Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
vinnuföt fást einnig í
50 ÁRA Jenný
fæddist á sjúkra-
húsinu í Keflavík
og ólst upp í
Njarðvíkunum og
gekk í Njarðvík-
urskóla. „Þetta
var lítið samfélag
þar sem allir
þekktu alla og það
var gott að vera
krakki í Njarðvík-
unum.“ Eftir skól-
ann fór Jenný að
vinna á leikskól-
anum Gimli í
Njarðvík, 17 ára
gömul, og var þar í
sjö ár. Síðan fór hún að vinna á
Hæfingarstöðinni með fötluðu
fólki í Keflavík í nokkur ár. Árið
1998 fór hún til Óslóar í Noregi og
fór þar í Rudolf Steiner-skóla.
„Það var alveg meiriháttar góður
tími. Ég var þar í tvö og hálft ár
en um áramótin 2001 kom ég
heim, og vann um tíma hjá fé-
lagsþjónustu Reykjanesbæjar en
haustið 2002 fór ég í þroskaþjálf-
anám og útskrifaðist 2005. Ég var
búin að kynnast Arnari, mann-
inum mínum, og eftir útskriftina
fór ég að vinna í Hinu Húsinu sem
var ofboðslega skemmtileg vinna.“
Næst fór Jenný til MSS á Suð-
urnesjum en þá tók fjölskyldan
ákvörðun um að flytja til
Hvammstanga þar sem Jenný er
sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húna-
þings vestra. „Ég lifi svolítið eftir
mottói frá Astrid Lindgren og það
er að gleyma aldrei barninu í sjálf-
um sér. Ég reyni að hafa gaman og
taka hlutina ekki of alvarlega og að
Astrid skyldi segja þetta níræð
finnst mér alveg magnað.“ Á mynd-
inni er fjölskyldan ásamt skipti-
nemanum Telia sem var hjá þeim í
eitt ár.
FJÖLSKYLDA Eiginmaður Jenn-
ýjar er Arnar Svansson, stuðnings-
fulltrúi í Grunnskóla Hvamms-
tanga, f. 5.11. 1967, og þau eiga
saman Eyrúni Unu, f. 2006, og Sæ-
þór Breka, f. 2013.
Jenný Þórkatla Magnúsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Settu þér eitthvert markmið og
þá fær líf þitt aukið gildi. Þú átt fullt í
fangi með félagslífið þessar vikurnar.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þú hikar ekki við að taka málstað
annarra og færð tækifæri til þess að láta
í þér heyra í dag. Ef eitthvað er ekki gam-
an, skaltu sleppa því.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Hinn fullkomni maki lætur á sér
standa en njóttu samt lífsins, hættu að
leita, þá gerast hlutirnir. Taktu þér tak í
útihlaupunum.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Lánið leikur við þig og þú átt svo
sannarlega skilið að njóta árangurs erfiðis
þíns. Misstu ekki sjónar á því sem mestu
máli skiptir þig í lífinu.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Annað fólk gerir ýmsar kröfur til þín
og stundum meiri en þú vilt sitja undir.
Sýn þín á hluti er oftast allt önnur en
annarra og því er leitað til þín í auknum
mæli.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar
því hann sér málið öðrum augum en þú
og þitt fólk. Einhver slær þér gullhamra.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Haltu ró þinni þegar þú tekst á við
erfiða einstaklinga. Sem betur fer kemur
allt heim og saman hjá þér þegar þú
skoðar hlutina ofan í kjölinn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Ekki vera feiminn við að út-
skýra mál þitt í vinnunni. Ef þú átt lausa
stund ættir þú að dvelja í ró og næði úti í
náttúrunni.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú þarft að fá útrás fyrir
sköpunarþrá þína svo þú kafnir ekki. Ekki
láta vanmetakenndina ná tökum á þér.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Láttu aðra ráða ferðinni í
vinnunni í dag. Frá og með morgundeg-
inum liggur leiðin upp á við að nýju. Taktu
eitt skref í einu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú getur ekki breytt heiminum
og ættir að líta þér nær og koma jafn-
vægi á eigið líf. Farðu í ferðalag ef þú átt
tök á því.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Nú skiptir öllu að nýta tímann vel
og halda sér við efnið svo að þú náir að
standa við gefin loforð. Mundu að leynd-
armál eiga það til að komast upp.
H
alldóra Lóa Þorvalds-
dóttir fæddist og ólst
upp í Reykholti og á
Brekkukoti í Reyk-
holtsdal. Hún gekk í
Kleppjárnsreykjaskóla og lauk þar
grunnskólagöngunni. Þaðan lá leiðin í
Menntaskólann á Akureyri þar sem
hún varð stúdent af félagsvísinda-
braut árið 2001. „Ég hafði alltaf heyrt
góðar sögur af MA og vildi prófa að
búa á heimavist. Eldri bræður mínir
tveir báru skólanum vel söguna og ég
sé svo sannarlega ekki eftir þessari
ákvörðun. Það myndast alveg gíf-
urlega sterk sambönd á svona heima-
vist. Svo eru svo sterkar hefðir í MA,
eins og að hittast alltaf á fimm ára
fresti, og ég hitti t.d. skólafélaga bara
fyrir stuttu síðan. Síðan erum við 27
stelpur úr skólanum sem hittumst
mjög reglulega yfir árið í stærri og
minni hópum og það er alltaf jafn
gaman.“
Á meðan Halldóra Lóa var í MA
vann hún ýmis störf á sumrin, m.a.
sveitastörf heima á bæ foreldranna
og í gróðurhúsi eitt sumar og á Hótel
Reykholti tvö sumur auk þess að
vinna ýmis veitingastörf með skóla á
Akureyri. Á Akureyri kynntist hún
síðan eiginmanni sínum, Hermanni
Daða, sem var við nám í Verkmennta-
skóla Akureyrar. Eftir mennta-
skólann vann Halldóra Lóa eitt ár á
Akureyri en fór síðan suður. Þá um
sumarið fór hún að vinna á Reykja-
lundi og ákvað í framhaldinu að fara í
sjúkraþjálfaranám en fann sig ekki í
því og hætti. Árið 2002 hóf hún nám
við Kennaraháskóla Íslands og
brauðskráðist þaðan 2006 með B.
Ed.-gráðu. En alltaf var hún að vinna
með og vann t.d. tvö ár í bókhaldi hjá
Verði Vátryggingafélagi með fjar-
námi í Kennaraháskólanum. Ári síðar
innritaðist hún í diplómanám í náms-
og starfsráðgjöf sem lauk 2008. Þar
sem hún var búin að finna sína hillu í
náminu lauk hún við MA-gráðu við
sama fag árið 2013.
Árið 2005 fluttu Halldóra Lóa og
Hermann Daði í Reykholt. „Ég var
ekkert að plana að koma heim, þótt
mér hafi alltaf liðið ákaflega vel
hérna. Það varð bara til hugmynd hjá
vinafólki okkar Hermanns um að
flytja saman hingað og byggja saman
í sveitinni. Við byggðum hlið við
hlið en þau eru reyndar flutt núna.
Það hefur verið virkilega gaman og
gott að vera komin aftur á heima-
slóðir. Ég hef alltaf verið svolítil
sveitatútta í mér og elska fegurðina
og kyrrðina í sveitinni.“
Fyrstu tvo veturna í Reykholti
kenndi Halldóra Lóa á Kleppjárns-
reykjum en fór svo í Landbúnaðar-
háskólann þar sem hún var náms-
og starfsráðgjafi til ársins 2014
þegar hún fór yfir til Háskólans á
Bifröst. Síðastliðið haust var hún
ráðin kennslustjóri á Bifröst.
Þrátt fyrir að sinna krefjandi
starfi og sinna fjölskyldunni finnur
Halldóra Lóa sér alltaf tíma til að
sinna félagsmálum. „Ég er alin
svona upp. Pabbi er mikill félags-
málakarl og hans hugsjón er sú að
það þurfa allir að leggja sitt af
mörkum til að búa til gott samfélag.
Ég fer bara svolítið með það upp-
eldi inn í líf mitt og fer í nemenda-
félögin og leiklistarfélögin í skóla
og hérna heima í ungmenna-
félagið.“ Þá fór boltinn að rúlla og
farið var að orða við Halldóru að
gefa sig að stjórnmálum. Hún seg-
ist hafa lesið allt um flokkana og
fann sig best hjá Vinstri grænum.
„Það er margt, en líklega helst um-
hverfismálin, femínisminn og virð-
ingin fyrir margbreytileikanum
sem heillaði mest.“ Halldóra Lóa
gekk til liðs við VG árið 2009 og var
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri við Háskólann á Bifröst – 40 ára
Fjallgöngur Hér er Halldóra Lóa og
vinkona hennar Hafrún á Straum-
nesfjalli og sést ofan í Rekavík.
Elska kyrrðina og fegurðina í sveitinni
NBA í Toronto Hér eru Hermann Daði, Skírnir Ingi og Halldóra Lóa á
körfuboltaleik í Toronto, en þau hafa alltaf haft mikinn áhuga á körfubolta.
Tvíburarnir Hér er mikil gleði því hér er Halldóra Lóa með yngstu börnin
sín nýfædd, tvíburana Helgu Laufey og Steinar Orra sem fæddust árið 2011.
Fjölskyldan Hérna er fjölskyldan heitum degi á siglingu í ferðalagi á Krít.
Til hamingju með daginn