Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 147. tölublað . 109. árgangur . SPÁÐ Í SPILIN FYRIR EINVÍGIÐ Í ÞORLÁKSHÖFN MIKIL FJÖLBREYTNI BER FÖÐUR SINN ÞUNGUM SÖKUM FYRIR DÓMI SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS 28 BRITNEY SPEARS 13FRIÐRIK INGI 26 Rétt um hálft ár er liðið frá því þrjár aurskriður féllu úr hlíð- um Seyðisfjarðar og bærinn var rýmdur í heild sinni skömmu fyrir jól. Úrkoman sem féll á bæinn á tíu dögum samsvaraði úrkomu heils árs í Reykjavík. Altjón varð á mörgum húsum; heimilum, atvinnuhúsnæði og stofnunum. Veturinn var lang- ur að sögn bæjarbúa sem blaðamaður ræddi við í gær en sam- hljómur er meðal þeirra um að tekið sé að létta yfir. Hreinsunarstarf er langt komið í bænum og eflaust leikur það stórt hlutverk í þeirri tilfinningu bæjarbúa að tími sé kominn til að horfa fram á veginn. Sárin í hlíðinni eru tekin að gróa, þó þau beri enn vitni um þá krafta sem voru að verki. Enn er mikil vinna eftir. Nýtt hættumat gerir það að verk- um að ekki er hægt að búa í nokkrum húsum utarlega í firð- inum, sem þó eru heil. Sum þeirra verða flutt inn í bæinn. Það verður þó ekki hægt í tilfelli þeirra allra. Nokkur voru í útleigu og ekki hefur tekist að finna varanlegt húsnæði fyrir alla sem bjuggu í leiguhúsnæði sem rýma þurfti. Enn verður sumum Seyðfirðingum bylt við að heyra drunur sem minnt geta á hljóðin í skriðunum og sumum stendur ekki á sama þegar fer að rigna. Á blíðviðrisdegi eins og var í gær er þó erfitt að brosa ekki og líta framtíðina björtum augum. »2 Morgunblaðið/Eggert Sárin tekin að gróa, hálfu ári eftir hamfarir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Markmið um þjónustuþekjun í átt að útrýmingu lifrarbólgu C sem meiri háttar lýðheilsuvanda náðust á Ís- landi á fyrstu þremur starfsárum Meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C sem hófst 2016, Vísindatímaritið The Lancet Gastroenterology & Hepato- logy birti 22. júní grein eftir hóp vís- indamanna á Landspítala, Sjúkra- húsinu Vogi og hjá embætti landlæknis um árangur átaksins. Af 865 greindum tilfellum lifrar- bólgu C á Íslandi fengu 824 (95,3%) þjónustu í átakinu og 717 (90,2%) hlutu lækningu á þeim tíma. Talað er um þennan árangur sem mikilvægan áfanga í átt að útrýmingu lifrarbólgu C, samkvæmt fréttatilkynningu frá Sigurði Ólafssyni, Ragnheiði Huldu Friðriksdóttur og Magnúsi Gott- freðssyni. „Við höfum haldið fjöldann allan af erindum um átakið og kynnt mörg vísindaágrip á alþjóðlegum ráð- stefnum á undanförnum árum. Það hafa margir leitað til okkar og horft á hvernig við nálgumst þetta vanda- mál. Við höfum líka lært af öðrum,“ sagði Sigurður Ólafsson, umsjónar- læknir lifrarlækninga á Landspítala, sem hefur verið í forsvari fyrir verk- efnið. Hann sagði að þverfagleg nálgun sem hér var beitt og samvinna við fíknilækningar á Vogi hafi gert kleift að bjóða þessa þjónustu þeim sem sprauta sig með vímuefnum í æð. Sá hópur hefur víða annars staðar orðið út undan eða verið útilokaður frá meðferð. Markaðsvirði lyfja sem Íslending- ar fengu frá Gilead í átakinu er metið allt að tíu milljarðar. Árangurinn vekur athygli - Góður árangur meðferðarátaks gegn lifrarbólgu C - Talið mikilvægur áfangi í átt að útrýmingu sjúkdómsins - Þverfagleg nálgun og samstarf við fíknilækningar M Ísland í forystu í baráttu … »14 _ „Að því gefnu að þetta gangi eftir og verði samþykkt fá þeir stjórnarmann. Og þá þarf ein- hver að víkja. Það var í mínum huga rétt að stíga til hliðar á þessum tíma- punkti,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórn- arformaður Icelandair Group, um kaup Bain Capital á 16,6% hlut í fé- laginu. Hann kveðst ganga sáttur frá borði eftir að hafa setið rúman áratug í stjórn, enda sé framtíðin hjá flugfélaginu björt. »10 Framtíðin björt fyrir Icelandair Úlfar Steindórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.