Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is „Þráðurinn í sýningunni er skynjun og vísar hún í þennan fund sem maður á þegar gengið er inn í sýn- ingarsal og maður mætir verki,“ segir Sunna Ástþórsdóttir, sýn- ingastjóri á Nýlistasafninu, um samsýninguna Efnisgerð augnablik sem unnin er af myndlistarfólkinu Baldri Geir Bragasyni, Ingu Þórey Jóhannsdóttur, Ingunni Fjólu Ing- þórsdóttur og Ívari Valgarðssyni. Skynjun gesta og meðvitund er í forgrunni á sýningunni og meðal annars lögð áhersla á hvernig mál- verk geta virkjað rýmið, bæði rým- ið í verkinu og líka rými áhorfenda. Leitast listafólkið eftir því að vekja upp hugmyndafræðilegar vanga- veltur og fá gesti til að hugsa um hvernig þeir upplifa, í staðinn fyrir hvað. „Fólk á að upplifa verkin á eigin forsendum. Þetta snýst líka um þann tíma sem maður eyðir með listaverkinu. Þegar maður færir sig um og skoðar verkin frá mismun- andi sjónarhornum, mismunandi krókum og kimum, uppgötvar mað- ur alltaf eitthvað nýtt. Við erum að reyna að leyfa því augnabliki að flæða fram,“ segir Sunna. Innblástur frá málverkinu Verkin snerta öll á þungri sögu málverksins, tilurð þess og arfleifð, en líka tilviljunum hversdagsins. Nota fjórmenningarnir bæði hefð- bundna miðla við sköpun verkanna sem og fundin efni en nálganir þeirra eru ólíkar og hver og einn er með sína sérstöðu. „Við höfum öll verið að velta mál- verkinu fyrir okkur, verið að teygja það og toga, og gera tilraunir með það sem efnivið. Verkin okkar eru því sjálfstæð en tengjast líka öll innbyrðis,“ segir Ingunn Fjóla, ein listamannanna úr hópnum. Listaverkin dvelja í bilinu milli málverka og skúlptúra og eru þau ýmist í tvívídd eða þrívídd. Segir Ingunn verkin eiga það sameig- inlegt að hægt sé að njóta þeirra einungis sem fallegra málverka en í þeim leynast einnig dýpri merking- ar og jafnvel pólitískar skírskot- anir. Segir hún bæði alvarleika og húmorískan léttleika einkenna sýn- inguna. Meðal þeirra listaverka sem fjórmenningarnir sýna er litrík innsetning sem knúin er áfram af mótorum, ljósmyndasería sem vek- ur upp spurningar um landamæra- eftirlit, herðatrésskúlptúrar sem liggja á mörkum listhlutar og nytjahlutar, og ljósmyndasería af rýminu sem skapast milli lista- verka. Langur aðdragandi Að sögn Ingunnar Fjólu, var það í gegnum samtal við fyrrum sýn- ingarstjórann Aldísi Arnardóttur sem hlutirnir fóru fyrst að gerast en hugmyndin að sýningunni var búin að vera lengi í gerjun. Þegar fjórmenningarnir höfðu fyrst sam- band við Nýlistasafnið var sýningin því vel á veg komin og í kjölfarið bauð stjórn safnsins hópnum að fylgja hugmyndinni eftir. Lista- mennirnir hafa ekki sýnt saman sem hópur áður þótt leiðir þeirra flestra hafi legið saman. Fjöldi gesta kíkti á safnið opn- unarhelgina og hlakkar Sunna til að taka á móti gestum yfir sum- artímann en sýningin mun standa yfir til 8. ágúst og verður opið milli kl. 12 og 18, frá miðvikudegi fram á sunnudag. Skynjun gesta í forgrunni - Áhersla er lögð á hvernig málverk geta virkjað rýmið, bæði rýmið í verkinu og líka rými áhorfenda, á sýningunni Efnisgerð augnablik í Nýlistasafninu Morgunblaðið/Eggert Sýningastjóri Sunna Ástþórsdóttir innan um nokkur verkanna á sýningunni í Nýlistasafninu sem nú stendur yfir. Saga Verkin snerta öll á þungri sögu málverksins, tilurð þess og arfleifð, en líka tilviljunum hversdagsins, segir um sýninguna Endurgerð augnablik. Nýjustu kvikmyndir leikstjóranna Kenneths Branagh og Edgars Wright verða meðal þeirra sem fumsýndar verða á kvikmyndahá- tíðinni í Toronto sem haldin verður í september. Þykir hátíðin jafnan vísbending um hvaða kvikmyndir verði tilnefndar til Óskars- verðlauna en í fyrra fór hátíðin að mestu fram á netinu vegna Co- vid-19. Kvikmynd Branaghs nefnist Bel- fast og er hann bæði handritshöf- undur og leikstjóri hennar. Mun hún vera að hluta byggð á ævi Bra- naghs og segja af verkamanna- fjölskyldu á sjöunda áratug síðustu aldar. Meðal aðalleikara eru Jamie Dornan og Judi Dench. Kvikmynd Wrights heitir Last Night in Soho og er spennumynd. Segir í henni af ungri konu sem finnur einhvers konar gátt inn í aðra vídd og endar hún í London á sjöunda áratugnum. Meðal aðalleikara eru Anya Taylor- Joy, Thomasin McKenzie og Diana heitin Rigg. AFP Leikkona Anya Taylor-Joy leikur í vænt- anlegri kvikmynd Edgars Wright. Branagh og Wright sýna í Toronto Callie Khouri, handritshöfund- ur kvikmyndar- innar Thelma & Louise frá árinu 1991, greinir frá því í samtali við Hollywood Re- porter að hún sé að skrifa söng- leik upp úr hinni rómuðu kvikmynd. Mun söngleik- urinn skammt á veg kominn vegna Covid-19 en þó búið að semja lög og einhvern texta. Söngleikur um Thelmu og Louise Callie Khouri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.