Morgunblaðið - 25.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚNÍ 2021
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14
LitlaJólabúðin
Laugaveg 8, Rvk. S. 552 2412
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-17
SKJÓÐA
GRÝLA
SKYRGÁMUR
HURÐASKELLIR
Glaðningur fyrir börnin
meðan birgðir endast
Lifandi tónlist
Dansað í kringum jólatréð
Lukkupakkar kr. 400
Skemmtun
fyrir alla fjölskylduna
Jólasveinabréf
kr. 1.200
JÓLABALL
26. júní kl. 16.00-17.00
Litla Jólabúðin fagnar 20 ára afm
æli
20% afsláttur af öllum vörum
í Litlu Jólabúðinni - Litlu Gjafab
úðinni
þennan dag
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
kom til Reykjavíkur í gærmorgun.
Það var Viking Sky sem lagðist að
bryggju við Skarfabakka og hefur
viðdvöl þar fram á sunnudag. Viking
Sky er 48 þúsund brúttótonn og get-
ur tekið 930 farþega. Í fyrstu ferð
sumarsins eru hins vegar bókaðir um
400 farþegar. Í áhöfn eru 545.
Viking Sky sigldi hingað án far-
þega en þeir koma allir til landsins í
gegnum Keflavíkurflugvöll. Farþeg-
arnir eru allir bólusettir, að því er
fram kemur á heimasíðu Faxaflóa-
hafna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Faxaflóahöfnum munu að mestu leyti
lítil og miðlungsstór farþegaskip
sækja Ísland heim í ár. „Hverfandi
líkur eru á því að stór skemmti-
ferðaskip muni koma til landsins. Það
eru enn bókaðar nokkrar þannig
skipakomur, en byggt á reynslu fyrra
árs munu stóru skipin að öllum lík-
indum afbóka eftir því sem nær dreg-
ur,“ segir á heimasíðu Faxaflóahafna.
Í byrjun árs var reiknað með
hátt í tvö hundruð farþegaskipum til
Faxaflóahafna með um 217 þúsund
farþega. Talsvert hefur verið um af-
bókanir og nú eru 92 skipakomur
áætlaðar með alls 60.419 farþega.
Útlit fyrir metár á næsta ári
Eins og Morgunblaðið hefur áð-
ur greint frá eru horfur um skipa-
komur talsvert betri á næsta ári enda
má þá telja að betra jafnvægi hafi
skapast eftir því sem kórónuveiru-
faraldurinn fjarar út. „Bókunarstaða
fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út
fyrir að það ár verði metár hvað varð-
ar skipakomur og farþegafjölda ef
allt gengur eftir,“ segir á vef Faxa-
flóahafna.
Allir farþegar skipsins
komu hingað með flugi
Morgunblaðið/Unnur Karen
Í höfn Viking Sky kom til Reykjavíkur í gærmorgun. Ekki er búist við mörgum stórum farþegaskipum í ár.
- Viking Sky er fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins
Sigurður Ægisson
sae@sae.is
Frida súkkulaðikaffihús á Siglufirði er fimm
ára í dag og verður því fagnað með þriggja
daga afmælishátíð. Kaffihúsið er fyrir löngu
orðið ómissandi partur af bæjarlífinu og í
raun bæði lands- og heimsþekkt, enda ligg-
ur straumurinn jafnan þangað, jafnt af
heimamönnum sem aðkomnum, íslenskum
og erlendum.
Ævintýrið hófst þegar eigandinn, Fríða
Björk Gylfadóttir, missti vinnuna í lok árs
2015, við það að Sparisjóður Siglufjarðar
rann inn í Arion banka. Þá lagði eiginmaður
hennar, Unnar Már Pétursson, til að hún
opnaði súkkulaðikaffihús þar sem hún var
með vinnuaðstöðu og hafði verið með frá
2006, að Túngötu 40a, gegnt íbúðarhúsi
þeirra hjóna, en hún er jafnframt listamað-
ur. Hún hafði m.a. verið útnefnd Bæj-
arlistamaður Fjallabyggðar þetta sama ár,
og hún sló til eftir nokkra umhugsun, brá
sér meira að segja í nám í súkkulaðiskóla í
Belgíu, til að undirbúa þetta eins vel og
frekast væri unnt, og hefur verið að töfra
fram súkkulaðimola af ýmsum gerðum síð-
an.
Í byrjun árs 2017 þurfti að ráðast í stækk-
un húsnæðisins, til að anna eftirspurn. Og á
tveggja ára afmælinu, 25. júní árið 2018, var
svo opnuð vefverslun.
Í tilefni afmælisins verða leikir og tilboð í
gangi alla þrjá dagana, í dag og á sunnudag
verður þar lifandi tónlistarflutningur, á
morgun verða í boði léttar veitingar og á
sunnudag verður frítt, heitt súkkulaði á
meðan birgðir endast. Opið verður kl. 13-18.
Töfrar fram súkkulaðimola
- Afmælishátíð í
súkkulaðikaffihúsi
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Afmælishátíð Fríða Björk Gylfadóttir fyrir utan Frida súkku-
laðikaffihúsið á Siglufirði sem hún opnaði fyrir fimm árum.
Atvinnuleysi á vinnumarkaðinum
dróst saman um 2,8 prósentustig á
milli mánaðanna apríl og maí sam-
kvæmt vinnumarkaðskönnun Hag-
stofu Íslands sem birt var í gær.
Mældist atvinnuleysið 5,8% í könn-
un Hagstofunnar.
Í ljós kom að árstíðaleiðrétt at-
vinnuþátttaka var 77,9% í maí-
mánuði og var hlutfall starfandi á
vinnumarkaðinum 72,2%. Sam-
anburður við sama tímabil á sein-
asta ári sýnir að atvinnuþátttakan
dróst saman um eitt prósentustig
þegar búið er að leiðrétta útreikn-
ingana með tilliti til árstíðabund-
inna sveiflna.
Alls voru 210.600 einstaklingar
á aldrinum 16 til 74 ára á vinnu-
markaðinum í maí sl. sem jafn-
gildir 80% atvinnuþátttöku. Af
vinnuaflinu voru tæplega 193 þús-
und manns starfandi og 17.600 án
atvinnu og í atvinnuleit.
Í umfjöllun Hagstofunnar kemur
einnig fram að 36.500 ein-
staklingar hafi haft það sem kall-
að er „óuppfyllt þörf fyrir at-
vinnu“. Af þeim sögðust m.a.
48,8% vera atvinnulausir, 16,1%
sagðist vera tilbúið að vinna en
ekki að leita að vinnu og 25% eru
vinnulítil, þ.e. eru í hlutastarfi en
vilja vinna meira.
Atvinnuleysi minnkaði á milli mánaða