er
fólk sem hefur séð álfa feimið að
segja frá því, því það er hrætt við að
það verði hlegið að því, en fyrir þeim
er þetta auðvitað raunverulegt.“
Endanleg hugmynd um ljótleika
Steingrímur vísar í mörgum verka
sinna langt aftur í tímann, jafnvel
nokkrar aldir í mannkynssögunni.
Hann horfir líka til gömlu þjóðmenn-
ingarinnar í flokki sem heitir Arf-
urinn, þar eru m.a. verk sem heita
Hervarar saga og Heiðreks, Völs-
ungasaga og Þiðrekssaga. Undir öðr-
um flokki, sem kallast Heimur
kvenna, má meðal annars sjá Grýlu
gömlu, í verki frá 1998.
„Uppruni hugmyndarinnar eru
minningabrot frá um 1960 þegar ég
var barn og horfði á stúlku sem köll-
uð var Lillý ljóta að tætast í hárinu á
sér með hárspreyið á fullu fyrir fram-
an spegil á baðherberginu. Hún tal-
aði stanslaust um að hún væri eins og
Grýla um hárið. Í þessu samhengi
vísar hugmyndin um Grýlu til endan-
legrar hugmyndar um ljótleika. Eng-
in er ljótari en Grýla eins og engin er
fegurri en Venus. Til að fá mynd af
Grýlu ímyndaði ég mér að ég væri
kona að skoða auglýsingar í tímarit-
um um tísku og lífsstíl kvenna. Og
um leið upplifa hvernig auglýsingar
af þessari tegund hafa áhrif á líkams-
vitund svo sem skömm og djúpa
óánægju yfir líkama sínum sem hefur
leitt til átröskunar og þunglyndis.
Mig dreymir um að gera afsteypur af
skúlptúrnum af Grýlu í sílíkoni þann-
ig að skúlptúrinn verði eins og Jelly-
Bear. Raða nokkrum eintökum af
skúlptúrnum af Grýlu á hæstu staði
inni í stórri snyrtivöruverslun og
kvenfatadeild, þar á hún heima. Síð-
an selja míníatúrur af Grýlu og láta
ágóðann renna til þeirra sem hafa
orðið fyrir áföllum vegna neyslu-
menningarinnar. Þannig yrði verkið
fullklárað,“ segir Steingrímur, sem
er ánægður með að hafa getað sett
upp á sýningunni nokkrar innsetn-
ingar, m.a. nýtt verk sem heitir Balt-
hazar & Jóhanna.
„Þegar ég las skáldsöguna Váboða
eftir Ófeig Sigurðsson heillaðist ég af
frásögninni um Balthazar og Jó-
hönnu, apapar sem sagt er að hafi
komið til Íslands um miðja sautjándu
öld. Ég skapaði psychedelic horror
slapstick-innsetningu með þetta
apapar í huga. Grafskrift og parið er
endurtekið níu sinnum með sverð og
afhöggvin höfuð Tyrkjaráns-
sjóræningja. Hljómsveitin Evil Mad-
ness samdi sérstaklega hljóðmynd-
ina fyrir þessa innsetningu.“
Sýningin Tegundagreining stend-
ur til og með 22. ágúst.
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Yfirgripsmikið Sýning Steingríms er í tveimur stórum sölum í Listasafni Reykjanesbæjar, en hér fremst á
myndinni má sjá verkið Heilög Terese frá Lisieux (1997), sem er matarstell, handmálað postulín.
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Balthazar & Jóhanna (2021) Psychedelic horror slapstick-innsetning.
Steingrímur heillaðist af samnefndu apapari í sögu Ófeigs Sigurðssonar,
Váboðum. Parið var sagt hafa komið til Íslands um miðja sautjándu öld.
Listin hluti af því að vera manneskja
- Steingrímur Eyfjörð opnaði nýlega sýninguna Tegundagreining í Listasafni Reykjanesbæjar
- „Stundum er eins og lífið vilji að ég geri ákveðið verk, eitthvað gerist og þá fer eitthvað af stað“
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Grýla (1998) Steingrímur veltir í þessu verki fyrir sér áhrifum auglýsinga í
tískutímaritum á líkamsvitund kvenna, svo sem skömm og djúpri óánægju
yfir líkama sínum, sem hefur leitt til átröskunar og þunglyndis.
Steingrímur
Eyfjörð
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Heilög Terese frá Lisieux Miskunnsemi var
hennar leiðarljós, hún boðaði gildi hins smáa.
Ljósmynd/Vigfús Birgisson
Bænaklefinn (1994) Syndaþvottur.Vissir þú að
r þína auglýsingu?
Morgunblaðið er með
47%
lengri lestrartíma að
meðaltali og
106%
lengri yfir vikuna *
yfi
*
G
a
llu
p
Q
1
2
0
2
1