Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
FC 7 Premium
Örn Arnarson, fjölmiðlarýnirViðskiptablaðsins, fjallaði
meðal annars um alþingiskosn-
ingar, frambjóðendur og vanda
fjölmiðla í því sambandi í pistli sín-
um í gær. Þar segir: „Það styttist
óðum í alþing-
iskosningar. Þó að
landsmenn séu ef-
laust með hugann
við það hvenær
vætu- og kuldat-
íðinni linnir reyna
frambjóðendur að
vekja athygli á sér
og vera áberandi í
fréttum. Flestir þeir
sem eru á lista
stjórnmálaflokk-
anna fyrir þing-
kosningarnar eiga
sér fleiri hatta en
framboðshattinn.
Þess vegna er mik-
ilvægt að fjölmiðlar
greini frá því ef þeir sem rata í
fréttir eru í framboði.
- - -
Vísir sagði þannig frá því aðMagnús Norðdahl, lögmaður
nokkurra hælisleitenda, kallaði eft-
ir afsögn Áslaugar Örnu Sig-
urbjörnsdóttur dómsmálaráðherra
vegna mála sem tengdust umbjóð-
endum hans. Ekki var tekið fram í
fréttinni að Magnús er oddviti Pí-
rata í Norðvesturkjördæmi.“
- - -
Fjölmiðlum er oft nokkur vandiá höndum að átta sig á slíkum
hagsmunatengslum og vara sig í
umfjöllun. Sjónarmið Magnúsar D.
Norðdahl eiga erindi í umræðuna,
hversu vitlaus sem þau kunna að
vera. Og í ljósi þess að hann er efst-
ur á lista Pírata er í almannaþágu
að vakin sé athygli á undarlegum
baráttumálum hans. En það þarf að
koma fram í hvaða stöðu hann er.
- - -
Og lögmaður í slíkri stöðu mættileggja sig fram um það sjálfur
að vekja athygli fjölmiðils sem við
hann ræðir á þeirri stöðu.
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Ekki bara lögmaður
STAKSTEINAR
Magnús D.
Norðdahl
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Laxar fiskeldi getur nú tekið upp
þráðinn þar sem frá var horfið við
laxeldi á nýjum staðsetningum í
Reyðarfirði. Matvælastofnun veitti í
gær fyrirtækinu nýtt rekstrarleyfi
til fiskeldis þar í stað leyfis sem úr-
skurðarnefnd umhverfis- og auð-
lindamála ógilti.
Leyfið er efnislega eins og hið
eldra nema hvað gert er ráð fyrir að
útsett seiði verði ekki léttari en 200
grömm, í samræmi við umhverf-
ismat framkvæmdarinnar. Í fyrra
rekstrarleyfi var heimilt að setja út
mun minni seiði. Það var atriðið sem
úrskurðarnefndin gerði athuga-
semdir við.
Komið var að útsetningu seiða hjá
Löxum og sótti fyrirtækið um bráða-
birgðaleyfi til atvinnuvegaráðuneyt-
isins. Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir
að fyrirtækið þurfi ekki á því leyfi að
halda og hafi umsóknin verið dregin
til baka.
Kostaði vinnu og orku
Laxar höfðu fyrir leyfi til 6.000
tonna eldis í Reyðarfirði. Leyfið sem
Matvælastofnun gaf út í október en
úrskurðarnefndin felldi úr gildi
hljóðaði upp á 10 þúsund tonn til við-
bótar.
Jens Garðar segir að afturköllun
leyfisins hafi valdið ákveðnu upp-
námi og kostað vinnu og orku. „Við
unnum hlutina hratt og vel og höfum
skipulagt okkur í kringum þetta,“
segir hann og segir að afturköllun
leyfisins hafi ekki haft teljandi áhrif
á starfsemi fyrirtækisins. „Nú erum
við komin á lygnan sjó aftur og get-
um haldið áfram okkar vinnu,“ segir
Jens Garðar. helgi@mbl.is
Gefið út leyfi í stað þess sem ógilt var
- Laxar fiskeldi getur nú haldið áfram að auka við laxeldi sitt í Reyðarfirði
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fleiri konur en karlar sátu í nefnd-
um á vegum ráðuneyta í fyrra. Hlut-
fallið var 51% konur á móti 49%
karla. Er þetta annað árið í röð sem
fleiri konur en karlar sitja í nefndum
ráðuneyta. Þetta kemur fram í ítar-
legri skýrslu Jafnréttisstofu.
Í skýrslunni er rakið að 1.901 kona
og 1.836 karlar hafi setið í nefndum á
vegum ráðuneyta. Þótt konur séu í
meirihluta heilt yfir er mismunandi
skipting milli ráðuneyta. Sex ráðu-
neyti af tíu voru með hærra hlutfall
kvenna en karla árið 2020. Mesta
ójafnvægið var í kynjaskiptingu hjá
samgöngu- og sveitarstjórnarráðu-
neytinu. Þar voru 43% nefndar-
manna konur en 57% karlar. Í heil-
brigðisráðuneytinu voru hins vegar
44% nefndarmanna karlar en 56%
konur.
Þegar horft er til þeirra nefnda
sem skipaðar voru á síðasta ári var
ráðuneyti samgöngu- og sveitar-
stjórnar aftur með áberandi mestan
kynjahalla. Þar voru 60% nýrra
nefndarmanna karlar en 40% konur.
Hjá forsætis- og félagsmálaráðu-
neytum er kynjahlutfallið 57% konur
og 43% karlar á liðnu ári. „Hér er
meiri munur á hlutfalli kynja í nefnd-
um skipuðum á árinu 2020 en í heild
og má því segja að nýtt hafi verið
tækifæri að rétta af kynjahalla hjá
flestum ráðuneytum,“ segir í skýrsl-
unni.
Jafnréttisstofa upplýsir að árið
2020 var skipað í 179 nefndir, ráð og
stjórnir, sumar nýjar og aðrar end-
urnýjaðar. „Þegar kynjahlutfall allra
nefnda var skoðað kom í ljós að 136
þeirra voru skipaðar í samræmi við
15. gr. laga eða 76% nefnda, ráða og
stjórna á vegum ráðuneytanna. Ekk-
ert ráðuneytanna náði að fylgja
jöfnu kynjahlutfalli með allar nefnd-
ir,“ segir í skýrslunni.
Fleiri konur en
karlar í nefndum
- Misjöfn skipting eftir ráðuneytum
Kynjaskipting í nefndum
» Alls sátu 1.901 kona og
1.836 karlar í nefndum á veg-
um ráðuneyta árið 2020.
» Sex ráðuneyti af tíu voru
með hærra hlutfall kvenna en
karla.
» Mesta ójafnvægið var í
kynjaskiptingu hjá samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytinu.