Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Passamyndir Tímapantanir í síma 568 0150 eða á rut@rut.is Tryggjum tveggja metra fjarlægð og gætum ítrustu ráðstafana Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Flugvél flugfélagsins Play tók af stað í jómfrúarferð sína í gær frá Kefla- víkurflugvelli. Ferðinni var heitið til Lundúna og voru í vélinni um 100 far- þegar. Venjan er að boðsgestir fylli fyrstu ferð nýs flugfélags en Play fór aðra leið þar sem aðeins farþegar sem greitt höfðu fyrir farið voru um borð og er ástæðan sú að meiri fyr- irhöfn er að ferðast nú en áður. Fimm manna sérvalið teymi flug- liða sá um farþega Play en Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, sagði að erfitt hafi verið að velja áhöfnina fyrir þetta fyrsta flug. Í fyrstu lotu, sem tekur mið af þeim þremur flugvélum sem Play sér fram á að nota í sumar, var aðeins ráðið í 55 stöður flugliða. Um- sóknirnar sem bárust voru aftur á móti 1.500 talsins. Jónína sagði að Play myndi svo ráða fleiri í haust. Á sama tíma og verið var að klippa á borða vegna jómfrúarferðar Play, hófst hlutafjárútboð á félaginu en því lýkur klukkan fjögur í dag. Bréfum verður svo úthlutað eftir helgi. Með hlutafjárútboðinu hefur stefnan verið sett á að safna fjórum milljörðum króna. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði að óháð því væri rekstur félags- ins nú þegar fjármagnaður til ársins 2025. Fyrr í vikunni bárust fréttir af því að alþjóðlegi fjárfestingasjóðurinn Bain Capital hafi gengið frá kaupum á 8 milljarða króna hlut í Icelandair. Birgir sagði þessar fréttir sýna áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum ferðamannaiðnaði. Það séu því ekk- ert annað en jákvæðar fréttir fyrir Play. Sagan hefur ekki verið hliðholl lág- gjaldaflugfélögum á íslenskum mark- aði hingað til. Birgir sagði að tveggja ára vinna lægi að baki stofnun Play sem sé vel fjármagnað og ætli sér að gera hlutina skynsamlega. Flug- félagið mun því leggja upp úr sveigj- anleika og halda sig við leiðarkerfi sem gengur aðallega út á að tengja Bandaríkin og Evrópu. Skráning fé- lagsins á markað hafi svo þau áhrif að gerðar eru meiri kröfur til gagnsæis og skipulags sem hjálpar stjórn- endum að halda einbeitingu. Þegar Birgir klippti á borðann ásamt Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta- og þró- unar Isavia, sagði hann það vera til- finningaríka stund að sjá hlutina raungerast. Hann sagði þennan dag vera risastóran og líklega þann gleði- legasta í sögu félagsins. „Við ætlum að láta íslenska ferðaþjónustu og efnahag finna fyrir okkur.“ Morgunblaðið/Unnur Karen Áhöfnin Að sögn Jónínu Guðmundsdóttur mannauðsstjóra var erfitt að velja áhöfnina fyrir jómfrúarferð félagsins. Leikar hefjast hjá Play með fyrstu ferð og útboði - Ráða fleiri starfsmenn í haust - Hlutafjárútboði lýkur í dag Borðaklipping Birgir Jónsson ásamt Guðmundi Daða Rúnarssyni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hagstæður hiti sjávar við Vest- mannaeyjar skapar góðar aðstæður til að ala lax í kerum á landi. Hópur fjárfesta hefur gert samkomulag við Vestmannaeyjabæ um að fá út- hlutaðri lóð í Viðlagafjöru á svoköll- uðu Nýjahrauni fyrir landeldisstöð. Hafið er umhverfismatsferli vegna verkefnisins á vegum félags- ins Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. Lárus Ásgeirsson stjórnarmaður segir gert ráð fyrir að framkvæmd- ir hefjist á næsta ári, ef nauðsynleg leyfi fáist fyrir þann tíma, og að lax verði settur í stöðina á árinu 2023. Stefnt er að því að framleiða 10 þúsund tonn á ári en að fram- kvæmdin verði áfangaskipt. Fyrst verði byggt upp til framleiðslu á fimm þúsund tonnum og annað eins verði í síðari áfanga. Lóðin er í efnisnámu Í Viðlagafjöru er efnisnáma og segir Lárus að jafna þurfi lóðina með efnisflutningum innan svæðis. Hafi framkvæmdir þar því lítil um- hverfisáhrif. Vestmannaeyjar eru það sunnarlega að þar er hægt að ná í hlýjasta sjóinn við landið. Að- stæður henta því vel til eldis á laxi í kvíum á landi. Ekki þarf mikinn að- gang að köldu eða heitu vatni. Áformað er að fá seiði ofan af landi en Lárus segir ekki ákveðið hvort fyrirtækið framleiði þau sjálf eða kaupi af öðrum. Þá segir Lárus að Vestmannaeyjar liggi vel við flutn- ingaleiðum afurða til annarra landa. Loks nefnir hann að í fjárfesta- hópnum séu menn sem þekki til eldis, vinnslu og sölu sjávarafurða. Hluthafar eru að mestu fyrirtæki og einstaklingar í Vestmannaeyj- um. „Þetta á eftir að gera sig mjög vel og verður lyftistöng fyrir byggðarlagið,“ segir Lárus. Samningur fyrirtækisins og Vest- mannaeyjabæjar um verkefnið var undirritaður í gærmorgun. Þar kemur fram að bærinn hefur hafið vinnu við skipulag svæðisins. Áætl- að er að henni verði lokið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Á þeim grundvelli verði lóðinni út- hlutað. „Ég bind miklar vonir við þetta verkefni. Það er afar jákvætt. Það er framtíðin að við ekki aðeins veiðum fisk heldur ræktum hann einnig. Landeldi virðist vera það sem koma skal,“ segir Íris Róberts- dóttir bæjarstjóri. Fá lóð til landeldis í Viðlagafjöru - Fyrirtækið Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. hyggst reisa stöð til eldis á 10 þúsund tonnum af laxi á ári - Aðgangur að hlýjum sjó skapar góðar aðstæður til starfseminnar í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Samið Hallgrímur Steinsson, Íris Róbertsdóttir og Daði Pálsson. Tölvuteikning/Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. Landeldi Tölvuteikning af fyrirhugaðri eldisstöð í Viðlagafjöru. Rútufyrirtækið Allrahanda Gray Line ehf. hefur gert áætlun til næstu þriggja ára um endurreisn félagsins í kjölfar erfiðleika af völdum kórónu- veirunnar. Hefur félagið óskað eftir nauðasamningi fyrir héraðsdómi en greiðsluskjól þess rennur út í dag. Í tilkynningu frá Gray Line er rakið með hvaða hætti það hyggist efna nauðasamninginn á næstu þremur árum. Byggir félagið á spá um komu ferðamanna til Íslands á greiðslufreststímabilinu sem og sögulegum gögnum um rekstraraf- komu þess á síðustu mánuðum áður en faraldurinn skall á. Atli Björn Þorbjörnsson lögmaður var skipaður umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum Grey Line fyrir héraðsdómi. „Umsjónar- maðurinn segir í afstöðu sinni til frumvarpsins að hann telji eðlilega og ásættanlega mælikvarða styðja áætlanir félagsins um efndir nauða- samnings. Hann vísar m.a. til mik- illar fækkunar stöðugilda og útleigu á ríflegum hluta höfuðstöðva félags- ins til fyrirtækis sem mun þjónusta bifreiðaflota AGL á hagstæðum kjörum. Hann bendir á yfirgrips- miklar hagræðingaraðgerðir í rekstri AGL sem hafa leitt til þess að fastur rekstrarkostnaður er mjög lágur en félagið engu að síður vel í stakk búið til að skapa miklar tekjur til framtíðar litið,“ segir í tilkynn- ingu Gray Line. Áætlun félagsins gerir ráð fyrir að innan þriggja ára verði gert upp við alla almenna kröfuhafa að fullu með samningsvöxtum og jafnframt hefj- ist afborganir af veðtryggðum skuld- um. Í rekstraráætlun fyrir endurreisn Gray Line er markaðs- og sölustarf- semi þess færð yfir í félagið GL Ice- land ehf. (GLI) í eigu sömu aðila og AGL. Félagið GLI mun annast sölu og markaðsmál fyrir Gray Line og kaupa þjónustu af AGL í takt við þau umsvif sem vænta má þegar ferða- mönnum fjölgar að nýju. Hluthafar hyggjast leggja félögunum til fé til þess að koma rekstrinum af stað. Óskar eftir nauðasamningi - Vilja endurreisa rekstur Gray Line

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.