Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021 Vinna Framkvæmdir standa nú yfir á Tryggvagötu. Ætla má að góða veðrið megi nýta í fleira en að fara í sund. Eggert Við þinglok var frumvarpi umhverf- isráðherra um hálend- isþjóðgarð vísað aftur til ráðherra. Umhverf- is- og samgöngunefnd Alþingis fjallaði um málið í rúma sex mán- uði og hátt í 200 um- sagnir bárust nefnd- inni. Mínir fyrirvarar og mín afstaða til hálendisþjóðgarðs hefur verið skýr frá upphafi. Ég hef lagt mig fram um að fara og hitta fólkið sem þekkir hálendið best, nýt- ir hálendið og hefur hugsað um há- lendið. Ég hef byggt mína afstöðu á þessum samskiptum og unnið sam- kvæmt sannfæringu minni við með- ferð málsins á Alþingi. Unnendur hálendisins eiga mikið hrós skilið fyrir að láta sig málið varða og að taka þátt í umræðunni með málefnalegum og rökföstum hætti. Það varð til þess að sjónarmið þeirra náðu í gegn og Alþingi tók á þeim mark. Takk fyrir það! Það skilaði sér í frávísun málsins með þeim athugasemdum sem lagð- ar höfðu verið fram og ráðherra leið- beint um að vinna málið í víðtæku samráði, finna lausnir á álitamálum og ná breiðri og almennri sátt áður en málið kemur aftur til Alþingis. Ég tók þátt í þverpólitískri nefnd um gerð hálendisþjóðgarð og á sæti í umhverfis- og samgöngunefnd. Þar hef ég haldið sjónarmiðum fólksins á lofti og í samstarfi við aðra nefnd- armenn fengið stuðning við at- hugasemdir hagaðila. Helstu áhersluatriðin nú eru að málið verði unnið í víð- tækri sátt og hlustað á vilja sveitarfélaganna og heimamanna. Ferðafrelsið verði áfram óskert, nytja- réttarhafar haldi sínum eignarrétti og að skil- virkt og samræmt stjórnfyrirkomulag verði á hálendinu en ekki bákn. Nytjaréttarhafar, útivistarfólk, sveit- arfélög, félagasamtök og atvinnulífið hefur hugsað vel um hálendið og sýnt mikinn framtaks- og frum- kvæðismátt sem verður að viðhalda. Efla frekar en letja. Þau mikilvægu störf sem fólk leggur til hálendisins í dag, oftar en ekki í sjálfboðavinnu, má ekki ríkisvæða. Það er enginn betur til þess fallinn að sjá um há- lendið en fólkið sem hefur hugsað um það hingað til. Umræðan hefur varpað skýrara ljósi á málefni hálendisins og styrkt okkur í þeim málstað sem við höfum verið að verja. Við munum nýta okk- ar kraft og þekkingu til að vinna há- lendinu áfram gagn svo við getum notið þess áfram á fjölbreyttan og farsælan hátt. Eftir Vilhjálm Árnason » Það er enginn betur til þess fallinn að sjá um hálendið en fólkið sem hefur hugsað um það hingað til. Vilhjálmur Árnason Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. vilhjalmura@althingi.is Hlustuðum á hálendisfólkið Nokkur hiti hefur hlaupið í umræður um fríverslunarsamning Breta og Ástrala sem kynntur var á dög- unum. Ágreiningurinn er ekki nýr af nálinni þegar um slíka samn- inga er að ræða, hann snýst um landbún- aðarmál. Því fer víðs fjarri að íslenskir bændur eða fyrirtæki í landbún- aðarframleiðslu skapi sér sérstöðu með fyrirvörum og andstöðu þegar fríverslun er á döfinni. Hvarvetna er talið að önnur lögmál gildi um viðskipti með landbúnaðarvörur milli landa en annan varning. Sérstaða landbúnaðar er til dæm- is viðurkennd á skýran hátt í sátt- málum Evrópusambandsins. Fjár- hagslegur stuðningur við landbúnað innan þess er mikill eins og sést á útgjöldum á sameiginlegum fjár- lögum sambandsins og marg- víslegum undanþágum sem land- búnaður nýtur, þar á meðal frá samkeppnisreglum. Kola- og stálsambandið, forveri ESB, lagði með þátttöku sex ríkja grunn að sameiginlegum markaði með kol og stál og rauf í upphafi sjötta áratugarins pólitíska og við- skiptalega eingangrun Þjóðverja. Um miðjan áratuginn ákváðu ríkin sex að stofna til sameiginlegs mark- aðar um fleiri vörur. Að tekið yrði ríkt tillit til hagsmuna landbúnaðar réð úrslitum um stuðning Frakka. Fjórðungur vinnuafls í Frakklandi starfaði þá við landbúnað og fulltrú- ar bænda réðu miklu á franska þinginu. Þessi staðreynd setti árið 1957 svip sinn á gerð Rómarsátt- málans, stofnskrá þess sem nú er Evrópusambandið. Sameiginlegur evrópskur landbúnaðarmarkaður í skjóli tollverndar og niðurgreiðslna hélt lífi í frönskum smábænd- um. Nú má rekja 18% landbúnaðarfram- leiðslu innan ESB til Frakklands og eru umsvif fransks land- búnaðar meiri en þýsks eða ítalsks. Frakkar hafa alla tíð staðið vörð um hags- muni landbúnaðar inn- an ESB. Í gildandi sáttmálum ESB er ESB-þinginu veitt mjög víðtæk heimild til að ákveða að hvaða marki ákvæði laga og reglna eiga við um landbúnaðarkerfið innan sambandsins. Veita má undanþágur að því gefnu að tekið sé mið af fimm meginmarkmiðum sameig- inlegu landbúnaðarstefnunnar sem upphaflega var mótuð 1962. Samkvæmt 42. gr. sáttmálans um starfshætti ESB (TFEU) ákveður löggjafi ESB hve þungt samkeppn- isreglur vega á sviði landbún- aðarmála með tilliti til landbún- aðarstefnu ESB. Dómstóll ESB hefur úrskurðað að samkeppn- isreglur víki stangist þær á við markmið landbúnaðarstefnunnar. Þetta er mikilvæg meginstefna sem skapar forskot fyrir framleið- endur innan ESB gagnvart erlend- um mörkuðum. Stór- og smáfram- leiðendur landbúnaðarvara hér á landi standa höllum fæti gagnvart innflutningi frá ESB-löndum þegar kemur að svigrúminu innan ESB í krafti landbúnaðarstefnu. Til að starfsskilyrði landbúnaðar hér séu sambærileg og í nágranna- löndunum ber að tryggja svigrúm innlendra framleiðenda landbún- aðarvara innan þess ramma sem EES-aðildin heimilar. Á þetta skortir. Þá ætti að sjá til þess að samhengi sé milli lagaskilyrða af- urðastöðva og vinnslustöðva í land- búnaði til hagræðingar í rekstri og þess hvernig tollum er beitt til að vernda innlendan landbúnað. Sé ekki stigið til jarðar í þessu efni á réttan hátt verða kollsteypur eins og gerðist með misráðnum tolla- samningi við ESB árið 2015. Samið við Breta Bretar voru aðilar að ESB þegar tollasamningurinn var gerður árið 2015. Við úrsögn þeirra úr sam- bandinu breyttust forsendur samn- ingsins og er nú unnið að endur- skoðun hans í viðræðum við ESB. Breska ríkisstjórnin fetar sig hins vegar skref fyrir skref til við- skiptasamninga við önnur ríki eftir ESB-úrsögnina og brotthvarfið af EES-markaðnum. Vegna ESB- aðildarinnar hafði þekking og reynsla við gerð fríverslunarsamn- inga við aðrar þjóðir glatast innan breska stjórnkerfisins. Í tæplega hálfa öld sáu embættismenn ESB um gerð slíkra samninga fyrir hönd Bretlands. Meðal lykilraka úrsagn- arsinna var að Bretar ættu að semja sjálfir á grundvelli eigin hagsmuna beint við aðrar þjóðir um viðskipti og það á skemmri tíma en þegar 27 önnur ríki ættu einnig hlut að máli og hvert og eitt vildi að eig- in hagsmuna yrði gætt sérstaklega. Innan ESB dugar ekki lausn gagn- vart ríkjum utan sambandsins hún verður einnig að nást innbyrðis. Leitað er málamiðlana þótt yf- irþjóðlegt vald og atkvæði ráði að lokum á sviði landbúnaðar- og sjáv- arútvegsmála. Bretar fengu æfingu við að standa á eigin fótum með fríversl- unarsamningi við EES/EFTA-ríkin, Ísland, Liechtenstein og Noreg, sem kynntur var 4. júní 2021. Í til- kynningu íslenska utanríkisráðu- neytisins um samninginn segir að hann sé „framsækinn“ og nái „til flestra sviða viðskipta á milli ríkjanna og reglna sem hafa áhrif á þau“. Kjarnahagsmunir Íslands séu tryggðir fyrir útflutning, þ.m.t. fyr- ir sjávarútvegs- og landbún- aðarvörur. Samningurinn auðveldi þjónustuviðskipti milli ríkjanna auk þess sem íslensk fyrirtæki hafi að- gang að opinberum útboðum í Bret- landi. Þá sé tekið á loftslagsmálum auk þess sem í fyrsta sinn í fríversl- unarsamningi sem Ísland gerir sé „að finna sérstakan kafla um jafn- réttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum“. Samningsskjalið sem birtist á vef stjórnarráðsins er 271 bls. Það kann að taka breytingum við lög- fræðilega yfirferð. Gunnar Þor- geirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, sagði við Morgunblaðið 7. júní að við fyrstu sýn virtist sér að bændur gætu „unnið með þennan viðskiptasamning“. Samningurinn þjónaði hagsmunum Íslendinga. Smáræði miðað við Ástrala Samningurinn við Breta gefur Ís- lendingum tækifæri til aukins út- flutnings á lambakjöti og skyri með tollfrjálsum innflutningskvótum, 692 tonnum fyrir lambakjöt og 329 tonnum í skyri. Segir utanrík- isráðuneytið að þetta stækki Evrópumarkað fyrir íslenskar land- búnaðarafurðir verulega – án þess að aðrar þjóðir fái meiri heimildir til innflutnings hingað. Íslendingar veiti Bretum tollfrjálsa innflutn- ingskvóta fyrir 19 tonnum af osti og 18,3 tonnum af unnum kjötvörum. Engar líkur eru á að þessar heimildir til útflutnings á íslenskum landbúnaðarvörum til Bretlands valdi þar uppnámi, að minnsta kosti ekki miðað við fjaðrafokið vegna fríverslunarsamningsins við Ástr- ala, bestu bandamenn Breta. Ótti við ástralskt nautakjöt kann að stofna fríverslunarsamningnum í hættu. Til að milda áhrif ástralska samn- ingsins er gert ráð fyrir að hann komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en 15 árum eftir að hann er fullgiltur. Þrátt fyrir þetta spá ein- hverjir gjaldþroti nautgriparæktar í Bretlandi og að samningurinn grafi undan öllum búskap með aukinni samkeppni. Varað er við vaxtar- hormónum í áströlsku kjöti. Þá sé ekki unnt að keppa við jafnstór bú og séu í Ástralíu. Talsmenn samn- ingsins segja alltof mikið gert úr hormónahættunni og engin rök sýni að skepnur hagi sér á annan veg á stórum búum en smáum. Gagnrýni í þessa veru sé fastur liður umræðu við gerð fríverslunarsamninga. Höf- uðmáli skipti að Bretar hafi frelsi og getu til að gera slíka samninga á eigin forsendum. Það verði þeim til minnkunar að klúðra því vegna nautakjöts. Bretar lutu sameiginlegri land- búnaðarstefnu ESB og máttu ekki gera eigin fríverslunaramninga. Viðbrigðin eru því mikil nú fyrir breska bændur og margir þeirra óttast frelsið. Íslensk stjórnvöld gera fríversl- unarsamninga og stunda viðskipti með landbúnaðarvörur á EES- markaðnum án þess að lúta ESB- landbúnaðarstefnunni. Íslensk land- búnaðarstefna á að styðja inn- lendan landbúnað innan fríversl- unarsamninga. Hér gilda sömu lögmál í þessu efni og annars stað- ar. Eftir Björn Bjarnason » Til að starfsskilyrði landbúnaðar hér séu sambærileg og í nágrannalöndunum ber að tryggja svigrúm innlendra framleiðenda. Á þetta skortir. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Viðurkennd sérstaða landbúnaðarframleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.